Íslensk hönnun er fyrirferðarmikil núna í tilefni af Hönnunarmars sem hófst formlega seinni partinn í dag. Íslenska hönnunarfyrirtækið Fólk Reykjavík bauð í morgunkaffi í morgun í húsgagnaverslun Pennans. Yfirskrift viðburðarins var „Hvað vantar?“ þar sem Tinna Gunnarsdóttir, hönnuður, og Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi Fólk Reykjavík, buðu upp á samtal um framtíð íslenskra húsgagna og köfuðu í hönnunararf fortíðar.
Tinna sagði frá hönnunareinkennum föður síns Gunnars Magnússonar sem var einn öflugasti húsgagnahönnuður 20. aldarinnar og hlaut Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021. Ragna Sara ræddi um uppbyggingu á hönnunarlínu Fólk Reykjavík og aukinni áherslu á útgáfu íslenskrar húsgagnahönnunar í samvinnu við Pennann.
Tinna Gunnarsdóttir er hér lengst til vinstri.
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Ragna Sara Jónsdóttir.
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Guðrún Halldórsdóttir yfirmaður markaðsmála og samskipta hjá Pennanum tlaði við gestina.
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Ragna Sara Jónsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Emma Axelsdóttir arkitekt er hér fyrir miðri mynd.
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Inga Birna Barkardóttir og Ragna Sara Jónsdóttir.
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Hér má sjá sófann sem Gunnar Magnússon, faðir Tinnu Gunnarsdóttur, hannaði á sínum tíma. Fólk framleiðir sófann í dag.
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Guðrún Halldórsdóttir og Ragna Sara Jónsdóttir.
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir
Hér má sjá hillur frá Fólk.
Ljósmynd/Thelma Geirsdóttir