Komust færri að en vildu á dansiballið

Sigrún Ívarsdóttir, Sólrún Tinna Eggertsdóttir, Helga Björk Magnúsdóttir, Guðrún Ágústa, …
Sigrún Ívarsdóttir, Sólrún Tinna Eggertsdóttir, Helga Björk Magnúsdóttir, Guðrún Ágústa, Anna Kristín Magnúsdóttir, Rakel Magnúsdóttir, Helena Björk Þorsteinsdóttir og Þórir Ólafsson.

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hélt árlega þorrablótið um 1. febrúar síðastliðinn við mikinn fögnuð. Þorrablótið er árviss og einn af mest sóttu viðburðum félagsins. Í ár var engin undantekning á. Alls mættu um 220 manns á þorrablótið en miðarnir seldust upp á skömmum tíma. Því komust færri að en vildu.

Hátíðin fór fram í menningarhúsinu Norðurbryggju. Í boði voru ýmsar kræsingar, allt frá hinum hefðbundna þorramat sem er sannarlega ómissandi yfir í lambalæri, piparsósu og að sjálfsögðu íslensku nammi og brennivíni.

Veislustjórinn Jarl Sigurgeirsson hélt uppi frábæru stuði undir borðhaldi með fjöldasöng og ferskeytlukeppni sem vakti mikla kátínu meðal gesta. Einnig var happadrætti með glæsilegum vinningum frá Icelandair, Icefood, Sif Jakobs og Collab Danmörku. Þegar líða tók á kvöldið steig hljómsveitin Brimnes frá Vestmannaeyjum á svið og hélt uppi trylltu dansiballi langt fram eftir nóttu.

Hjalti Heiðar Jónsson, Emma Magnúsdóttir, Sonja Gísladóttir, Guðni Friðrik Gunnarsson, …
Hjalti Heiðar Jónsson, Emma Magnúsdóttir, Sonja Gísladóttir, Guðni Friðrik Gunnarsson, Anna Svandís Gísladóttir, Oddný Freyja Jökulsdóttir, Rakel Rut Sigurðardóttir, Jóhanna Njálsdóttir, Ólöf Sveinsdóttir. Katla Gunnarsdóttir, Haraldur Páll Gunnlaugsson, Erla Sævarsdóttir og Eydís Jónsdóttir.
Oddur, Áslaug, Valgerður og Sigurður.
Oddur, Áslaug, Valgerður og Sigurður.
220 sóttu Þorrablótið.
220 sóttu Þorrablótið.
Katla Gunnarsdóttir, ritari ÍFK og Smörrebrauðsjómfrú.
Katla Gunnarsdóttir, ritari ÍFK og Smörrebrauðsjómfrú.
Veislustjórinn var Jarl Sigurgeirsson og hélt uppi miklu fjöri.
Veislustjórinn var Jarl Sigurgeirsson og hélt uppi miklu fjöri.
Það var dansað fram á nótt!
Það var dansað fram á nótt!
Það voru miklar kræsingar á borðum.
Það voru miklar kræsingar á borðum.
Anna Svandís, Fríða Hjaltested, Brynjar Steinback, Helga Björk og Tómas …
Anna Svandís, Fríða Hjaltested, Brynjar Steinback, Helga Björk og Tómas Vignir.
Unnþór Sveinbjörnsson og Berglind Arna.
Unnþór Sveinbjörnsson og Berglind Arna.
Birgir Ólafsson, Jónína Ásbjörnsdóttir, Margrét Vilhelmsdóttir, Guðrún Snorradóttir, Guðmundur V.S. …
Birgir Ólafsson, Jónína Ásbjörnsdóttir, Margrét Vilhelmsdóttir, Guðrún Snorradóttir, Guðmundur V.S. Engilbertsson, Jan Ruby Olsen, Gyða Lóa Ólafsdóttir, Jørgen Frøik, Anne Gísladóttir og Reynir Kristbjörnsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda