Noémie Merlant í teiti í Reykjavík

Vera Sölvadóttir, Noémie Merlant og Guillaume Bazard.
Vera Sölvadóttir, Noémie Merlant og Guillaume Bazard. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Franska kvik­mynda­stjarn­an Noémie Merlant dvaldi í Reykja­vík í til­efni frönsku kvik­mynda­hátíðar­inn­ar, sem fram fór í Bíó Para­dís.

Merlant kom til lands­ins til að vera viðstödd frum­sýn­ingu mynd­ar sinn­ar The Balco­nettes (Les fem­mes au balcon), sem hún bæði leik­stýr­ir og fer með eitt aðal­hlut­verk­anna í. Sýn­ing­in var vel sótt og hús­fyll­ir á viðburðinum. 

Eft­ir sýn­ing­una lá leiðin á Tölt á Reykja­vík Ed­iti­on þar sem skálað var fyr­ir mynd­inni. Aðstand­end­ur hátíðar­inn­ar, Bíó Para­dís, franska sendi­ráðið á Íslandi og Alli­ance Française í Reykja­vík voru á svæðinu og var gest­um boðið upp á ljúf­fenga gin-kokteila frá ís­lenska brugg­hús­inu Og Natura.

Ívar Pét­ur úr FM Belfast sá um að þeyta skíf­um.

The Balco­nettes er önn­ur kvik­mynd Merlant í leik­stjóra­stóln­um og fékk hún lof­sam­lega dóma en gagn­rýn­andi Morg­un­blaðsins gaf henni fjór­ar stjörn­ur af fimm mögu­leg­um. Þó að frönsku kvik­mynda­hátíðinni sé nú lokið, verður The Balco­nettes áfram á dag­skrá í Bíó Para­dís, ásamt frönsku kvik­mynd­un­um A Little Somet­hing Extra og Greif­inn af Monte Cristo.

Noémie Merlant, þekkt fyr­ir hlut­verk sín í Portrait of a Lady on Fire, Hea­ven Will Wait, Emm­anu­elle og TÁR, var heilluð af Íslandi. Hún ferðaðist með unn­usta sín­um, leik­ar­an­um Em­anu­ele Car­fora m.a. um Suður­land, þar sem þau skoðuðu Gull­foss og Geysi í til­b­urðar mikl­um vetr­ar­ham.

Rósa Ásmundsdóttir leikkona, Annalísa Hermannsdóttir, leikstjóri og tónlistarkona, Anna Róshildur …
Rósa Ásmunds­dótt­ir leik­kona, Annalísa Her­manns­dótt­ir, leik­stjóri og tón­list­ar­kona, Anna Rós­hild­ur Bene­dikts­dótt­ir, leik­stjóri og tón­list­ar­kona, og Þor­geir Krist­inn Blön­dal, graf­ísk­ur hönnuður. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
Kristín Jóhannsdóttir, Vera Sölvadóttir, Noémie Merlant, Guillaume Bazard og Emanuele …
Krist­ín Jó­hanns­dótt­ir, Vera Sölva­dótt­ir, Noémie Merlant, Guillaume Baz­ard og Em­anu­ele Car­fore. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sigríður Ásta Eyþórsdóttir, Karl Blöndal, Stefanía Þorgeirsdóttir …
Arn­dís Hrönn Eg­ils­dótt­ir, Sig­ríður Ásta Eyþórs­dótt­ir, Karl Blön­dal, Stef­an­ía Þor­geirs­dótt­ir og Grace Achieng. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
Ragnheiður Axel, Noémie Merlant og Liljar Már Þorbjörnsson.
Ragn­heiður Axel, Noémie Merlant og Lilj­ar Már Þor­björns­son. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
Ívar Pétur spilaði tónlist í teitinu.
Ívar Pét­ur spilaði tónlist í teit­inu. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
Kristín Jóhannesdóttir og Vera Sölvadóttir.
Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir og Vera Sölva­dótt­ir. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
Alexandre Labruffe og Kim Minkyung.
Al­ex­andre Labruf­fe og Kim Min­kyung. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
Grace Achieng hönnuður.
Grace Achieng hönnuður. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
Lóa Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson.
Lóa Hjálm­týs­dótt­ir og Hug­leik­ur Dags­son. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
FM Belfast í stuði.
FM Belfast í stuði. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
Noémie Merlant svaraði spurningum Veru Sölvadóttur eftir sýningu á mynd …
Noémie Merlant svaraði spurn­ing­um Veru Sölva­dótt­ur eft­ir sýn­ingu á mynd henn­ar Kon­urn­ar á svöl­un­um á frönsku kvik­mynda­hátíðinni. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda