Á dögunum fagnaði sagnfræðingurinn, rithöfundurinn og fyrrverandi forsetafrú vor, Eliza Reid, útgáfu fyrstu skáldsögu sinnar, titluð Diplómati deyr, í húsakynnum Forlagsins á Fiskislóð.
Margt var um manninn í útgáfuboðinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, en meðal viðstaddra voru eiginmaður Elizu, Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands.
Diplómati deyr er æsispennandi og listilega fléttuð glæpasaga þar sem leyndarmálin eru afhjúpuð hvert af öðru.