Það var líf og fjör í Grasagarðinum í síðustu viku þegar naglalakkamerkið Essie og tískumerkið Gina Tricot buðu til miðsumarfögnuðar. Fjöldi glæsilegra kvenna mætti og skálaði fyrir miðsumrinu.
Miðsumarhátíðin á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar en þar er hátíðin ómissandi partur af sumrinu. Þetta er í annað skiptið sem Essie og Gina Tricot koma saman og halda miðsumarhátíð.
GDRN tók lagið, hægt var að prófa nýju sumarliti Essie, blómlegir og sumarlegir kjólar Ginu Tricot voru til sýnis. Listakonan Helena Reynis málaði frammi fyrir augum gesta og gátu gestir einnig hannað sinn eigin blómakrans.
Elísabet Gunnarsdóttir var meðal skipuleggjenda viðburðarins en hún bjó um tíma í Svíþjóð og er því afar kunnug miðsumarhátíðinni. Æskuvinkonurnar Eva Ruza, útvarpskona og skemmtikraftur, og Manuela Ósk voru einnig mættar í góðum gír. Reykjavíkurdæturnar Þórdís Björk og Steinunn Jónsdóttir létu sig ekki vanta.
Alexandra Helga Ívarsdóttir, eigandi Mía Verslunar og eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, og Fanney Ingvarsdóttir, áhrifavaldur og markaðsfulltrúi Bioeffect, voru sumarlegar á miðsumarshátíðinni.
Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir tók sér pásu frá æfingum og fagnaði með skvísunum. Helga Margrét, Hekla Nína, Brynja Bjarnadóttir og Selma Lind voru einnig viðstaddar.
Ljósmyndarinn Saga Sig tók þessar glæsilegu ljósmyndir sem fönguðu stemninguna.