Ný og spennandi sýning hefur opnað í Hönnunarsafni Íslands, þar sem hin fræga Barbie-dúkkan klæðist alls kyns flottum flíkum. Barbie hefur gert sig heimakomna í öllum rýmum sýningarinnar, þar sem fjölbreyttir íslenskir fatahönnuðir sýna sérhannaðan fatnað út frá Barbie-dúkkunum.
„Barbie fer á Hönnunarsafnið“ opnaði 7. febrúar 2025 og fyllti safnið af lífi, list og sköpun. Sýningin speglar tískustrauma í gegnum tímann og vekur upp minningar hjá mörgum um að hafa klætt og hannað eigin Barbie-dúkkur í æsku.
Hönnunarsafn Íslands gefur einstakt tækifæri til að sjá hvernig íslenskir fatahönnuðir túlka Barbie í dag, með sérsaumuðum fatnaði, og minnir okkur á að við erum aldrei of gömul til að leika okkur.
Þeir hönnuðir sem tóku þátt voru: Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir fyrir Kormák og Skjöld, Hildur Yeoman, Sigmundur Páll Freysteinsson, Steinunn Sigurðardóttir, Arndís Sigurbjörnsdóttir, Sunna Örlygsdóttir og Thelma Björk Jónsdóttir.
Linda Udengard með barnabarni.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Barbie í fötum eftir Sunnu Örlygsdóttur.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Hlynur Guðmundsson og SIgga Soffía Níelsdóttir.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Barbie í fötum eftir Steinunni Sigurðardóttur.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Sigmundur Páll Freysteinsson.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Hrefna Margrét, Þórunn Erna Clausen, Haraldur Ari Karlsson, Kjartan Kjartansson, Margrét Einarsdóttir og Brynja Skjaldardóttir.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Sigga Soffía leiðir dans í smiðjunni.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Hera Guðmundsdóttir sýningarstjóri ásamt fjölskyldu.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Linda Hilmarsdóttir, Ísafold Kristín Halldórsdóttir, Una Margrét Lyngdal Reynisdóttir, Nadja Oliversdóttir, Nína Magnea Lyngdal Reynisdóttir.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Hildur Yeoman og Draumey.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Marg um manninn.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Diljá Þórhallsdóttir, Hugrún Hólmgeirsdóttir, Ingunn Gylfadóttir, Elfa Lilja Gísladóttir, Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, Kristrún Heiða Hauksdóttir,Páll Valsson, Hulda Steingrímsdóttir, Nanna Hlíf Ingvadóttir, Kristín Andrea Þórðardóttir.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Minibar.
Ljósmynd/Studíó Fræ
Steinunn Sigurðardóttir og Thelma Björk.
Ljósmynd/Studíó Fræ