Arna Danks og Magdalena sætar saman

Arna Magnea Danksog Magdalena Lukasiak spjölluðu saman við áhorfendur eftir …
Arna Magnea Danksog Magdalena Lukasiak spjölluðu saman við áhorfendur eftir myndina. Ljósmynd/Patrik Ontkovic

Á fimmtudagskvöldið í síðustu viku var pólska kvikmyndin Woman Of... frumsýnd í Bíó Paradís. Arna Magnea Danks, leikkona og talskona trans réttinda og Magdalena Lukasiak, blaðakona og aðgerðarsinni fyrir réttindum hinsegin fólks, voru glæsilegar saman á sviðinu þegar þær spjölluðu við áhorfendur eftir myndina.

Eins og kunnugt er skráðu þær sig í samband á Facebook ekki alls fyrir löngu. Ástin kviknaði á milli Örnu og Magdalenu í september þegar sú síðarnefnda tók viðtal við Örnu, sem er trans kona og lék aðalhlutverkið í Ljósvíkingum, fyrir fréttaveituna Gay Iceland.

Magdalena flutti til Íslands árið 2015 eftir kosningu hægrisinnaðs forseta í heimalandi hennar Póllandi. Þau tímamót gerðu henni ljóst að hinsegin einstaklingar, eins og hún sjálf, myndu eiga enn erfiðara uppdráttar í samfélaginu. 

Kvikmyndin Woman Of... segir frá lífi Anielu og leið hennar í átt að frelsi sem trans kona í Póllandi. Kvikmyndin er sögð þýðingarmikil fyrir hinsegin fólk og trans manneskjur enda miklir fordómar þar í landi gagnvart þeim sem koma út úr skápnum. Þetta er fyrsta kvikmyndin um trans konu sem framleidd er í Póllandi.

Að sögn Magdalenu verða börn í Póllandi, sem koma út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum, ennþá fyrir ofbeldi. „Sum eru rekin að heiman og í verstu tilfellum verða þau fyrir alvarlegum skaða. Það hefur komið fyrir að börnum hafi verið hent út um glugga af eigin foreldrum eftir að hafa komið út úr skápnum," segir hún. 

Gestir voru glaðir í bragði á frumsýningu Woman Of....
Gestir voru glaðir í bragði á frumsýningu Woman Of.... Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Þarna sést í Katrínu Björgvinsdóttur, leikstjóra.
Þarna sést í Katrínu Björgvinsdóttur, leikstjóra. Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Katrínu Björgvinsdóttir leikstjóri.
Katrínu Björgvinsdóttir leikstjóri. Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Gestir mæta í frumsýninguna.
Gestir mæta í frumsýninguna. Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Þétt setinn salur í Bíó Paradís á frumsýningu Woman Of....
Þétt setinn salur í Bíó Paradís á frumsýningu Woman Of.... Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Magdalena Lukasiak blaðakona svarar fyrirspurnum áhorfenda.
Magdalena Lukasiak blaðakona svarar fyrirspurnum áhorfenda. Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Gestir á frumsýningunni.
Gestir á frumsýningunni. Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Auður Jónsdóttir rithöfundur var mætt á frumsýninguna.
Auður Jónsdóttir rithöfundur var mætt á frumsýninguna. Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Brónagh Rán Katrínardóttir.
Brónagh Rán Katrínardóttir. Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Hinrik Aron Hilmarsson býður gesti velkomna.
Hinrik Aron Hilmarsson býður gesti velkomna. Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Það var mikið rætt að lokinni myndinni enda efni hennar …
Það var mikið rætt að lokinni myndinni enda efni hennar áhugavert. Ljósmynd/Patrik Ontkovic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda