Það var tekinn snúningur í átt að rólegheitum og núvitund þegar íslenska sundfata- og vellíðunarmerkið Swimslow, stofnað af Ernu Bergmann, bauð í hleðslu á aðventunni á Parliament Spa.
Þegar allt iðar í jólaundirbúningi voru heppnar konur sem fengu að njóta sín í heilsulindinni en boðskapur Swimslow er einmitt að konur gefi sér tíma í að slaka á og hlaða sjálfar sig.
Mættu þar Eva Katrín Baldursdóttir og Steinunn Hrólfsdóttir, eigendur Andrár, Karin Kristjana Hindborg, eigandi Nola, Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listvals, Íris Laxdal, eigandi Angan Skincare, Gríma Thorarensen eigandi Hvammsvíkur, Ellen Loftsdóttir, stílisti og Harpa Káradóttir, eigandi Make-up Studio.
Upplifun þessara flottu kvenna hófst með öndunaræfingum og mjúku jóga undir stjórn Ernu Bergmann. Eftir það nutu þær sín í sánu með ilmkjarnaolíum og þurrburstun. Dagurinn endaði á nuddi og kampavínsdögurði á „Hjá Jóni“, veitingastað hótelsins.
Erna Bergmann leidd slökun og jóga.
Ljósmynd/Sunna Ben
Boðskapur Swimslow er að konur gefi sér tíma í að slaka á og hlaða sjálfar sig.
Ljósmynd/Sunna Ben
Hryggvinda sem toppar daginn.
Ljósmynd/Sunna Ben
Stigið út úr sánunni.
Ljósmynd/Sunna Ben
Slakað á í góðum hópi.
Ljósmynd/Sunna Ben
Jógaæfingar eru kjarninn inn í daginn.
Ljósmynd/Sunna Ben
Erna Bergmann stofnandi og eigandi Swimslow.
Ljósmynd/Sunna Ben
Í Parliament Spa er boðið upp á heitan pott, gufubað, eimbað og kalt mistur, ásamt nudd- og andlitsmeðferðum.
Ljósmynd/Sunna Ben
Erna Bergmann leiddi saman nokkrar af flottustu „bisness“-konum landsins og fékk þær til að gleyma stund og stað í dekri á Parliament Spa.
Ljósmynd/Sunna Ben
Blóðflæðið örvað með léttu skrúbbi.
Ljósmynd/Sunna Ben
Leyndarmálin gerast í sánunni.
Ljósmynd/Sunna Ben
Swimslow er sundfata- og vellíðunarmerki.
Ljósmynd/Sunna Ben
Stund milli stríða og gott að slaka á í lauginni.
Ljósmynd/Sunna Ben