200 manna bransateiti á Parliament-hótelinu

Það var vel mætt í bransateiti í tengslum við kvikmyndahátíðina RIFF sem haldið var á Telebar á Parliament-hótelinu við Austurvöll. 

Skúli Gunnlaugsson, læknir og listaverkasafnari, bauð gestum upp á myndlistarleiðsögn, en á veggjum Parliament-hótelsins hanga verk úr hans eigu. Þetta eru samtímaperlur frá listamönnum á borð við Ragnar Kjartansson, Bjarka Bragason, Rósku, Huldu Hákon, Ásgerði Búadóttur og Auði Ómarsdóttur svo einhver nöfn séu nefnt. 

Djassbandið lék kvikmyndatónlist í teitinu en á meðal gesta voru Cédric Hervet, heiðursgestur RIFF og listrænn stjórnandi Daft Punk, dagskrárstjóri RIFF, Fréderic Boyer, og bransalið eins og framleiðandinn Hrönn Kristinsdóttir, leikkonan Tinna Hrafnsdóttir, leikstjórinn Erlendur Sveinsson, kvikmyndagerðarkonan Vera Wonder Sölvadóttir, leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikstjórinn Pacal Payant og Hilmar Oddson frá Sagafilm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál