Lögreglan lokaði götum fyrir æsta aðdáendur Birnis

Birnir steig á svið í bakgarði veitingastaðarins Mossley þar sem …
Birnir steig á svið í bakgarði veitingastaðarins Mossley þar sem mikill fjöldi gesta streymdi á svæðið. Samsett mynd

Það myndaðist ógleym­an­leg stemn­ing í Kópa­vogi á föstu­dags­kvöldið þegar tón­list­armaður­inn Birn­ir steig á svið í bak­g­arði veit­ingastaðar­ins Mossley. Birn­ir gaf út plöt­una Dyrn­ar í síðustu viku og því var ekki úr vegi að kynna plöt­una al­menni­lega með þess­um hætti. Boðið var á tón­leik­ana með sól­ar­hrings­fyr­ir­vara og var frítt inn á þá. 

Þrátt fyr­ir stutt­an fyr­ir­vara streymdi mik­ill fjöldi gesta á svæðið þannig að lög­regl­an ákvað að loka nær­liggj­andi göt­um um tíma til að tryggja ör­yggi.

Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son

Fólk naut sín í botn

Skipu­leggj­end­ur segja viðtök­urn­ar hafa farið fram úr björt­ustu von­um. 

„Sjald­séð er að horfa yfir hóp af ungu fólki þar sem varla sést sími á lofti eða drykk­ur við hönd, fólk kom til að njóta.“ 

Örygg­is­gæsla lokaði bak­g­arðinum þegar hann fyllt­ist, en þá safnaðist fólk sam­an á bíla­plani við garðinn, út á götu og í brekk­unni við Sund­laug Kópa­vogs.

Til að tryggja ör­yggi var starfs­fólk úr fé­lags­miðstöðvum í Kópa­vogi á svæðinu ásamt for­eldrarölti, lög­reglu og sjúkra­liðum. 

Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son

Fagnaði út­gáfu plöt­unn­ar Dyrn­ar

Birn­ir, sem hef­ur und­an­farið átt flest lög­in á Topp 50 Ísland list­an­um á Spotify, nýtti kvöldið til að fagna nýju plöt­unni sinni Dyrn­ar. Með hon­um komu fram nokkr­ir gestal­ista­menn sem héldu uppi stemn­ing­unni í blíðskap­ar­veðri.

„Þetta er með því skemmti­legra sem við á Mossley höf­um upp­lifað og stemmn­ing­in ótrú­leg. All­ir glaðir, ekk­ert vesen. Ég man ekki í fljótu bragði eft­ir svona viðburði,“ seg­ir full­trúi Mossley um viðburðinn.

Tón­leik­un­um lauk kl. 22.30 og leyst­ist hóp­ur­inn upp án minnstu óláta. 

Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
Tónlistarmennirnir Ízleifur og Daniil.
Tón­list­ar­menn­irn­ir Ízleif­ur og Daniil. Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
Tón­list­armaður­inn og hand­rits­höf­und­ur­inn Unn­steinn Manu­el Stef­áns­son.
Tón­list­armaður­inn og hand­rits­höf­und­ur­inn Unn­steinn Manu­el Stef­áns­son. Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda