Freyr Eyjólfsson á meðal gesta Hringiðu

Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Ólafsson, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir og Freyr …
Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Ólafsson, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Samsett mynd

Fjöldi fjár­festa, frum­kvöðla og annarra úr viðskipta­líf­inu mættu á loka­dag viðskipta­hraðals­ins Hringiðu í Björtu­loft­um í Hörpu á miðviku­dag í síðustu viku. 

Sæv­ar Helgi Braga­son, bet­ur þekkt­ur sem Stjörnu-Sæv­ar, stýrði viðburðinum en meðal þeirra sem fluttu ávarp var Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri. Meðal gesta voru tón­list­ar- og fjöl­miðlamaður­inn Freyr Eyj­ólfs­son, sem er starf­andi verk­efna­stjóri hringrás­ar­hag­kerf­is Sorpu, og Ei­rík­ur Sig­urðsson, sam­skipta­stjóri Hug­verka­stofn­un­ar.

Hraðall­inn hef­ur staðið yfir und­an­farn­ar vik­ur á veg­um KLAK - Icelandic startups og er upp­skeru­hátíð þar sem nokk­ur framúrsk­ar­andi sprota­fyr­ir­tæki í grænni ný­sköp­un kynna verk­efni sín og afrakst­ur vinnu und­an­far­inna vikna, líkt og seg­ir í til­kynn­ingu.

Þá hélt Ásta Sóllilja Guðmunds­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri KLAK stutt er­indi um græna ný­sköp­un og þá miklu vel­gengni sem Hringiðuteymi hafa átt að fagna hingað til.

Að lok­um voru það svo sjálf teym­in sem kynntu vinnu sína og svöruðu spurn­ing­um frá Mörtu Her­manns­dótt­ur, fjár­fest­inga­stjóra Eyr­ir Vent­ur­es og Kjart­ani Erni Ólafs­syni, fram­kvæmda­stjóra Transiti­on Labs, en bæði hafa inn­sýn í heim grænn­ar ný­sköp­un­ar og fjár­festa á því sviði. 

Teym­in Haf-Afl, Hudd­leHop, Loki Foods, Op­ti­tog, Sveppar­íkið, Timber Recycl­ing og Þara­hrat voru þau sem kynntu verk­efni sín en þau hafa unnið að ýmis kon­ar lausn­um er varða allt frá plöntumiðuðu heilsu­fæði yfir í orku­öfl­un, ný­sköp­un í veiðarfær­um og um­hverf­i­s­væna ferðamáta.

Bak­hjarl­ar Hringiðu+ eru Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneytið, Orku­veit­an, Reykja­vík­ur­borg, Faxa­flóa­hafn­ir, Terra, og Sam­tök iðnaðar­ins.

Ísey Dísa Hávarsdóttir, verkefnastjóri Hringiðu og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri …
Ísey Dísa Há­vars­dótt­ir, verk­efna­stjóri Hringiðu og Ásta Sóllilja Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri KLAK Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Freyr Eyjólfsson frá Sorpu, Kjartan Ingvarsson frá Umhverfisráðuneytinu, Birgitta Stefánsdóttir …
Freyr Eyj­ólfs­son frá Sorpu, Kjart­an Ingvars­son frá Um­hverf­is­ráðuneyt­inu, Birgitta Stef­áns­dótt­ir og Berg­dís H. Bjarna­dótt­ir frá Umn­hverf­is­stofn­un, Björg María Odds­dótt­ir frá Rannís. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Anna Björg Petersen, Nílsína Larsen og Eiríkur …
Guðrún Hrefna Guðmunds­dótt­ir, Anna Björg Peter­sen, Nílsína Lar­sen og Ei­rík­ur Sig­urðsson. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Aron Jóhannsson og Inga Eiríksdóttir frá Crowberry, Edda Lára Lúðvígsdóttir …
Aron Jó­hanns­son og Inga Ei­ríks­dótt­ir frá Crow­berry, Edda Lára Lúðvígs­dótt­ir frá NSK, Val­dís Fjöln­is­dótt­ir frá Breið, Odd­ur Sturlu­son frá HÍ, Hrefna Thorodd­sen og Ei­rík­ur Sig­urðsson. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Högni Stefán Þorgeirsson frá TRE Timber recycling.
Högni Stefán Þor­geirs­son frá TRE Timber recycl­ing. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Jarþrúður Ásmundsdóttir mentor hjá KLAK-VMS ræðir við gesti.
Jarþrúður Ásmunds­dótt­ir mentor hjá KLAK-VMS ræðir við gesti. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Jón Georg Aðalsteinsson og Unnur Kolka Leifsdóttir.
Jón Georg Aðal­steins­son og Unn­ur Kolka Leifs­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Katrín M. Guðjónsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri.
Katrín M. Guðjóns­dótt­ir, aðstoðarmaður borg­ar­stjóra og Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Ísey Dísa Hávarsdóttir, verkefnastjóri Hringiðu og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri …
Ísey Dísa Há­vars­dótt­ir, verk­efna­stjóri Hringiðu og Ásta Sóllilja Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri KLAK. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Ahmad Khan og Moses Osabutey frá HuddleHop.
Ahmad Khan og Moses Osa­bu­tey frá Hudd­leHop. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Anna Björg Petersen, Unnur Kolka Leifsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson frá …
Anna Björg Peter­sen, Unn­ur Kolka Leifs­dótt­ir, Kjart­an Örn Ólafs­son frá Transiti­on labs og Marta Her­manns­dótt­ir frá Eyr­ir Vent­ur­es. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Eyrún Stefánsdóttir og Dagný Hauksdóttir frá Haf-Afl ásamt Hafrúnu Þorvaldsdóttur …
Eyrún Stef­áns­dótt­ir og Dagný Hauks­dótt­ir frá Haf-Afl ásamt Hafrúnu Þor­valds­dótt­ur frá E1. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Freyr Eyjólfsson og Bergdís Helga Bjarnadóttir.
Freyr Eyj­ólfs­son og Berg­dís Helga Bjarna­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri fjallaði í ræðu sinni um Hringiðu+ …
Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri fjallaði í ræðu sinni um Hringiðu+ sem einn af innviðum Reykja­vík­ur­borg­ar. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Marta Hermannsdóttir fjárfestingastjóri Eyrir Ventures og Kjartan Örn Ólafsson framkvæmdastjóri …
Marta Her­manns­dótt­ir fjár­fest­inga­stjóri Eyr­ir Vent­ur­es og Kjart­an Örn Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Transiti­on labs sátu í panel. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
Marta Hermannsdóttir og Sævar Helgi Bragason.
Marta Her­manns­dótt­ir og Sæv­ar Helgi Braga­son. Ljós­mynd/​Eygló Gísla
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda