Tryllt í að eignast sjóstakk Jóhönnu Guðrúnar

Bleikur sjóstakkur Jóhönnu Guðrúnar hefur vakið mikla athygli.
Bleikur sjóstakkur Jóhönnu Guðrúnar hefur vakið mikla athygli. Samsett mynd

Það var stuð og stemning í sumarveislu 66°Norður semk haldin var í verslun fyrirtækisins við Laugaveg 17. Tilefnið voru nýir bleikir og brúnir sjóstakkar frá fataframleiðandanum sem fóru í sölu og var mikil spenna í loftinu.

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir vakti athygli þegar hún klæddist bleikum sjóstakki í myndbandi hennar fyrir Þjóðhátíðarlagið 2024, Töfrar, og biðu margir spenntir eftir að eignast slíkan stakk.

„Bleiku sjóstakkarnir seldust upp á tíu mínútum, ég hef ekki séð svona áður á Íslandi,“ segir Bryndís Björk Bergsdóttir hjá markaðsdeild 66°Norður. „Spennan var svo mikil að sjóstökkum var kastað til kúnna sem höfðu beðið lengi, en fyrsta fólk mætti í röð klukkan níu um morguninn,“ bætir hún við. 

Tónlistarmaðurinn Daniil steig á svið í sumarveislunni og DJ Guðný Björk hélt uppi stuðinu. „Það var áþreifanleg spenna í loftinu yfir nýju litunum sem slógu heldur betur í gegn og hlökkum við til að sjá myndir af fólki klæðast sjóstökkum á öllum helstu útihátíðum landsins,“ segir Bryndís Björk að lokum.

Bleiki liturinn virðist vera að hitta beint í mark.
Bleiki liturinn virðist vera að hitta beint í mark. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Tónlistarmaðurinn Daniil steig á svið.
Tónlistarmaðurinn Daniil steig á svið. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Einn af þeim fyrstu að fá bleikan sjóstakk.
Einn af þeim fyrstu að fá bleikan sjóstakk. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
DJ Guðný Björk var í stuði.
DJ Guðný Björk var í stuði. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson mættu með hundinn.
Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson mættu með hundinn. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Bleikar frá toppi til táar.
Bleikar frá toppi til táar. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Bleiki liturinn seldist upp á tíu mínútum.
Bleiki liturinn seldist upp á tíu mínútum. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Sáttar vinkonur.
Sáttar vinkonur. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Brúni liturinn var líka vinsæll.
Brúni liturinn var líka vinsæll. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Sjóstökkunum var kastað.
Sjóstökkunum var kastað. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Það var mikil spenna í loftinu.
Það var mikil spenna í loftinu. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál