Þarf ég að fyrirgefa?

Theodór Francis Birgisson ráðgjafni hjá Lausninni.
Theodór Francis Birgisson ráðgjafni hjá Lausninni.

„Fyr­ir­gefn­ing er mikið notuð í parameðferð sem og í allri al­mennri meðferð þar sem unnið er með til­finn­ing­ar ein­stak­lings eða ein­stak­linga. Marg­ir fagaðilar hafa brennt sig á því að skiln­ing­ur skjól­stæðinga þeirra á því hvað fyr­ir­gefn­ing er fer ekki sam­an við al­menna skil­grein­ingu á fyr­ir­gefn­ing­unni. Í þess­ari grein verður í mjög stuttu máli fjallað um fyr­ir­gefn­ingu, mik­il­vægi henn­ar og hvernig best er að skilja hvað hún inni­held­ur,“ seg­ir Theo­dór Franc­is Birg­is­son ráðgjafi hjá Lausn­inni í sín­um nýj­asta pistli:

Þrátt fyr­ir að fyr­ir­gefn­ing hafi verið um­fjöll­un­ar­efni sam­talsmðer­ferða frá upp­hafi þeirr­ar aðferðar þá fóru fræðimenn ekki að skoða fyr­ir­gefn­ingu af neinni al­vöru fyrr en eft­ir 1985. Fram að þeim tíma höfðu aðeins verið fram­kvæmd­ar fimm aka­demísk­ar rann­sókn­ir á fyr­ir­gefn­ingu en í dag skipta þær hundruðum (Fincham, Jackson, & Beach, 2005). Meðferðaraðilar um all­an heim nota fyr­ir­gefn­ingu sem mik­il­væg­an þátt í að aðstoða fólk við að byggja upp róm­an­tísk sam­band og til að laga sam­band þar sem upp hef­ur komið fram­hjá­hald eða ann­ar þess hátt­ar trúnaðarbrest­ur í sam­band­inu (Gor­don, Baucom, & Snyder, 2005).

Marg­ir telja að það að fyr­ir­gefa sé í raun að samþykkja að á þeim hafi verið brotið og að það sé bara eðli­legt og ekk­ert við því að gera. Það að fyr­ir­gefa sé þannig birt­ing­ar­mynd þess að vera veik­ur og að hægt sé að vaða yfir mörk viðkom­andi. Fincham og fé­lag­ar (2006) koma meðal ann­ars inn á í grein sinni hvert eðli fyr­ir­gefn­ing­ar er og hvað aðskil­ur fyr­ir­gefn­ingu frá ýms­um öðrum fyr­ir­bær­um eins og til dæm­is sátt­ar­gerð (e. reconcile). Fincham fjall­ar um að fyr­ir­gefn­ing er ferli en ekki bara ákvörðun. Ferlið hefst hins veg­ar með þeirri ákvörðun að vilja fyr­ir­gefa og læra þá um leið hvernig fara á að því að út­færa það ferli. Það tek­ur sem sagt tíma að fyr­ir­gefa og sá sem brotið hef­ur gegn ein­hverj­um þarf að bera viðringu fyr­ir því ferli sem brotaþoli þarf að fara í gegn­um til að yf­ir­vinna sárs­auk­ann. Þegar við fyr­ir­gef­um þurf­um við ekki að taka þann sem við fyr­ir­gef­um í sátt og við fyr­ir­gef­um ekki til að leysa aðra frá sekt, skömm, lít­ilsvirðingu eða öðrum sárs­auka. Við ger­um það til að leysa okk­ur sjálf frá þess­um hamlandi og nei­kvæðu atriðum. Þegar við fyr­ir­gef­um þá leys­um við þann sem olli okk­ur sær­ind­um frá „skuld“ sem myndaðist við brotið þrátt fyr­ir að sá hinn sami eigi það alls ekki skilið. Sá sem fyr­ir­gef­ur er þannig að gefa óverðskuldaða gjöf til þess sem brotið hef­ur gegn hon­um (Enright, Freedm­an, & Rique, 1998).

Fyr­ir­gefn­ing­in er þannig í raun og veru viður­kenn­ing á því að brotið hafi verið gegn viðkom­andi og að það hafi verið illa gert og að til­efn­is­lausu. Það á ekk­ert skilt við það að láta eins og ekk­ert hafi gerst eða gera lítið úr brot­inu með at­huga­semd­um eins og „þetta skipt­ir engu máli“ eða „við skul­um bara gleyma þessu“. Sú aðferð leiðir ein­göngu til þess að sárs­auk­inn fær næði til að vaxa og skyggja um leið meira og meira á lífs­gæði og lífs­gleði þess sem ber sárs­auk­ann. Með fyr­ir­gefn­ingu er sárs­auk­an­um gefið vel skil­greint pláss og síðan er unnið með hann í ferli lækn­ing­ar og end­ur­reisn­ar (Fincham, 2006).

Það er al­gengt að ein­stak­ling­ar sem brotið hef­ur verið á telja sig hvorki geta né vilja fyr­ir­gefa. Í flest­um til­fell­um er þá um að ræða ranga skil­grein­ingu á því hvað það er að fyr­ir­gefa. Flest­ir vilja fyr­ir­gefa þegar þeir heyra um hvað það snýst en telja sig þó ekki geta fyr­ir­gefið. Fyr­ir­gefn­ing er flókið og tíma­frekt ferli og í mörg­um til­fell­um er nauðsyn­legt að leyfa fagaðila að hjálpa sér í gegn­um það ferli, sér­stak­lega ef skiln­ing­ur á hvað fyr­ir­gefn­ing er ligg­ur ekki ljós fyr­ir (Wade, 2012).

All­ir menn vilja fá að vera ham­ingju­sam­ir og fá að líða vel. Ef okk­ur tekst ekki að fyr­ir­gefa haml­ar það verlu­lega getu okk­ar til að líða vel og njóta þeirr­ar veg­ferðar sem við erum á.

Heim­ild­ir:

Enright, R. D., Freedm­an, S., & Rique, J. (1998). The psychology of in­ter­per­sonal forgi­veness. In R. D. Enright & J. North (Eds.), Explor­ing forgi­veness (pp. 46-62). Madi­son: Uni­versity of Wiscons­in Press.

Fincham, F. D., Jackson, H., & Beach, S. R. H. (2005). Trans­gressi­on sever­ity and forgi­veness: Dif­f­erent moderators for obj­ecti­ve and su­bj­ecti­ve sever­ity. Journal of Social and Cl­inical Psychology, 24, 860-875.

Fincham, F.D., Hall, J., Beach, S.R.H. (2006). Forgi­veness in Marria­ge: Cur­rent Status and Fut­ure Directi­ons. Family Relati­ons, 55.4: 415-427.

Gor­don, K., Baucom, D. H., & Snyder, D. K. (2005). Forgi­veness in coup­les: Di­vorce, in­fi­delity, and coup­les therapy. Í E. L. Wort­hingt­on (rit­stjóri), Hand­book of forgi­veness (pp. 407-422). New York: Rout­led­ge.

Wade, N. G. (2012). Introducti­on to the Special Issue on Forgi­veness in Therapy. Journal of Mental Health Coun­sel­ing; Jan 2010; 32, 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda