Aníta, Eva Björk, Berglind og Eliza skemmtu sér

Aníta Briem, Eva Björg Ægisdóttir sem fékk verðlaun fyrir bestu …
Aníta Briem, Eva Björg Ægisdóttir sem fékk verðlaun fyrir bestu glæpa- og spennusöguna, Berglind Alda Ástþórsdóttir og Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú sem veitti verðlaunin. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir

Hægt er að segja að konur á ritvellinum hafi verið í fremstu línu á skemmtilegu verðlaunakvöldi Íslensku hljóðbókaverðalaunanna, Storytel Awards, síðastliðið fimmtudagskvöld. 

Viðburðurinn fór fram á Parliament og þar var margt um manninn og mikil spenna fyrir verðlaunaafhendingunni. Líkt og mbl.is greindi áður frá komu konur, sáu og sigruðu á hljóðbókaverðlaununum.

Verðlaun voru veitt í alls fimm flokkum og meðal þeirra sem hlutu verðlaun var knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir Sveindís Jane - saga af stelpu í fótbolta, í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur. Bókin er sú fyrsta frá Sveindísi og vonandi ekki síðasta. Sveindís sjálf var fjarri góðu gamni enda nóg að gera í boltanum, en hún spilar um þessar mundir fyrir Wolfsburg í efstu deild þýska fótboltans.

Í öðrum flokkum báru sigur úr býtum: Nanna Rögnvaldsdóttir fyrir Valskan, í flokki bestu skáldsagna, Birgitta H. Halldórsdóttir fyrir Dætur regnbogans, í flokknum besta ljúflestrarbókin, Sigríður Dúa Goldsworthy fyrir Morðin í Dillonshúsi, í flokknum óskáldað efni og Eva Björg Ægisdóttir hlaut verðlaun fyrir bestu glæpa- og spennusöguna fyrir bókina Heim fyrir myrkur.

Þá hlaut Lestrarklefinn sérstök heiðursverðlaun.

Eunice Quason, móðir Sveindísar Jane Jónsdóttur knattspyrnukonu, tók á móti …
Eunice Quason, móðir Sveindísar Jane Jónsdóttur knattspyrnukonu, tók á móti verðlaununum fyrir bestu barna- og unglingabókina fyrir hennar hönd. Samsett mynd/Ásdís Ásgeirsdóttir/Eygló Gísladóttir
Thea Snæfríður Kristjánsdóttir.
Thea Snæfríður Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Þóra Karítas Árnadóttir og Ragnar Jónasson.
Þóra Karítas Árnadóttir og Ragnar Jónasson. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Vinkonurnar Kristbjörg Kjeld og Elva Ósk Ólafsdóttir.
Vinkonurnar Kristbjörg Kjeld og Elva Ósk Ólafsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Aníta Briem afhendir verðlaun.
Aníta Briem afhendir verðlaun. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Birgir Dagur Bjarkason og Thea Snæfríður Kristjánsdóttir.
Birgir Dagur Bjarkason og Thea Snæfríður Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Eunice Quason, móðir Sveindísar Jane.
Eunice Quason, móðir Sveindísar Jane. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Rebekka Sif Stefánsdóttir og Hugrún Björnsdóttir hjá …
Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Rebekka Sif Stefánsdóttir og Hugrún Björnsdóttir hjá Lestrarklefanum. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Drífa Viðarsdóttir og Erna Rós Kristinsdóttir, höfundar Miðpunkts.
Drífa Viðarsdóttir og Erna Rós Kristinsdóttir, höfundar Miðpunkts. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Egill Viðarsson og Bragi Páll Sigurðarson.
Egill Viðarsson og Bragi Páll Sigurðarson. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Embla Bachman og Kristín Sigurðardóttir.
Embla Bachman og Kristín Sigurðardóttir. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Gunnar Kristjánsson og Eva Björg Ægisdóttir sem hlaut verðlaun fyrir …
Gunnar Kristjánsson og Eva Björg Ægisdóttir sem hlaut verðlaun fyrir glæpasöguna Heim fyrir myrkur. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Feðginin Gunnlaugur Briem og Aníta Briem.
Feðginin Gunnlaugur Briem og Aníta Briem. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Felix Bergsson afhenti verðlaun fyrir besta óskáldaða efnið.
Felix Bergsson afhenti verðlaun fyrir besta óskáldaða efnið. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Guðlaugur Briem með dóttur sinni Katrínu Briem.
Guðlaugur Briem með dóttur sinni Katrínu Briem. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Jónas Sen, Jóhanna Jónasdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir.
Jónas Sen, Jóhanna Jónasdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Jónas Sigurgeirsson og Rósa Guðbjartsdóttir.
Jónas Sigurgeirsson og Rósa Guðbjartsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Tónlistarmennirnir og parið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir.
Tónlistarmennirnir og parið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Katrín Lilja Jónsdóttir, ritstjóri Lestrarklefans, Birgitta H. Halldórsdóttir og Arnór …
Katrín Lilja Jónsdóttir, ritstjóri Lestrarklefans, Birgitta H. Halldórsdóttir og Arnór Hjartarson. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Sigurður Haukur Gíslason, Einar Aðalsteinsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Margrét …
Sigurður Haukur Gíslason, Einar Aðalsteinsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Gunnar Friðrik Birgisson og Erla Sesselja Jensdóttir, höfundur Bridde.
Gunnar Friðrik Birgisson og Erla Sesselja Jensdóttir, höfundur Bridde. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda