Það var líf og fjör í Officina Reykjavík þegar stóll Snorra Haukssonar var sýndur á Hönnunarmars. Stóllinn var hannaður í kringum 1965 og er eina eintakið sem hefur varðveist.
Snorri menntaði sig í Detroit í Bandaríkjunum en hélt seinna til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk námi í innanhúss- og húsgagnahönnun. Hann hélt heim að loknu námi og starfaði alla tíð sem innanhússarkitekt í Reykjavík, en sinnti húsgagnahönnun að einhverju marki meðfram því.
Vitað er til að Snorri hafi hannað nokkur húsgögn og er stóllinn, sem nú er sýndur, eitt af þeim. Stóll Snorra fór í framleiðslu hér á landi í skamman tíma og finna má myndir í eldri tímaritum þar sem hann er kynntur ásamt borðstofuborði, sem Snorri hannaði, en virðist ekki hafa varðveist.
Sú hugmynd fæddist að klæða stólinn samtímahönnun og bjó Sóley Lee Tómasdóttir grafískur hönnuður til myndheima í tengslum við hönnun Snorra.
Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir eigandi Officina.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Guðbjörg Gissurardóttir, Jón Árnason, Þórhildur Elín Elínardóttir og Helgi Hjörvar.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Erna Bergmann.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Helgi Björgvinsson og Marta Jónsdóttir.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Tinni Sveinsson er hér í góðum félagsskap.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Kjartan Páll Eyjólfsson er hér í góðum félagsskap.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Auður Gná er hér ásamt vinkonum.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ellen Loftsdóttir og Erna Bergmann.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
María Kristín Jónsdóttir er hér í góðum félagsskap.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Sölvi Sveinbjörnsson og Sigrún Arnardóttir.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Hér má sjá stól Snorra.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Hanna Soffía og Melkorka.
Ljósmynd/Elísabet Blöndal