Allt á útopnu á Herrakvöldi í Árbænum

Veislustjórinn Gísli Einarsson og borgarstjórinn fyrrverandi Dagur B. Eggertsson skemmtu …
Veislustjórinn Gísli Einarsson og borgarstjórinn fyrrverandi Dagur B. Eggertsson skemmtu sér vel. Ljósmynd/Helgi Þór Gunnarsson

Hið árlega Herrakvöld Fylkis var haldið hátíðlegt föstudaginn 17. janúar en alls mættu um 550 herramenn og gerðu sér glaðan dag í íþróttahúsi Fylkis við Fylkisveg í Árbænum.

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, sem hafa deilt borgarstjórnarembættinu á kjörtímabilinu, voru báðir mættir í Árbæinn á föstudaginn. Einar tók við embætti borgarstjóra af Degi í janúar á síðasta ári en Dagur er uppalinn Árbæingur.

Þorramatur var á boðstólnum sem og grillað lambalæri. Veislustjóri kvöldsins var Gísli Einarsson, þá fór Árbæingurinn Björn Bragi Arnarsson með gamanmál og söngvarinn Gunnar Ólafsson hélt svo uppi stemningunni.

Þá var hið árlega málverkauppboð á sínum stað og fóru nokkrir herramenn heim með fallega list á veggina sína þó einhverjir hafi óvart keypt vitlaust málverk í öllum hamaganginum.

Borgarstjórinn Einar Þorsteinsson vandvirkur við veisluborðið.
Borgarstjórinn Einar Þorsteinsson vandvirkur við veisluborðið. Ljósmynd/Helgi Þór Gunnarsson
Guðmundur Óli Sigurðsson ásamt leikmönnum meistaraflokks Fylkis.
Guðmundur Óli Sigurðsson ásamt leikmönnum meistaraflokks Fylkis. Ljósmynd/Helgi Þór Gunnarsson
Dýrindis þorramatur á boðstólnum.
Dýrindis þorramatur á boðstólnum. Ljósmynd/Helgi Þór Gunnarsson
Ragnar Jónsson og Magni Jónsson.
Ragnar Jónsson og Magni Jónsson. Ljósmynd/Helgi Þór Gunnarsson
Steinn Halldórsson, Einar Bárðarson, Eyþór Arnalds og Sigurður G. Guðjónsson …
Steinn Halldórsson, Einar Bárðarson, Eyþór Arnalds og Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur. Ljósmynd/Helgi Þór Gunnarsson
Gísli Einarsson stýrir málverkauppboðinu.
Gísli Einarsson stýrir málverkauppboðinu. Ljósmynd/Helgi Þór Gunnarsson
Valur Ragnarsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Fylkis, og Theódór Óskarsson, fyrsti …
Valur Ragnarsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Fylkis, og Theódór Óskarsson, fyrsti formaður Fylkis. Ljósmynd/Helgi Þór Gunnarsson
Björn Gíslason, Theódór Óskarsson og Steinn Halldórsson.
Björn Gíslason, Theódór Óskarsson og Steinn Halldórsson. Ljósmynd/Helgi Þór Gunnarsson
Einar Þorsteinsson ræðir við Kristján Má Unnarsson.
Einar Þorsteinsson ræðir við Kristján Má Unnarsson. Ljósmynd/Helgi Þór Gunnarsson
Skúli Þór Sveinsson, Einar Bárðarson og Hörður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fylkis.
Skúli Þór Sveinsson, Einar Bárðarson og Hörður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fylkis. Ljósmynd/Helgi Þór Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda