Vilhjálmur og Sigurlaug kunna að halda partí

Árni Sigfússon, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Þengill Björnsson, Vilhjálmur Árnason og …
Árni Sigfússon, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Þengill Björnsson, Vilhjálmur Árnason og Sigurlaug Pétursdóttir voru í stuði. Samsett mynd

Vil­hjálm­ur Árna­son alþing­ismaður og rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins og eig­in­kona hans, Sig­ur­laug Pét­urs­dótt­ir flug­freyja buðu í sum­argleði heim til sín. Hjón­in fögnuðu því að ár var frá því að þau fluttu í Reykja­nes­bæ en þau neydd­ust til þess að yf­ir­gefa heim­ili sitt í Grinda­vík vegna nátt­úru­ham­fara. 

Hjón­in hafa komið sér vel fyr­ir í fal­legu húsi við Lyng­móa í Njarðvík og þar sem húsið er vel búið til veislu­halda ákváðu þau að bjóða vin­um og fé­lög­um í mat og drykk. Veislu­borðin svignuðu af kræs­ing­um og stemn­ing­in var eft­ir því.

Hjón­in buðu um 200 manns í teitið og var ekki þver­fótað fyr­ir Sjálf­stæðismönn­um. Jens Garðar Helga­son vara­formaður flokks­ins lét sig ekki vanta og held­ur ekki Árni Sig­fús­son fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri. Þar var líka Þeng­ill Björns­son viðskipta­mó­gúll í Dubai en hann er oft kallaður til þegar vinna á stór­sig­ur í póli­tík. 

Magnús Sverr­ir Þor­steins­son auðmaður og for­stjóri bíla­leig­unn­ar Blue Car Rental, oft­ast kallaður „Maggi Blue“, lét sig ekki vanta. Fjallað hef­ur verið um hann reglu­lega á Smartlandi en hann keypti þak­í­búð auðmanns­ins Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar á dög­un­um á 360.000.000 kr. 

Ari Elías­son, eig­andi Sport­húss­ins í Reykja­nes­bæ, Ingvar Eyfjörð, fjár­fest­ir og eig­andi Courty­ard-hót­els­ins við Kefla­vík­ur­flug­völl, sem er hluti af Marriott-keðjunni, Jóna Hrefna Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mannauðs hjá HS Veit­um, Heba Lind Guðmunds­dótt­ir, fjall­kona Suður­nesja­bæj­ar og Sæv­ar Sæv­ars­son, lög­fræðing­ur og körfu­bolta­sér­fræðing­ur létu sig ekki vanta. Knatt­spyrnu­kemp­an og markakóng­ur­inn, Guðmund­ur Stein­ars­son, sem lék árum sam­an með Kefla­vík og á að baki glæsi­leg­an fer­il í ís­lensk­um fót­bolta, rak inn nefið. 

Mar­grét Sand­ers, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í bæn­um og Rósa Guðbjarts­dótt­ir, alþing­ismaður voru í stuði og líka tón­list­armaður­inn Ró­bert Andri, kær­asti söng­kon­unn­ar Diljár Pét­urs­dótt­ur. Hann tók upp gít­ar­inn, þar sem hann tryllti lýðinn með kraft­mik­illi tónlist sem setti punkt­inn yfir i-ið á vel heppnaðri veislu.

Stjörnu­ljós­mynd­ar­inn Hå­kon Broder Lund tók þess­ar glæsi­legu ljós­mynd­ir sem fönguðu stemn­ing­una. Eitt er víst; Vil­hjálm­ur og Sig­ur­laug kunna að halda partí.

Páll Orri Pálsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson.
Páll Orri Páls­son og Magnús Sverr­ir Þor­steins­son. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Árni Sigfússon og Janus Arn Guðmunsson.
Árni Sig­fús­son og Jan­us Arn Guðmuns­son. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Þengill Björnsson og Helga Vala.
Þeng­ill Björns­son og Helga Vala. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Björgvin Jóhannesson hótelstjóri á Selfossi og Guðbergur Reynisson bæjarfulltrúi í …
Björg­vin Jó­hann­es­son hót­el­stjóri á Sel­fossi og Guðberg­ur Reyn­is­son bæj­ar­full­trúi í Reykjav­nes­bæ á spjalli við Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Hermann Nökkvi Gunnarsson, Júlíus Viggó, Hermann Borgar Jakobsson, Heba Lind …
Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son, Júlí­us Viggó, Her­mann Borg­ar Jak­obs­son, Heba Lind Guðmunds­dótt­ir, Hafþór Ern­ir og Ró­bert Andri. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Hermann Nökkvi Gunnarsson blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is hélt ræðu.
Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son blaðamaður á Morg­un­blaðinu og mbl.is hélt ræðu. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Guðrún Hafsteinsdóttir formaður sama …
Jens Garðar Helga­son vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og Guðrún Haf­steins­dótt­ir formaður sama flokks. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Leifur Guðjónsson verksstjóri og Anna Lýdía Helgadóttir leikskólastjóri.
Leif­ur Guðjóns­son verks­stjóri og Anna Lýdía Helga­dótt­ir leik­skóla­stjóri. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Róbert Andri spilaði á gítar og söng.
Ró­bert Andri spilaði á gít­ar og söng. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Håkon Broder Lund og Helga Vala.
Hå­kon Broder Lund og Helga Vala. Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Margrét Sanders, Reynir Friðriksson, Viðar Einarsson, Einar Guðmundsson og Jens …
Mar­grét Sand­ers, Reyn­ir Friðriks­son, Viðar Ein­ars­son, Ein­ar Guðmunds­son og Jens Garðar Helga­son. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Rósa Guðbjartsdóttir og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir.
Rósa Guðbjarts­dótt­ir og Jóna Hrefna Berg­steins­dótt­ir. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Hjónin Vilhjálmur Árnason og Sigurlaug Pétursdóttir.
Hjón­in Vil­hjálm­ur Árna­son og Sig­ur­laug Pét­urs­dótt­ir. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Lúðvík Gunnarsson og Birgitta Rún Birgisdóttir.
Lúðvík Gunn­ars­son og Birgitta Rún Birg­is­dótt­ir. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Magnea Ósk Waltersdóttir, Ásdís Ester Kristinsdóttir og Guðrún Sif Kristmundsdóttir.
Magnea Ósk Walters­dótt­ir, Ásdís Ester Krist­ins­dótt­ir og Guðrún Sif Krist­munds­dótt­ir. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Róbert Andri og Andri.
Ró­bert Andri og Andri. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Tryggvi Másson og Hólmfríður Erna Kjartansdóttir með afkvæmi.
Tryggvi Más­son og Hólm­fríður Erna Kjart­ans­dótt­ir með af­kvæmi. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Bylgja Sverrisdóttir, Vilhjálmur Árnason og Magnea Ósk Waltersdóttir.
Bylgja Sverr­is­dótt­ir, Vil­hjálm­ur Árna­son og Magnea Ósk Walters­dótt­ir. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Sæbjörg Erlingsdóttir, Nína og Sigurlaug Pétursdóttir.
Sæ­björg Erl­ings­dótt­ir, Nína og Sig­ur­laug Pét­urs­dótt­ir. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Helgi Leó Leifsson og Friðrik Sigurðsson.
Helgi Leó Leifs­son og Friðrik Sig­urðsson. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Guðfinnur Sigurvinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Símon Ormarsson.
Guðfinn­ur Sig­ur­vins­son, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, Vil­hjálm­ur Árna­son og Sím­on Ormars­son. Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
Ljós­mynd/​Hå­kon Broder Lund
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda