Fjölmenni á opnunarhátíð HönnunarMars

Halla Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson, Erla Dögg Ingjaldsdóttir, …
Halla Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson, Erla Dögg Ingjaldsdóttir, Jóel Pálsson og Bergþóra Guðnadóttir. Ljósmynd/Samsett

Hönn­un­ar­hátíðin Hönn­un­ar­Mars var opnuð með form­leg­um hætti í Hörpu í gær. Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra opnaði hátíðina ásamt Degi B. Eggerts­syni, borg­ar­stjóra og Höllu Helga­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Miðstöðvar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs. 

Vel var mætt á opn­un­ar­hátíðina sem nú er hald­in í 15 sinn. Hall­dór Eld­járn kom fram ásamt því að sviðslista­hóp­ur­inn Hring­leik­ur lék list­ir sín­ar fyr­ir gesti í hönn­un eft­ir Ýrúrarí.

Í kjöl­farið opnuðu yfir 100 sýn­ing­ar hátíðar­inn­ar sem breiðir úr sér um alla borg með fjöl­breytt­um og for­vitni­leg­um hætti. Yf­ir­skrift hátíðar­inn­ar í ár er Hvað nú? þar sem 100 sýn­ing­ar, 400 þátt­tak­end­ur og 100 viðburðir end­ur­spegla það sem efst er á baugi á sviði hönn­un­ar og arki­tekt­úrs, veita inn­sýn inn í nýj­ar lausn­ir og hug­mynd­ir og sýna nýj­ar leiðir til að tak­ast á við áskor­an­ir sam­tím­ans til inn­blást­urs fyr­ir þátt­tak­end­ur og gesti.

Hátíðin stend­ur yfir dag­ana 3. - 7. maí og skap­andi til­raun­ir, end­ur­vinnsla, ný­sköp­un, end­ur­nýt­ing, verðmæta­sköp­un og leik­ur eru rauður þráður í dag­skránni þar sem ólík­ar hönn­un­ar­grein­ar á borð við arki­tekt­úr, graf­íska hönn­un, fata­hönn­un, vöru­hönn­un og sta­f­ræna hönn­un varpa ljósi á þá miklu grósku sem á sér stað í hönn­un hér á landi.

Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda