Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hélt árlega þorrablótið um 1. febrúar síðastliðinn við mikinn fögnuð. Þorrablótið er árviss og einn af mest sóttu viðburðum félagsins. Í ár var engin undantekning á. Alls mættu um 220 manns á þorrablótið en miðarnir seldust upp á skömmum tíma. Því komust færri að en vildu.
Hátíðin fór fram í menningarhúsinu Norðurbryggju. Í boði voru ýmsar kræsingar, allt frá hinum hefðbundna þorramat sem er sannarlega ómissandi yfir í lambalæri, piparsósu og að sjálfsögðu íslensku nammi og brennivíni.
Veislustjórinn Jarl Sigurgeirsson hélt uppi frábæru stuði undir borðhaldi með fjöldasöng og ferskeytlukeppni sem vakti mikla kátínu meðal gesta. Einnig var happadrætti með glæsilegum vinningum frá Icelandair, Icefood, Sif Jakobs og Collab Danmörku. Þegar líða tók á kvöldið steig hljómsveitin Brimnes frá Vestmannaeyjum á svið og hélt uppi trylltu dansiballi langt fram eftir nóttu.