Ráðgjafa- og ráðningafyrirtækið Intellecta flutti á dögunum í nýtt og glæsilegt húsnæði við Höfðabakka 9a. Af því tilefni bauð fyrirtækið viðskipavinum og velunnurum í glæsilegt teiti.
Þangað mættu margir helstu framámenn í íslensku viðskiptalífi og var mikið skrafað í huggulegu andrúmsloftinu.
„Það er ótrúlegur munur að við skulum vera komin í húsnæði sem er beinlínis sniðið fyrir starfsemi okkar. Við hönnun þess skipti það okkur miklu máli að starfsfólki liði bæði vel og fyndi sér alltaf hentugar vinnustöðvar. Sérlega ánægjulegt er að viðskiptavinir okkar upplifi einnig hlýlegt og notalegt umhverfi,“ segir Einar Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Intellecta.
Hugað að þörfum starfsmanna
Samhliða flutningunum getur Einar þess að fyrirtækið sé búið að vera starfrækt í 25 ár, sem er frábær áfangi.
„Frá því að Intellecta var stofnað árið 2000 hafa ráðgjafar okkar unnið með stjórnendum fyrirtækja með það markmið að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun.“
Einblínt var á þarfir starfsmanna við hönnun húsnæðisins og skrifstofurýma. Þá var einnig hugað að næðisrýmum. Hönnunin er öll hin glæsilegasta og starfsemi og þarfir viðskiptavina hafðar að leiðarljósi, með huggulegum viðtals- og fundarherbergjum.
Hér að neðan má sjá myndir af gestum teitisins.
Thelma Guðmundsdóttir, eigandi hjá Arkís, og Sigríður Svava Sandholt, ráðgjafi hjá Intellecta.
Ljósmynd/Silla Páls
Líney Sveinsdóttir skrifstofustjóri Rarik, Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri viðskiptatækni og skilvirkni hjá Rarik, og Elísabet Ýr Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Rarik.
Ljósmynd/Silla Páls
Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands, og Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.
Ljósmynd/Silla Páls
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri ThorIce, Lea Kristín Guðmundsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta, og Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Marine Stewardship Council.
Ljósmynd/Silla Páls
Guðbjartur Magnússon, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags, og Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi.
Ljósmynd/Silla Páls
Birna Dís Bergsdóttir og Sóllilja Rut Kristbjörnsdóttir, ráðgjafar hjá Intellecta, ásamt Kristjönu Millu Snorradóttur, framkvæmdastjóra Mannauðssviðs Travel Connect.
Ljósmynd/Silla Páls
Torfi Markússon, ráðgjafi hjá Intellecta, Louise Harrison og Bergsteinn Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Set.
Ljósmynd/Silla Páls
Einar Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Intellecta.
Ljósmynd/Silla Páls
Andri Heiðar Kristinsson hjá Frumtak og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnarmaður hjá Bláa Lóninu.
Ljósmynd/Silla Páls
Í boði voru léttar veigar.
Ljósmynd/Silla Páls
Fjöldi stjórnenda úr viðskiptalífinu var á svæðinu.
Ljósmynd/Silla Páls
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, Ólafur Aðalsteinsson og Baldur Jónsson, ráðgjafi hjá Intellecta.
Ljósmynd/Silla Páls
Guðlaug Sigurðardóttir, Thelma Kristín Kvaran, ráðgjafi hjá Intellecta, og Ásta Guðjónsdóttir, yfirlögfræðingur NOVA.
Ljósmynd/Silla Páls
Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers, Aðalsteinn Ingvarsson, fjármálastjóri Lyfjavers, og Drífa Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta.
Ljósmynd/Silla Páls
Andri Heiðar Kristinsson, Guðmundur Arnar Þórðarson, ráðgjafi hjá Intellecta, og Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.
Ljósmynd/Silla Páls
Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri Lífsverks, Stefán Pétursson, fjármálastjóri EpiEndo, og Kristján Einarsson, ráðgjafi hjá Intellecta.
Ljósmynd/Silla Páls
Kristinn Helgason, þjónustustjóri Umbra og Kjartan Kjartansson, fjármálastjóri HSS.
Ljósmynd/Silla Páls
Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, skrifstofustjóri Travel Connect, Þuríður Pétursdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta, og Kristjana Milla Snorradóttir.
Ljósmynd/Silla Páls
Auðunn F. Kristinsson, Sigríður Þ. Stefánsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Stefán Pétursson og Guðlaug Sigurðardóttir.
Ljósmynd/Silla Páls
Léttar veitingar í boði fyrir gesti.
Ljósmynd/Silla Páls
Mynd úr fundarherbergi.
Ljósmynd/Intellecta
Aðstaðan í nýju skrifstofuhúsnæði Intellecta er afar hugguleg.
Ljósmynd/Intellecta