Aníta, Eva Björk, Berglind og Eliza skemmtu sér

Aníta Briem, Eva Björg Ægisdóttir sem fékk verðlaun fyrir bestu …
Aníta Briem, Eva Björg Ægisdóttir sem fékk verðlaun fyrir bestu glæpa- og spennusöguna, Berglind Alda Ástþórsdóttir og Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú sem veitti verðlaunin. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir

Hægt er að segja að kon­ur á ritvell­in­um hafi verið í fremstu línu á skemmti­legu verðlauna­kvöldi Íslensku hljóðbóka­verðalaun­anna, Stor­ytel Aw­ards, síðastliðið fimmtu­dags­kvöld. 

Viðburður­inn fór fram á Parlia­ment og þar var margt um mann­inn og mik­il spenna fyr­ir verðlauna­af­hend­ing­unni. Líkt og mbl.is greindi áður frá komu kon­ur, sáu og sigruðu á hljóðbóka­verðlaun­un­um.

Verðlaun voru veitt í alls fimm flokk­um og meðal þeirra sem hlutu verðlaun var knatt­spyrnu­kon­an Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir í flokki barna- og ung­menna­bók­mennta fyr­ir Svein­dís Jane - saga af stelpu í fót­bolta, í lestri Álfrún­ar Helgu Örn­ólfs­dótt­ur. Bók­in er sú fyrsta frá Svein­dísi og von­andi ekki síðasta. Svein­dís sjálf var fjarri góðu gamni enda nóg að gera í bolt­an­um, en hún spil­ar um þess­ar mund­ir fyr­ir Wolfs­burg í efstu deild þýska fót­bolt­ans.

Í öðrum flokk­um báru sig­ur úr být­um: Nanna Rögn­valds­dótt­ir fyr­ir Valsk­an, í flokki bestu skáld­sagna, Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir fyr­ir Dæt­ur regn­bog­ans, í flokkn­um besta ljúf­lestr­ar­bók­in, Sig­ríður Dúa Goldswort­hy fyr­ir Morðin í Dillons­húsi, í flokkn­um óskáldað efni og Eva Björg Ægis­dótt­ir hlaut verðlaun fyr­ir bestu glæpa- og spennu­sög­una fyr­ir bók­ina Heim fyr­ir myrk­ur.

Þá hlaut Lestr­ar­klef­inn sér­stök heiður­sverðlaun.

Eunice Quason, móðir Sveindísar Jane Jónsdóttur knattspyrnukonu, tók á móti …
Eunice Qua­son, móðir Svein­dís­ar Jane Jóns­dótt­ur knatt­spyrnu­konu, tók á móti verðlaun­un­um fyr­ir bestu barna- og ung­linga­bók­ina fyr­ir henn­ar hönd. Sam­sett mynd/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir/​Eygló Gísla­dótt­ir
Thea Snæfríður Kristjánsdóttir.
Thea Snæfríður Kristjáns­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Þóra Karítas Árnadóttir og Ragnar Jónasson.
Þóra Karítas Árna­dótt­ir og Ragn­ar Jónas­son. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Vinkonurnar Kristbjörg Kjeld og Elva Ósk Ólafsdóttir.
Vin­kon­urn­ar Krist­björg Kj­eld og Elva Ósk Ólafs­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Aníta Briem afhendir verðlaun.
Aníta Briem af­hend­ir verðlaun. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Birgir Dagur Bjarkason og Thea Snæfríður Kristjánsdóttir.
Birg­ir Dag­ur Bjarka­son og Thea Snæfríður Kristjáns­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Eunice Quason, móðir Sveindísar Jane.
Eunice Qua­son, móðir Svein­dís­ar Jane. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Rebekka Sif Stefánsdóttir og Hugrún Björnsdóttir hjá …
Dí­ana Sjöfn Jó­hanns­dótt­ir, Re­bekka Sif Stef­áns­dótt­ir og Hug­rún Björns­dótt­ir hjá Lestr­ar­klef­an­um. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Drífa Viðarsdóttir og Erna Rós Kristinsdóttir, höfundar Miðpunkts.
Drífa Viðars­dótt­ir og Erna Rós Krist­ins­dótt­ir, höf­und­ar Miðpunkts. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Egill Viðarsson og Bragi Páll Sigurðarson.
Eg­ill Viðars­son og Bragi Páll Sig­urðar­son. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Embla Bachman og Kristín Sigurðardóttir.
Embla Bachm­an og Krist­ín Sig­urðardótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Gunnar Kristjánsson og Eva Björg Ægisdóttir sem hlaut verðlaun fyrir …
Gunn­ar Kristjáns­son og Eva Björg Ægis­dótt­ir sem hlaut verðlaun fyr­ir glæpa­sög­una Heim fyr­ir myrk­ur. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Feðginin Gunnlaugur Briem og Aníta Briem.
Feðgin­in Gunn­laug­ur Briem og Aníta Briem. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Felix Bergsson afhenti verðlaun fyrir besta óskáldaða efnið.
Fel­ix Bergs­son af­henti verðlaun fyr­ir besta óskáldaða efnið. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Guðlaugur Briem með dóttur sinni Katrínu Briem.
Guðlaug­ur Briem með dótt­ur sinni Katrínu Briem. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Jónas Sen, Jóhanna Jónasdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir.
Jón­as Sen, Jó­hanna Jón­as­dótt­ir og Þóra Karítas Árna­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Jónas Sigurgeirsson og Rósa Guðbjartsdóttir.
Jón­as Sig­ur­geirs­son og Rósa Guðbjarts­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Tónlistarmennirnir og parið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir.
Tón­list­ar­menn­irn­ir og parið Júlí Heiðar Hall­dórs­son og Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Katrín Lilja Jónsdóttir, ritstjóri Lestrarklefans, Birgitta H. Halldórsdóttir og Arnór …
Katrín Lilja Jóns­dótt­ir, rit­stjóri Lestr­ar­klef­ans, Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir og Arn­ór Hjart­ar­son. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Sigurður Haukur Gíslason, Einar Aðalsteinsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Margrét …
Sig­urður Hauk­ur Gísla­son, Ein­ar Aðal­steins­son, Anna Gunn­dís Guðmunds­dótt­ir og Mar­grét Júlía Rafns­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Gunnar Friðrik Birgisson og Erla Sesselja Jensdóttir, höfundur Bridde.
Gunn­ar Friðrik Birg­is­son og Erla Sesselja Jens­dótt­ir, höf­und­ur Bridde. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda