Andrés Magnússon, blaðamaður og fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, varð 60 ára hinn 28. apríl. Hann og Margrét Júlíana Sigurðardóttir eiginkona hans fögnuðu afmælinu í gær með síðdegisteiti í Fantasíu, veislusal á Vinnustofu Kjarval í Austurstræti með útsýni yfir vorblíðuna á Austurvelli. Vel var mætt í afmælið, sem er ekki skrýtið, því Andrés er vinur vina sinna og hefur komið víða við í leik og starfi.
Andrés er innmúraður hægri maður en hann á þó vini úr öllum flokkum og í raun úr öllum kimum samfélagsins. Nokkrir af þessum vinum Andrésar söfnuðu saman í gjöf og þegar hópurinn var að velta fyrir sér hvað ætti að gefa þessum 60 ára gamla manni þá var því hvíslað að hópnum að hann vildi helst eitthvað lítið og dýrt. Það eru orð sem móðir Andrésar, Áslaug Ragnars heitin, lét falla eitt sinn þegar hún var spurð að því hvað hún vildi í afmælisgjöf.
Til þess að uppfylla óskir afmælisbarnsins um að fá eitthvað lítið og dýrt í afmælisgjöf, var keypt dýrasta koníaksflaska sem fáanleg er á Íslandi. Flaskan á að endast út lífið og var lagt upp með að hann mætti bara dreypa á henni einu sinni á ári, á sjálfan afmælisdaginn. Þess má svona geta til gamans að bæði Bjarni Benediktsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar voru með undirritaðri í gjöfinni ásamt fleira góðu fólki.
Kærustuparið Helga Viðarsdóttir og Ásgeir Jónsson.
mbl.is/Ólafur Árdal
Stefán Einar Stefánsson, Össur Skarphéðinsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
mbl.is/Ólafur Árdal
Hjónin Elizabeth Lay og Friðjón Friðjónsson.
mbl.is/Ólafur Árdal
Svanhildur Thors, Hulda Hákon og Andrés Magnússon.
mbl.is/Ólafur Árdal
Frosti Logason, Jón Óskar og Ingvar Þórðarson.
mbl.is/Ólafur Árdal
Ari Matthíasson, Stefán Einar Stefánsson og Snorri Stefánsson.
mbl.is/Ólafur Árdal
Ástríður Jósefína Ólafsdóttir, Eyþór Arnalds og Arnar Sigurðsson.
mbl.is/Ólafur Árdal
Anna Lísa Björnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Tryggvason.
mbl.is/Ólafur Árdal
Pálmi Guðmundsson og Brynjólfur Löve.
mbl.is/Ólafur Árdal
Hörður Ægisson, Örn Arnarsson, Sigtryggur Sigtryggsson og Magnús Ragnarsson.
mbl.is/Ólafur Árdal
Hjónin Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir.
mbl.is/Ólafur Árdal
Helgi Hjörvar, Svanborg Sigmarsdóttir og Þórhildur Elín Elínardóttir.
mbl.is/Ólafur Árdal
Ragna Ragnars, Guðrún Þórðardóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir.
mbl.is/Ólafur Árdal
Anna Lísa Björnsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, Bjarni Bjarnason og Katrín Júlíusdóttir.
mbl.is/Ólafur Árdal
Andrés Magnússon, Silja Björk Huldudóttir og Ragnheiður Birgisdóttir.
mbl.is/Ólafur Árdal
Helga Waage, Íris Ólafsdóttir, Hafliði Helgason, Andrés Magnússon, Margrét Júlíana Sigurðardóttir og Þórarinn Stefánsson.
mbl.is/Ólafur Árdal
Hörður H. Helgason, Elsa Valsdóttir og Helga Kristjánsdóttir.
mbl.is/Ólafur Árdal
Hjónin Andrés Magnússon og Margrét Júlíana Sigurðardóttir.
mbl.is/Ólafur Árdal
Kristján Örn Kristjánsson og Katrín Ósk Einarsdóttir.
mbl.is/Ólafur Árdal
Ástríður Jóesefína og Ari Gísli Bragason.
mbl.is/Ólafur Árdal
Stefán Einar Stefánsson, Kjartan Ragnars og Guðmundur Sv. Hermannsson.
mbl.is/Ólafur Árdal
Elsa Valsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir.
mbl.is/Ólafur Árdal
Ragnar Auðun Árnason og Karítas Ríkharðsdóttir.
mbl.is/Ólafur Árdal