Vinstri grænir voru með kosningavöku í Iðnó við Tjörnina í gærkvöldi.
Þrátt fyrir að flokkurinn hafi nánast þurrkast út var ekki hægt að segja að það hafi ekki verið fjör á mannskapnum.
Mikið var sungið á kosningavökunni og söng Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna ásamt dóttur sinni, Unu Torfadóttur, sem er íslensk tónlistarkona á uppleið.