Íslensku hugviti fagnað í Kaupmannahöfn“

Mia Heil, Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar …
Mia Heil, Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Kika Krista Kjærside. Ljósmynd/Hildur María

Það var góð stemn­ing í ís­lenska sendi­ráðinu í Kaup­manna­höfn þegar sýn­ing­arn­ar Pítsa­stund, Hæ/​Hi og Snún­ing­ur opnuðu en þær eru hluti af dönsku hönn­un­ar­hátíðinni 3daysofdesign sem nú stend­ur yfir borg­inni. 

Árni Þór Sig­urðsson sendi­herra Íslands í Kaup­manna­höfn ávarpaði gesti við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar og það gerði líka Halla Helga­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Miðstöðvar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs. 

Í and­dyri sendi­ráðsins er þriðja sýn­ing Hæ/​Hi: Design­ing Friends­hip- hóps­ins sem er sam­vinnu­verk­efni hönnuða og hönn­un­art­eyma frá Íslandi og Seattle. Að þessu sinni taka þau fyr­ir þá hluti og at­hafn­ir sem tengj­ast heim­komu og brott­för, mót­töku og kveðju­stund und­ir yf­ir­skrift­inni Welcome. Sýn­ing­in var fyrst sýnd á Hönn­un­ar­Mars 2024. 

Am­anda Ringstad, Fin, fruitsuper, Gabriel Strom­berg, Hann Eli­as, Studio Hanna Dis Whitehead, Hug­detta, John Hog­an, Jón Helgi Hólm­geirs­son, Seisei Studio, Sidona Bra­dley, Theo­dóra Al­freðsdótt­ir, Þór­unn Árna­dótt­ir, Weird Pickle og Seisei Studio eru öll með verk á sýn­ing­unni. 

Fyr­ir utan sendi­ráðið eru svo Flétta, Birta Rós Brynj­ólfs­dótt­ir og Hrefna Sig­urðardótt­ir og Ýrúrarí, Ýr Jó­hanns­dótt­ir bún­ar að koma upp píts­astað þar sem boðið er upp á verðlaunapítsur úr af­gangsull á sýn­ing­unni Pítsa­stund. 

Verk­efnið, sem var valið verk árs­ins á Hönn­un­ar­verðlaun­um Íslands í fyrra, varp­ar með aðferðum hönn­un­ar ljósi á nýt­ingu af­gangsaf­urða og verðmæti þeirra með skemmti­leg­um hætti. Hönnuðir þæfa ullarpítsur úr af­göng­um frá ís­lensk­um ull­ariðnaði og selja viðskipta­vin­um eins og um venju­leg­ar pítsur væri að ræða. Sviðsmynd verks­ins er byggð í kring­um nálaþæf­ing­ar­vél í hlut­verki pítsu­ofns og leik­gleðin er alls­ráðandi. Röð myndaðist í pítsurn­ar og ljós að Dan­ir eru sólgn­ir í ís­lensk­ar ullarpítsur, líkt og Íslend­ing­ar. 

Einnig er til sýn­is verk­efnið Snún­ing­ur eft­ir Fléttu í sam­starfi við Icelanda­ir þar sem hönnuðirn­ir nýta rík­an heim efniviðar úr ein­kenn­is­fatnaði flug­fé­lags­ins sem hef­ur nú lokið hlut­verki sínu. Þetta er allt frá hnöpp­um og hött­um, píf­um og sylgj­um til klúta og kraga, og taka skap­andi snún­ing á spurn­ing­unni. Get­ur ein­kenn­is­fatnaður orðið að tösku? 

Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir, Eyjólfur Pálsson og María Kjarval ásamt vini.
Ingi­björg Þóra Gunn­ars­dótt­ir, Eyj­ólf­ur Páls­son og María Kjar­val ásamt vini. Ljós­mynd/​Hild­ur María
Amanda Ringstad ásamt vinkonu.
Am­anda Ringstad ásamt vin­konu. Ljós­mynd/​Hild­ur María
Mæðgurnar Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars og Viktoría Þóra Jónsdóttir hákskólanemi …
Mæðgurn­ar Helga Ólafs­dótt­ir stjórn­andi Hönn­un­ar­Mars og Vikt­oría Þóra Jóns­dótt­ir hák­skóla­nemi í Kaup­manna­höfn. Ljós­mynd/​Hild­ur María
Anthony og Emil Ásgríms.
Ant­hony og Emil Ásgríms. Ljós­mynd/​Hild­ur María
Árni Þór Sigurðsson, Stefanía og Kristín.
Árni Þór Sig­urðsson, Stef­an­ía og Krist­ín. Ljós­mynd/​Hild­ur María
Jón Helgi, Sallyann og Jo Rogan.
Jón Helgi, Sallyann og Jo Rog­an. Ljós­mynd/​Hild­ur María
Jón Helgi Hólmgeirsson.
Jón Helgi Hólm­geirs­son. Ljós­mynd/​Hild­ur María
Gamall einkennisbúningur frá Icelandair í formi handtösku.
Gam­all ein­kenn­is­bún­ing­ur frá Icelanda­ir í formi hand­tösku. Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Má bjóða þér ullarpítsu?
Má bjóða þér ullarpítsu? Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Antony.
Ant­ony. Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Halla Helga­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Miðstöðvar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs. Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Rakel og Freydís.
Rakel og Frey­dís. Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
Ljós­mynd/​Hild­ur María
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda