Skilaboð frá stjúpmæðrum til maka sinna

Stjúptengsl geta verið flókin og erfið.
Stjúptengsl geta verið flókin og erfið.

Stjúp­for­eldra­hlut­verkið er vanda­samt og mögu­lega eitt erfiðasta hlut­verkið sem fólk fær. Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fé­lags­ráðgjafi, sem rek­ur vef­inn Stjúptengsl, hef­ur mik­inn áhuga á að bæta ímynd stjúp­mæðra. Í gegn­um tíðina hef­ur hún staðið fyr­ir „stjúpu­hitt­ing­um“ þar sem 4-6 mann­eskj­ur eru sam­an á lokuðu 6 vikna nám­skeiði með það mark­mið að geta dílað bet­ur við stjúp­hlut­verkið. List­inn hér fyr­ir neðan sam­an­tekt frá Val­gerði eft­ir vinnu með stjúp­mæðrum í gegn­um tíðina:

  1. Sýndu því skiln­ing að það tek­ur mig tíma að byggja upp sam­band við börn­in þín og það er eðli­legt að vera meira tengd­ur eig­in börn­um en annarra. Leyfðu mér að prófa mig áfram.
  2. Hafðu mig með í ráðum varðandi börn­in þín og breyt­ing­ar á um­gengni. Þegar þú spyrð mig álits finnst mér ég skipta þig máli og að við erum í þessu sam­an.  Ég verð ánægðari og börn­in munu njóta þess líka.
  3. Þegar ég er spurð, hef ég bæði rétt á að segja já, nei eða leyfðu mér að hugsa málið.
  4. Ég virði rétt þinn til að ráðstafa tíma þínum og pen­ing­um – viltu virða minn líka?
  5. Viltu ræða við mig og skipu­leggja þá daga sem börn­in þín eru hjá okk­ur með mér? Óvænt­um uppá­kom­um fækk­ar og við verðum öll mun af­slappaðri þegar við vit­um hvað er framund­an.
  6. Þegar ég er af­slöppuð og und­ir­bú­in verð ég já­kvæðari og á auðveld­ara með að taka börn­un­um þínum opn­um örm­um.  Það hjálp­ar mér að mynda betri tengsl við þau.
  7. Gerðu líka ráð fyr­ir að við ger­um eitt­hvað sam­an sem fjöl­skylda þegar börn­in þín og þinn­ar fyrr­ver­andi eru ekki hjá okk­ur.
  8. Deildu með mér ábyrgð á börn­un­um en hvorki varpa henni al­farið á mig né halda þeim frá mér.
  9. Sýndu því skiln­ing að ég þarf stund­um tíma án þín og barna þinna, svo ég geti aðlag­ast í ró­leg­heit­um. 
  10. Viltu láta sam­bandið við þína fyrr­ver­andi snú­ast um börn­in ykk­ar en ekki ókláraðar deil­ur sem koma hvorki mér né börn­un­um þínum við.
  11. Það hjálp­ar mér að finna út úr mínu hlut­verki sem stjúpa, sinn­ir þú vel föður­hlut­verki þínu.  Við þurf­um að móta heim­il­is­regl­urn­ar sam­an en þú verður að sjá um að fram­fylgja þeim – í fyrstu.
  12. Þurf­ir þú að velja á milli minna óska og þinn­ar fyrr­ver­andi – viltu standa með mér?
  13. Mundu eft­ir að hrósa mér – sum­ir dag­ar eru ein­fald­lega mjög erfiðir.
  14. Hugsaðu um það sem hef­ur gengið vel og hvað það er sem virk­ar. Hugs­um í lausn­um!
  15. Ég elska þig – og skil að börn­in þín skipta þig máli. Hjálp­umst að við að skapa heim­ili sem við til­heyr­um öll og skipt­um hvort annað máli!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda