Ertu á leiðinni í framhjáhald?

Fríða Hrönn Halldórsdóttir.
Fríða Hrönn Halldórsdóttir.

„Hvað er viðeig­andi og hvað er ekki viðeig­andi þegar við erum í sam­bandi eða gift? Er eitt­hvað sem þú fel­ur fyr­ir maka þínum? Ein­hver sam­skipti sem þú ert í sem þú mynd­ir alls ekki vilja að maki þinn kæm­ist að?  Í gegn­um tíðina hef ég rekið mig á það að það eru mjög skipt­ar skoðanir á þessu. En flestall­ir sem ég þekki eru á móti fram­hjá­haldi, hvort sem að það eru aðilar sem hafa haldið fram­hjá eða sem hafa orðið fyr­ir fram­hjá­haldi. Öll virðumst við vera á sömu skoðun varðandi þessa hegðun um að hún sé óviðeig­andi og óheiðarleg. Í vik­unni rakst ég á grein eft­ir hjón­in Gary og Joy Lund­berg  og ætla ég að styðjast við þá grein að mestu í þess­um pistli mín­um þar sem punkt­arn­ir í grein­inni eru eitt­hvað sem ég er svo hjart­an­lega sam­mála. Gary er hjóna- og fjöl­skylduráðgjafi en Joy er rit­höf­und­ur,“ seg­ir Fríða Hrönn Hall­dórs­dótt­ir, ein­stak­lings­ráðgjafi í Vest­manna­eyj­um, sem skrif­ar um fram­hjá­hald í sín­um nýj­asta pistli á eyj­ar.net. 

„Flestall­ir sem hafa farið út í fram­hjá­hald tala um að það hafi eng­an veg­inn verið á dag­skrá í þeirra lífi að vera að fara út í fram­hjá­hald. Töldu það meira að segja vera eitt­hvað sem aldrei myndi ger­ast í þeirra lífi og hvað þá að þeir yrðu sá eða sú  sem myndi brjóta gegn maka sín­um. Oft átt­ar fólk sig ekki á því að það hef­ur í raun og veru verið óheiðarlegt gagn­vart maka sín­um áður en fram­hjá­haldið sjálft hefst ... því yf­ir­leitt eru það ákveðnir þætt­ir sem  leiða til fram­hjá­halds­ins. Ef við erum ekki vak­andi fyr­ir okk­ur sjálf­um (við sjálf tök­um jú ábyrgð á okk­ur sjálf­um) og erum ekki til­bú­in að líta í eig­in barm varðandi hegðun okk­ar þá get­ur voðinn orðið vís og fólk jafn­vel komið út í fram­hjá­hald áður en það veit af. Upp­haf­lega á þetta oft á tíðum að vera sak­laus hegðun sem leiðir út í eitt­hvað meira,“ seg­ir hún. 

Hér fyr­ir neðan er listi frá hjón­un­um Gary og Joy Lund­berg um „rauðu ljós­in“ sem verða á vegi fólks:

1. Daður

Að daðra og leika sér við þá sem þú vinn­ur með eða ert í sam­skipt­um við get­ur ekki verið svo slæmt? Eða hvað? Daður er skemmti­legt ... en þú ætt­ir að forðast það eins og plág­una. Því þetta er hættu­legt. Og ef ein­hver er að daðra við þig - hunsaðu það þá.

Fólk sem er gift, í sam­bandi eða sam­búð ætti ekki að samþykkja þessa hegðun á milli neinna  nema þá í sínu sam­bandi við maka. Daður er hættu­leg­ur leik­ur sem get­ur leit út í boð eða sam­skipti sem þú ætlaðir þér ekki í upp­hafi.

2. Að eiga trúnaðar­vin að gagn­stæðu kyni

Þegar þú ert í vand­ræðum og þú treyst­ir ein­hverj­um af gagn­stæðu kyni fyr­ir því sem er í gangi hjá þér. Í upp­hafi finnst fólki það oft vera sak­leys­is­legt og jafn­vel bara öxl til að gráta á. Ef þér líður illa talaðu þá um það við maka þinn því það er besta öxl­in sem þú get­ur valið til þess að gráta á. Ef það geng­ur ekki upp að ræða mál­in við maka talaðu þá við vin af sama kyni, ætt­ingja, prest, sál­fræðing eða ráðgjafa. Ekki ein­hvern sem get­ur leitt til óviðeig­andi nánd­ar. Þó svo að í upp­hafi sé það ekki planið þá end­ar það því miður oft þannig að nánd­in verður óviðeig­andi. Og það skap­ar óheiðarleika í sam­bandi þínu við maka þinn.

3. Að eyða tíma ein/​n með ein­hverj­um af gagn­stæðu kyni

Það að fara í há­deg­is­mat eða bjóða ein­hverj­um heim af gagn­stæðu kyni án maka er óviðeig­andi hegðun í sam­bandi. Flest­ir hugsa, „Hva - við erum nú bæði full­orðið fólk. Það ger­ist ekk­ert hjá okk­ur.“ En því miður þá ger­ast hlut­ir oft í þess­um aðstæðum - óviðeig­andi. Veldu að eyða tíma frek­ar með maka þínum.

4. Að tala nei­kvætt um maka þinn

Þegar þú ert sönn eða sann­ur vin­ur þá tal­ar þú ekki illa um vini þína. Maki þinn er besti vin­ur þinn og er því sein­asta per­són­an sem þú ætt­ir að tala um á nei­kvæðan hátt. Ef eitt­hvað kem­ur upp á milli ykk­ar - ræðið út um það. Miðaðu sam­skipt­in út frá góðum þátt­um í sam­bandi ykk­ar, og ykk­ar já­kvæðu þátt­um bæði per­sónu­lega og í sam­band­inu sjálfu.  Það er að vera trúr. Eina und­an­tekn­ing­in frá þessu er ef það er of­beldi eða mis­notk­un í sam­band­inu. Þá er mik­il­vægt að treysta vini, ráðgjafa og jafn­vel lög­regl­unni. Það er mik­il­vægt að upp­lifa ör­yggi í sam­band­inu.

5. Að eiga sam­skipti við ein­stak­linga af gagn­stæðu kyni á in­ter­net­inu, sms eða Snapchat

Ef þú tel­ur það vera sak­laust - hugsaðu þá um þetta aft­ur. Það byrj­ar í sjálfu sér á þann hátt að þessi sam­skipti eru sára­sak­laus - en sjaldn­ast end­ar það þannig að svona sam­skipti endi sak­leys­is­lega. Sum­ir eiga sam­skipti við gamla kær­asta eða kær­ust­ur úr fortíðinni, fyrr­ver­andi ból­fé­laga eða ein­hvern sem var verið að deita. Jafn­vel er þetta ein­hver ókunn­ug/​ur. Það er nú oft­ast þannig að eitt leiðir af örðu og áður en þú veist af þá er sam­bandið þitt komið í hættu. Þetta er hættu­leg­ur leik­ur og því ætt­ir þú alls ekki að leika hann. Þetta  end­ar yf­ir­leitt þannig að þú ert búin að koma sam­bandi þínu og fjöl­skyldu þinni í  slæma stöðu og stöðu sem þú ætlaðir þér ekki að setja maka þinn og fjöl­skyldu í, í upp­hafi.

6. Að klæða sig upp til þess að ganga í aug­un á ein­hverj­um öðrum en maka sín­um

Ef þú ert að klæða þig upp til þess að ganga í aug­un á ein­hverj­um öðrum þá þarftu að vara þig.  Að reyna að ganga í aug­un á öðrum með því að klæða sig upp, vera aðlaðandi og kynþokka­full/​ur er ein leiðin í átt að óheiðarleik­an­um.

7. Að senda per­sónu­leg­an póst eða bréf til ein­hvers ann­ars

Ef þú ert ým­ist að senda fólki ham­ingjuósk­ir, samúðarkveðjur eða bara línu af ein­hverju til­efni þá er góð regla að skrifa alltaf und­ir bæði nafn þitt og maka þíns. Við það verður eng­inn mis­skiln­ing­ur. 

8. Að vera ekki í kyn­ferðis­lega nánu sam­bandi við maka

Að vera trúr maka sín­um merk­ir að þú kannt að meta alla þætti sam­bands­ins eða hjóna­bands­ins. Ef kyn­lífið er langt til hliðar þá er ekki verið að rækta sam­bandið, því kyn­lífið hef­ur áhrif á styrk­leika og full­nægju beggja aðila í sam­band­inu. Til þess að vera trúr maka sín­um  þarf að huga að öll­um þátt­um sam­bands­ins/​hjóna­bands­ins.

9. Að taka for­eldra þína fram yfir maka þinn

Maki þinn ætti ætíð að vera sá sem er núm­er eitt í þínu lífi. Ef eitt­hvað dá­sam­legt kem­ur upp eins og t.d. stöðuhækk­un, staðfest þung­un eða ein­hverj­ar góðar frétt­ir þá ætti mak­inn ætíð að vera sá sem ætti að fá frétt­irn­ar fyrst áður en þú hef­ur sam­band við for­eldra þína, fjöl­skyldu eða vini. Gleðifrétt­um ætti alltaf að deila fyrst með maka og síðan með hinum.

10. Að taka börn­in þín fram yfir maka þinn

Börn skipta mjög miklu máli. Þau eru mjög mik­il­væg­ir ein­stak­ling­ar í líf­inu en þau ættu ekki að vera þér mik­il­væg­ari en maki þinn. Ef þú for­gangsraðar börn­un­um ofar en maka þínum þá ertu ekki að sýna maka þínum tryggð í sam­band­inu/​hjóna­band­inu. Maki þinn ætti ætíð að koma á und­an. Það ger­ir ekki ein­göngu sam­band þitt við maka þinn sterk­ara held­ur gef­ur það líka börn­un­um besta mögu­lega ör­yggið sem þau geta fengið.

Skoðaðu þessa punkta og hvort að þér finn­ist þú vera 100% heiðarleg/​ur gangvart maka þínum. Með því að vera til­bú­inn að skoða þetta þá get­ur þú unnið að því að vera í ham­ingju­sömu og full­nægðu sam­bandi/​hjóna­bandi.

Grein­ina má skoða í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda