Ástin var í loftinu á skemmtistaðnum HAX við Hverfisgötu á laugardagskvöldið þegar notendur íslenska stefnumótaforritsins Smitten gerðu sér glatt kvöld.
Mikil stemning var í mannskapnum og nýttu margir tækifærið og hvísluðu jólaóskir sínar í eyra bleika Smitten-jólasveinsins sem þrammaði til byggða til að gleðja viðstadda.
Á staðnum mátti einnig sjá svokallaðan Smitten-mistiltein og voru nokkrir heppnir sem nældu sér í jólakoss undir mistilteininum.
Mistilteininn má einnig finna í Smitten-appinu yfir hátíðarnar og geta notendur opnað hann einu sinni á dag og kannski fundið jólaástina. Notendur velja annaðhvort að kyssa eða missa þann sem birtist á skjánum. Er þetta hluti af nýjungum Smitten, árstíðarbundnar uppákomur, þar sem appið breytist í takt við árstíðirnar.