Feik eða ekta? Það er spurningin!

Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal, Erik Rimmer rittjóri Bo Bedre …
Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal, Erik Rimmer rittjóri Bo Bedre og Svana Lovísa Kristjánsdóttir arkitekt og stílisti. Ljósmynd/Eygló Gísla

Margt var um manninn í versluninni Epal þegar HönnunarMars var opnaður formlega í versluninni. Í versluninni opnaði sýningin Feik eða ekta? en þar er að finna þekkta hönnunarvöru sem vinsælt er að stæla eins og Rolex-úr, Flowerpot lampann og iPhone síma. Erik Rimmer ritstjóri Bo Bedre var á meðal gesta og var hrifinn af drifkraftinum sem einkennir íslenska hönnuði. 

Það var þó ekki bara verð að sýna heimsfræga hönnun og stælingar á henni því íslensk hönnunar var að sjálfsögðu í forgrunni. Þar sýndu Arkitýpa, Aska bio Urns, bybibi og DýpiE. Endurgerð á stól eftir Hjalta Geir var sýnd og Guðmundur Lúðvík, Hlynur Atlason, Kula by Bryndis, RÓ, Salún, Sigurjón Pálsson og Ægir Reykjavík sýndu verk sín. Auk þess var ný baðlína frumsýnd en hún er samstarfsverkefni fjögurra hönnuða. 

Feik eða ekta?

Hugverkastofan, Epal og React sem er alþjóðlegt samstarfsnet fyrirtækja gegn fölsunum standa að sýningunni en markmiðið er að vekja athygli á hugverkarétti. Hönnuðurinn Sigga Heimis er sýningarstjóri sýningarinnar og safnaði saman ekta og feik vörum. Markmiðið er að vekja athygli á því af hverju fólk ætti að velja ekta vörur og forðast að að kaupa eftirlíkingar.

Á sýningunni í Epal leit nýtt hönnunarverkefni dagsins ljós og kallast það BAÐ. Um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða og er áherslan þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við séríslensku baðmenningu. Baðmenning Íslands á sterka og langa sögu og hefðir. Hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir fyrir vörumerkið IHANNA HOME, Margrét Jónsdóttir leirlistakona, Unnur Valdís Kristjánsdóttir fyrir vörumerkið Flothettu og Sóley Elíasdóttir fyrir vörumerkið SÓLEY Organics.

Sigga Heimis, Borghildur Erlingsdóttir og Eiríkur Sigurðsson.
Sigga Heimis, Borghildur Erlingsdóttir og Eiríkur Sigurðsson. Ljósmynd/Eygló Gísla
Hjónin Ragnhildur Eiríksdóttir og Þorgrímur Þráinsson geisluðu eins og sólin.
Hjónin Ragnhildur Eiríksdóttir og Þorgrímur Þráinsson geisluðu eins og sólin. Ljósmynd/Eygló Gísla
Erik Rimmer og Sigga Heimis eru hér á spjalli við …
Erik Rimmer og Sigga Heimis eru hér á spjalli við Kjartan Pál Eyjólfsson. Ljósmynd/Eygló Gísla
Hér má sjá tvo boli og tvenn pör af strigaskóm.
Hér má sjá tvo boli og tvenn pör af strigaskóm. Ljósmynd/Eygló Gísla
Annar lampinn er ekta og hinn er feik.
Annar lampinn er ekta og hinn er feik. Ljósmynd/Eygló Gísla
Á sýningunni eru tveir polo-bolir frá Lacoste, annar er ekta …
Á sýningunni eru tveir polo-bolir frá Lacoste, annar er ekta og hinn er feik. Ljósmynd/Eygló Gísla
Er þetta ekta Rolex-úr eða feik?
Er þetta ekta Rolex-úr eða feik? Ljósmynd/Eygló Gísla
Margrét Jónsdóttir, Viktor Breki Óskarsson og Ingibjörg Herdís Halldórsdóttir.
Margrét Jónsdóttir, Viktor Breki Óskarsson og Ingibjörg Herdís Halldórsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísla
Sigga Heimis iðnhönnuður og Helga Guðrún Vilmundardóttir arkitekt.
Sigga Heimis iðnhönnuður og Helga Guðrún Vilmundardóttir arkitekt. Ljósmynd/Eygló Gísla
Guðbjörg Guðmundsdóttir og Halldór Halldórsson.
Guðbjörg Guðmundsdóttir og Halldór Halldórsson. Ljósmynd/Eygló Gísla
Heiðdís Einarsdóttir og Þórhildur Einarsdóttir.
Heiðdís Einarsdóttir og Þórhildur Einarsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísla
Ellý Ármannsdóttir, Heiðdís Einarsdóttir og Þórhildur Einarsdóttir. Ellý fékk það …
Ellý Ármannsdóttir, Heiðdís Einarsdóttir og Þórhildur Einarsdóttir. Ellý fékk það hlutverk að skreyta duftker á HönnunarMars. Ljósmynd/Eygló Gísla
Mæðgurnar Margrét Jónsdóttir og Móheiður Guðmundsdóttir.
Mæðgurnar Margrét Jónsdóttir og Móheiður Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísla
Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal og Erik Rimmer ritstjóri Bo …
Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal og Erik Rimmer ritstjóri Bo Bedre. Ljósmynd/Eygló Gísla
Ljósmynd/Eygló Gísla
Elín Kristjánsdóttir verslunarstjóri í Hrím, Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi Hrím …
Elín Kristjánsdóttir verslunarstjóri í Hrím, Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi Hrím og Heiðdís Einarsdóttir hönnuður Aska Bio Urns. Ljósmynd/Eygló Gísla
Sóley Elíasdóttir, Halldóra Vífilsdóttir og G. Sigríður Ágústsdóttir.
Sóley Elíasdóttir, Halldóra Vífilsdóttir og G. Sigríður Ágústsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísla
Unnur Sigurðardóttir innanhússarkitekt, Halldóra Vífilsdóttir arkitekt og Sóley Elíasdóttir eignadi …
Unnur Sigurðardóttir innanhússarkitekt, Halldóra Vífilsdóttir arkitekt og Sóley Elíasdóttir eignadi Sóley Organics. Ljósmynd/Eygló Gísla
Hér má sjá nýja Baðlínu sem hönnuð var fyrir Epal. …
Hér má sjá nýja Baðlínu sem hönnuð var fyrir Epal. Þar hittast húðvörur frá Sóley Organics, keramík frá Margréti Jónsdóttur, handklæði frá Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur og sundtaska frá Flot. Ljósmynd/Eygló Gísla
Ljósmynd/Eygló Gísla
Anna Kristín Kristjánsdóttir hjá auglýsngastofunni Hvíta húsinu er alltaf eins …
Anna Kristín Kristjánsdóttir hjá auglýsngastofunni Hvíta húsinu er alltaf eins og klippt út úr tískublaði. Ljósmynd/Eygló Gísla
Baðsaltið í baðlínunni ilmar vel.
Baðsaltið í baðlínunni ilmar vel. Ljósmynd/Eygló Gísla
Sóley Elíasdóttir.
Sóley Elíasdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísla
Hér má sjá verk Dýpi á sýningunni.
Hér má sjá verk Dýpi á sýningunni. Ljósmynd/Eygló Gísla
Hanna Ingibjörg Bjarnadóttir, Viktor Breki Óskarsson, Margrét Jónsdóttir, Sóley Elíasdóttir, …
Hanna Ingibjörg Bjarnadóttir, Viktor Breki Óskarsson, Margrét Jónsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Sigga Heimis og Iðunn Sveinsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísla
Svana Lovísa og Sóley lykta af baðsaltinu.
Svana Lovísa og Sóley lykta af baðsaltinu. Ljósmynd/Eygló Gísla
Ljósmynd/Eygló Gísla
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda