Fangaði útlit og hegðunarmynstur á einstakan hátt

Andri Snær Magnason, Baldvin Hlynsson og Kristín Gunnlaugsdóttir.
Andri Snær Magnason, Baldvin Hlynsson og Kristín Gunnlaugsdóttir. Ljósmynd/Eythor Arnason

Tón­list­armaður­inn Bald­vin Hlyns­son opnaði sína fyrstu mynd­list­ar­sýn­ingu á miðviku­dag­inn sem ber titil­inn „Tón­bil“. Sýn­ing­in, sem er hluti af Hönn­un­ar­Mars, er á grunn­hæð Hörpu dag­ana og stend­ur yfir til 11. maí. Í verk­un­um teng­ir Bald­vin sam­an tónlist, grafík og eðlis­fræði á nýj­an og heill­andi máta. 

„Tón­bil er sam­spil tveggja tóna og má því segja að það sé næst­minnsta bygg­ing­arein­ing­in í tónlist á eft­ir stök­um tón­um. Kjarni sýn­ing­ar­inn­ar er að fanga út­lit og hegðun­ar­mynst­ur tón­bil­anna tólf sem er það tóna­kerfi sem við þekkj­um í vest­rænni tónlist,“ seg­ir Bald­vin sem ger­ir tak­markað upp­lag af verk­um sín­um. 

„Aft­an á hverri mynd er límmiði með QR kóða svo hægt sé að hlusta á tón­bilið horfa á mynd­band af því form­ast. Einnig fylg­ir texti um tón­bilið í tón­list­ar­legu og sögu­legu sam­hengi.“ 

Bald­vin hóf rhythmískt pí­anónám í Tón­söl­um sjö ára gam­all. Þar stundaði hann nám til fjór­tán ára ald­urs þegar hann byrjaði í Tón­list­ar­skóla FÍH. Bald­vin út­skrifaðist frá Tón­list­ar­skóla MÍT (áður FÍH) vorið 2018 þar sem hann lærði und­ir hand­leiðslu Eyþórs Gunn­ars­son­ar og Vign­is Þórs Stef­áns­son­ar. Bald­vin lauk B.A. gráðu í djasspí­anó­leik frá Kon­ung­lega Tón­list­ar­há­skól­an­um í Stokk­hólmi vorið 2021 þar sem hann lærði hjá Lars Jans­son og Adam For­kelid.

Bald­vin hlaut Íslensku Tón­list­ar­verðlaun­in árið 2017 sem bjart­asta von­in í djass og blús í kjöl­far plötu sinn­ar

<em>Renewal</em>

sem kom út árið áður.

Auk þess að vinna sem pródú­sent í hljóðver­um og hljóm­borðsleik­ari á sviði með lista­mönn­um á borð við Hips­um­Haps, Sturla Atlas, Clu­bDub, Unn­stein Manu­el, Krist­ínu Sesselju, Auður, Herra Hnetu­smjör, Snny, Siggu Ózk, Malen, Ágústu Evu, Salóme Katrínu, Salsa­komm­ún­unni og Draum­förum hef­ur Bald­vin komið margoft fram sem djasspí­anó­leik­ari og gefið út djass­plöt­ur.

Arnar Már Kristinsson og Ásvaldur Sigmar Guðmundsson.
Arn­ar Már Krist­ins­son og Ásvald­ur Sig­mar Guðmunds­son. Ljós­mynd/​Eythor Arna­son
Andrea Helga Jónsdóttir, Baldvin Hlynsson og Ólafur Bogason
Andrea Helga Jóns­dótt­ir, Bald­vin Hlyns­son og Ólaf­ur Boga­son Ljós­mynd/​Eythor Arna­son
Stefán Andrésson og Sindri Benedikt Hlynsson.
Stefán Andrés­son og Sindri Bene­dikt Hlyns­son. Ljós­mynd/​Eythor Arna­son
Kolbeinn Arnarsson og Freyr Snorrason.
Kol­beinn Arn­ars­son og Freyr Snorra­son. Ljós­mynd/​Eythor Arna­son
Arnar Þorsteinsson og Þórður Kristjánsson.
Arn­ar Þor­steins­son og Þórður Kristjáns­son. Ljós­mynd/​Eythor Arna­son
Guðrún Björk Þorsteinsdóttir og Þura Stína ásamt vinkonu.
Guðrún Björk Þor­steins­dótt­ir og Þura Stína ásamt vin­konu. Ljós­mynd/​Eythor Arna­son
Tanja Levý og Jökull Jónsson.
Tanja Levý og Jök­ull Jóns­son. Ljós­mynd/​Eythor Arna­son
Ásgeir Eðvarð Kristinsson og Marsibil Ósk Helgadóttir.
Ásgeir Eðvarð Krist­ins­son og Marsi­bil Ósk Helga­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eythor Arna­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda