Fengu „absúrd“ hugmynd upp í hendurnar

Orri Finnbogason, Helga Guðrún Friðriksdóttir og Fannar Alexander Arason.
Orri Finnbogason, Helga Guðrún Friðriksdóttir og Fannar Alexander Arason. Ljósmynd/Berglaug Garðarsdóttir

Skúlp­túr­ar fengu að njóta sín í stór­um klaka þegar skart­gripa­hönnuðirn­ir á bakvið Orraf­inn skart­gripi tóku hönd­um sam­an við Klaka­vinnsl­una. Helga Guðrún Friðriks­dótt­ir, ann­ar eig­andi Orraf­inn, sagði þetta skemmti­legt tæki­færi sem væri þó al­gjör­lega „absúrd.“ Gjörn­ing­ur­inn var hluti af Reykja­vík Cocktail Week og fékk góðar viðtök­ur.

„Við Orri Finn­boga­son erum búin að vera að gera skart­gripi sam­an síðan árið 2012 og höf­um gefið út sjö skart­gripalín­ur hingað til. En þetta sam­starf sem við vor­um að af­hjúpa var eins og það væri skrifað í ský­in. Það kom bók­staf­lega upp í hend­urn­ar á okk­ur,“ seg­ir Helga.

„Um dag­inn mætti til okk­ar maður að nafni Fann­ar sem er með fyr­ir­tækið Klaka­vinnsl­an. Hann fer að tala um hvað hann gæti gert með ís og hvort við höf­um séð skart­gripi frysta í stór­an klaka og hvað það sé magnað þegar þú horf­ir á skart­gripi í gegn­um ís og hve skýr­ir grip­irn­ir verði. Okk­ur fannst þetta fyndið, for­vitni­legt og mjög áhuga­vert.“

Skúlp­túr­ar sem safna ann­ars ryki

Í kjöl­farið fóru þau að velta þessu fyr­ir sér og hvort það væru ein­hverj­ar leiðir sem þau gætu farið með því að blanda klaka sam­an við.

„Við höf­um í gegn­um tíðina gert stærri gripi, ekki skart held­ur skúlp­túra, sem eru byggðir á hug­mynda­fræði eða tákna­heimi skart­gripalín­anna sem við höf­um hannað. En þegar maður ger­ir svona stóra hluti er það oft­ast fyr­ir sýn­ing­ar og er grip­ur­inn þá sýnd­ur í þetta eina skipti. Við erum með þessi stóru verk okk­ar til sýn­is í versl­un­inni okk­ar, þeir vekja mikla at­hygli og þykja til­komu­mikl­ir. Það er mikið spurt um þá og maður hugs­ar oft hversu mik­il synd það sé að þeir njóti sín ekki meira. Þeir sitja bara hjá manni og safna ryki,“ seg­ir hún og hlær. 

„Við höf­um meira að segja fengið alls kon­ar kauptil­boð en við höf­um ekki þorað að gefa þetta frá okk­ur. Þetta er hluti af sög­unni okk­ar og þróun sem vörumerki.“

Klaka­hug­mynd­in þróaðist út í það að frysta þessa stóru skúlp­túra og skart­gripi inni í stór­um ís og leyfa þeim að njóta sín. Þetta voru hlut­ir eins og fléttuð hauskúpa sem tók marga mánuði að hand­flétta, Scarab-bjalla skreytt gim­stein­um og hönd sem blæðir gull­hjört­um.

„Þetta er al­veg absúrd, við höf­um aldrei gert neitt svona. En það vildi svo vel til að sam­starfið okk­ar smellpassaði sem dag­skrárliður inn í kokteila­viku Reykja­vík­ur og því var ekk­ert verið að bíða og hugsa held­ur skella í þetta.

Þetta er eitt­hvað nýtt og spenn­andi. Ég held ég sé ekki að ljúga en ég held að eng­inn hafi gert þetta hér.“

Fannar Alexander Arason.
Fann­ar Al­ex­and­er Ara­son. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Berta Finnbogadóttir, Ragna Róbertsdóttir og Sigríður Dóra.
Berta Finn­boga­dótt­ir, Ragna Ró­berts­dótt­ir og Sig­ríður Dóra. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Arnþrúður og Sigrún María Jörundsdóttir.
Arnþrúður og Sigrún María Jör­unds­dótt­ir. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Valgerður Rúnarsdóttir og Tinna Molphy.
Val­gerður Rún­ars­dótt­ir og Tinna Molp­hy. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Aðalsteinn og Elín.
Aðal­steinn og Elín. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Sólveig, Arngrímur og Svala.
Sól­veig, Arn­grím­ur og Svala. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Scarab-bjallan.
Scarab-bjall­an. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Samuel og Georg Leite.
Samu­el og Georg Leite. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Orri, Fannar, Helga og Sóley.
Orri, Fann­ar, Helga og Sól­ey. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Skartgripir frá Orrafinn inn í klaka.
Skart­grip­ir frá Orraf­inn inn í klaka. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Inga Harðar, Hrafnkell, Sóley og Rakel Silva.
Inga Harðar, Hrafn­kell, Sól­ey og Rakel Silva. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Helga, Sigríður Dúna og Friðrik Sophusson.
Helga, Sig­ríður Dúna og Friðrik Soph­us­son. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Fléttaða hauskúpan.
Fléttaða hauskúp­an. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Gestir skemmtu sér vel.
Gest­ir skemmtu sér vel. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Fögnuðurinn fór fram á Gilligogg í miðbæ Reykjavíkur.
Fögnuður­inn fór fram á Gilli­gogg í miðbæ Reykja­vík­ur. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
Fannar Alexander Arason.
Fann­ar Al­ex­and­er Ara­son. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda