Það var rífandi stemning á Kótilettukvöldi Samhjálpar sem haldið var í liðinni viku í Valsheimilinu. Kótilettukvöldið er eitt af aðalfjármögnunarkvöldum Samhjálpar og er iðulega vel mætt. Fyrsta Kótilettukvöldið var haldið 2006 og hefur það verið haldið árlega síðan, fyrir utan tímann þegar kórónuveiran geisaði sem mest.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig ekki vanta og hélt áhugaverða ræðu. Þar var líka Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra svo einhverjir séu nefndir. Það var Klúbbur matreiðslumeistara sem eldaði kótilettur í raspi ofan í gestina og voru þær svo ljúffengar að sumir fóru tvær ferðir.
Samhjálp rekur meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot. Þetta kvöld komu tvær konur og deildu reynslu sinni af því að hætta í neyslu. Þær sögðu frá því á áhrifaríkan hátt hvernig þær hefðu ekki átt neina von og verið nær dauða en lífi. Með góðri aðstoð frá Hlaðgerðarkoti náðu þær bata.
Svo kom Herbert Guðmundsson og söng fyrir gesti og fékk ótrúlegasta fólk til þess að fara út á gólf og dansa. Það var svo KK sem mætti með gítarinn sinn og tók lagið og sagði fólki sögur af kærleikanum sem hreyfði við fólki.
Guðni Th. Jóhannesson og Willum Þór Þórsson.
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Elínrós Líndal er nýtekin við sem forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti.
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar er hér uppi á sviði.
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Klúbbur matreiðslumeistara eldaði ofan í gestina.
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Herbert Guðmundsson sögn fyrir gesti.
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Herbert fékk fólk til að kveikja á ljósinu í símanum.
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir