Það var fjölmennt og góðmennt í menningarhúsinu Hörpu í gærdag þegar Framúrskarandi fyrirtækjum var fagnað við hátíðlega athöfn.
1.131 fyrirtæki er á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki í ár.
Creditinfo hefur í fimmtán ár veitt Framúrskarandi fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi vottun fyrir góðan og traustan rekstur og þannig verðlaunað þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.
Eftir að búið var að veita viðurkenningar var boðið upp á skemmtilega og óhefðbundna dagskrá í Flóa á jarðhæð Hörpu.
Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
- Ársreikningi skal skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag. Tekið verður tillit til allra opinberra framlenginga RSK á skilafresti
- Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
- Rekstrartekjur að lágmarki 60 milljónir króna reikningsárið 2023, 55 milljónir króna reikningsárið 2022 og 50 milljónir króna reikningsárið 2021
- Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 2 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
- Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Rekstrarhagnaður (EBIT) > 0 reikningsárin 2021-2023
- Jákvæð ársniðurstaða reikningsárin 2021-2023
- Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% reikningsárin 2021-2023
- Eignir að minnsta kosti 120 milljónir króna reikningsárið 2023, 110 milljónir króna reikningsárið 2022 og 100 milljónir króna reikningsárið 2021
Kári Þráinsson og Ingunn Ágústsdóttir.
mbl.is/Hákon
Sigurður Straumfjörð Pálsson, Guðbjörn Jón Pálsson og Guðmundur Pálsson.
mbl.is/Hákon
Guðjón Sigfússon, Þóra Guðrún Samúelsdóttir og Stefán Jónsson.
mbl.is/Hákon
Elísa Ósk Gísladóttir og Þorsteinn Þorsteinsson.
mbl.is/Hákon
Þórir Sigurgeirsson og Gústaf Ólafsson.
mbl.is/Hákon
Garðar Óli Ágústsson og Jensína Kristín Böðvarsdóttir.
mbl.is/Hákon
Kári Finnsson og Þórólfur Nielsen.
mbl.is/Hákon
Guðný Sif Gunnarsdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Anna Bára Teitsdóttir.
mbl.is/Hákon
Áslaug Þorgeirsdóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson.
mbl.is/Hákon
Pétur Geir Steinsson, Guðjón Einar Guðrúnarson og Bjartur Dagur Gunnarsson.
mbl.is/Hákon
Stella Nielsen Belladonna, Margrét Kristmannsdóttir og María Maríudóttir.
mbl.is/Hákon
Arnbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Hermann Sigurðsson, Helga Fjóla Sæmundsdóttir og Gunnar Þór Ólafsson.
mbl.is/Hákon
Gunnar Róbertsson og Reynir Smári Atlason.
mbl.is/Hákon