Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF var opnuð formlega í gær í Háskólabíó. Fyrir athöfnina sjálfa gafst gestum færi á að spóka sig um í opnu rými bíóhússins, sem nú hefur verið breytt í glæsilegan bar og kaffihús, og skoðað ljósmyndasýningu Lilju Jóns Íslensk veðrátta - Á bakvið tjöldin, en sýningin er haldin í samstarfi við 66° Norður og RIFF.
Myndlistarmaðurinn Sunneva Ása Weisshappel og leikstjórinn Baltasar Kormákur létu sig ekki vanta á RIFF en þau eignuðust dóttur í byrjun ágúst.
Grínistinn Villi Netó var kynnir á athöfninni og hélt uppi rífandi stemningu að sögn viðstaddra. Hann var óskeikull í sínu hlutverki en fór þó örlítið hjá sér þegar Nastjassja Kinski smellti á hann kossi, eftir að hafa tekið við heiðursviðurkenningu fyrir Framúrskarandi listfengi, afhent af Gísla Erni Garðarssyni leikara og leikstjóra fyrir hönd RIFF. Í þakkarræðu sinni talaði Kinski hlýlega til Íslands og lofaði fagra náttúruna og norðurljósin. Hún bætti við að lokum að hún vonaðist eftir að kynnast íslensku kvikmyndagerðarfólki betur á hátíðinni til þess að geta unnið með því í framtíðarverkefnum.
Hildur Hafstein, Tindur Sigurðsson, Birnir Sigurðsson og Vaka Njálsdóttir.
Ljósmynd/Salem Anowe Chukwuezi
Hrönn Marinósdóttir og Nastassja Kinski.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Opnunarmyndir hátíðarinnar voru tvær að þessu sinni, tónlistarmyndin 1000 orð eftir Erlend Sveinsson, sem byggir á nýjustu plötu Birnis og Bríetar og skartaði þeim einnig í aðalhlutverkum, og Elskuleg (Elskling), dramatísk hjónabandssaga eftir norsk-íslenska leikstjórannLilju Ingólfsdóttur.
Eins og sjá má voru nánast allir og amma þeirra í Háskólabíói í gærkvöldi.
Una Schram.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Sigurður Unnar Birgisson.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Guðjón og Magnea Marinósdóttir.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Embla Bachmann mætti með vini sínum.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Bríet, Ynja og Blær í góðum félagsskap.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Gísli Örn Garðarsson og Ingvar E. Sigurðsson.
Ljósmynd/Salem Anowe Chukwuezi
Hákon Hildibrand og Lilja Jónsdóttir.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Gagga Jóns, Magnea Guðmundsdóttir og Dóri DNA.
Ljósmynd/Salem Anowe Chukwuezi
Heiða Dagsdóttir, Líneik þula og Anna Þrastardóttir.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Lára Jónsdóttir og Svandís Dóra.
Ljósmynd/Martin Tomiga
María Hrund og Hrönn Marinósdætur.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Ísak Hinriksson.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Sigríður Ásta Einarsdóttir, Jón Sæmundur Auðarson, Lilja Ingólfsdóttir og Øystein Mamen.
Ljósmynd/Salem Anowe Chukwuezi
Sigríður Pétursdóttir.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Hera Hilmarsdóttir og Valdís Þorkelsdóttir.
Ljósmynd/Salem Anowe Chukwuezi
Kári Einarsson og Killian Briansson.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Júlía Margrét Einarsdóttir og Signý Leifsdóttir.
Ljósmynd/Salem Anowe Chukwuezi
Magnea Guðmundsdóttir og Dóri DNA.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Sabina Weterholm.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Matta Matthíasdóttir og Ágúst Bent.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Birnir og Vaka Njálsdóttir.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Arna Gerður Bang, Ásdís Spanó, Sirrý Hallgrímsdóttir og Magnea Marinósdóttir.
Ljósmynd/Martin Tomiga
Tómas Lemarquis.
Ljósmynd/Martin Tomiga