Fjöldi fjárfesta, frumkvöðla og annarra úr viðskiptalífinu mættu á lokadag viðskiptahraðalsins Hringiðu í Björtuloftum í Hörpu á miðvikudag í síðustu viku.
Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, stýrði viðburðinum en meðal þeirra sem fluttu ávarp var Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Meðal gesta voru tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Freyr Eyjólfsson, sem er starfandi verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, og Eiríkur Sigurðsson, samskiptastjóri Hugverkastofnunar.
Hraðallinn hefur staðið yfir undanfarnar vikur á vegum KLAK - Icelandic startups og er uppskeruhátíð þar sem nokkur framúrskarandi sprotafyrirtæki í grænni nýsköpun kynna verkefni sín og afrakstur vinnu undanfarinna vikna, líkt og segir í tilkynningu.
Þá hélt Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK stutt erindi um græna nýsköpun og þá miklu velgengni sem Hringiðuteymi hafa átt að fagna hingað til.
Að lokum voru það svo sjálf teymin sem kynntu vinnu sína og svöruðu spurningum frá Mörtu Hermannsdóttur, fjárfestingastjóra Eyrir Ventures og Kjartani Erni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Transition Labs, en bæði hafa innsýn í heim grænnar nýsköpunar og fjárfesta á því sviði.
Teymin Haf-Afl, HuddleHop, Loki Foods, Optitog, Svepparíkið, Timber Recycling og Þarahrat voru þau sem kynntu verkefni sín en þau hafa unnið að ýmis konar lausnum er varða allt frá plöntumiðuðu heilsufæði yfir í orkuöflun, nýsköpun í veiðarfærum og umhverfisvæna ferðamáta.
Bakhjarlar Hringiðu+ eru Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkuveitan, Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir, Terra, og Samtök iðnaðarins.
Ísey Dísa Hávarsdóttir, verkefnastjóri Hringiðu og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK
Ljósmynd/Eygló Gísla
Freyr Eyjólfsson frá Sorpu, Kjartan Ingvarsson frá Umhverfisráðuneytinu, Birgitta Stefánsdóttir og Bergdís H. Bjarnadóttir frá Umnhverfisstofnun, Björg María Oddsdóttir frá Rannís.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Anna Björg Petersen, Nílsína Larsen og Eiríkur Sigurðsson.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Aron Jóhannsson og Inga Eiríksdóttir frá Crowberry, Edda Lára Lúðvígsdóttir frá NSK, Valdís Fjölnisdóttir frá Breið, Oddur Sturluson frá HÍ, Hrefna Thoroddsen og Eiríkur Sigurðsson.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Högni Stefán Þorgeirsson frá TRE Timber recycling.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Jarþrúður Ásmundsdóttir mentor hjá KLAK-VMS ræðir við gesti.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Jón Georg Aðalsteinsson og Unnur Kolka Leifsdóttir.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Katrín M. Guðjónsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Ísey Dísa Hávarsdóttir, verkefnastjóri Hringiðu og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Ahmad Khan og Moses Osabutey frá HuddleHop.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Anna Björg Petersen, Unnur Kolka Leifsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson frá Transition labs og Marta Hermannsdóttir frá Eyrir Ventures.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Eyrún Stefánsdóttir og Dagný Hauksdóttir frá Haf-Afl ásamt Hafrúnu Þorvaldsdóttur frá E1.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Freyr Eyjólfsson og Bergdís Helga Bjarnadóttir.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri fjallaði í ræðu sinni um Hringiðu+ sem einn af innviðum Reykjavíkurborgar.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Marta Hermannsdóttir fjárfestingastjóri Eyrir Ventures og Kjartan Örn Ólafsson framkvæmdastjóri Transition labs sátu í panel.
Ljósmynd/Eygló Gísla
Marta Hermannsdóttir og Sævar Helgi Bragason.
Ljósmynd/Eygló Gísla