6 algeng vandamál við endurreisn sambands

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Fram­hjá­hald er verknaður sem all­ir í para­sam­bönd­um og hjóna­bönd­um von­ast til að þurfa ekki að tak­ast á við. Það er engu að síður dap­ur fylgi­fisk­ur lífs­ins og rúm­lega tveir af hverj­um tíu aðilum held­ur fram­hjá ein­hvern tím­ann á lífs­leiðinni. Þetta hlut­fall á þó meira við um karl­menn þar sem kon­ur halda að jafnaði síður fram­hjá. Kon­ur nálg­ast þó karl­ana ef tekið er inn í mynd­ina það sem kall­ast gæti til­finn­inga­legt fram­hjá­hald en ekki bara kyn­ferðis­legt,“ seg­ir Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Lausn­inni. Í sín­um nýj­asta pistli skrif­ar hann um nokk­ur góð ráð sem ætti að nýt­ast fólki eft­ir fram­hjá­hald: 

Fjöl­marg­ar hliðar koma upp þegar um fram­hjá­hald er að ræða. Hver er ástæða fram­hjá­halds­ins? Af hverju held­ur fólk fram­hjá maka sín­um þrátt fyr­ir hve aug­ljós­lega það stang­ast á við al­menn siðferðileg gildi, heiðarleika og traust? Fjöl­marg­ar kenn­ing­ar eru um ástæðurn­ar, allt frá því að maður­inn hafi ein­fald­lega þá frumþörf að fjölga sér yfir í að sjálfs­virðing okk­ar sé svo lé­leg að við þurf­um lítið annað en at­hygli eða hrós frá ein­hverj­um til þess að við tök­um jafn af­drifa­rík­ar ákv­arðanir. Inn í þess­ar umræður flétt­ast svo ávallt hvernig starf­sett­vang­ur­inn virðist kjör­inn vett­vang­ur fyr­ir náin kynni sem þró­ast geta í óheiðarleg sam­bönd svo ekki sé nú talað um áfeng­isneyslu og skyndikynni af ýmsu tagi.

Þá er einnig rætt um skil­grein­ing­ar, hvað ná­kvæm­lega er fram­hjá­hald? Er það bara þegar það er orðið kyn­ferðis­legt eða á það líka til um aðrar gjörðir og hugs­an­ir? Flest­ir geta verið sam­mála því að trúnaðarbrest­ur er orðinn ef náin til­finn­inga­tengsl mynd­ast milli aðila og/​eða sam­skipt­um er þannig háttað að þeim þarf að halda leynd­um fyr­ir maka, hvort sem fólk hitt­ist reglu­lega eða sam­skipt­in fara fram á ra­f­ræn­an hátt, eins og al­gengt er í dag.

Í raun má segja að ferli fram­hjá­halds sé í fjór­um liðum sem skipt­ast í A: aðdrag­and­ann B:verknaðinn C: op­in­ber­un­ina (ef málið kemst upp) og D: úr­vinnsl­una.

Hvað sem ástæðum fyr­ir fram­hjá­haldi líður og hvernig sem við ná­kvæm­lega skil­grein­um fram­hjá­hald þá er óhætt að segja að þegar aðili kemst að því að maki hans hef­ur gerst ótrúr, þá leiðir það af sér mikl­ar og erfiðar til­finn­ing­ar. Þolend­ur upp­lifa áfall sem fel­ur í sér hryll­ing og hjálp­ar­leysi, upp­lifa stjórn­leysi í líf­inu og um stund verður doði, tóm­leiki og jafn­vel ógleði hluti af til­finn­ing­un­um. Ein­manna­leiki, skömm, kvíði, reiði og heift eru hluti til­finn­inga sem bland­ast gjarn­an þess­um vonda kokteil og til að byrja með verða viðbrögð og ákv­arðanir al­mennt ekki tekn­ar í jafn­vægi. Af­leiðing­arn­ar geta leitt til þess sem skil­greint hef­ur verið sem áfall­a­streiturösk­un og í versta falli leitt til sjálfs­vígs.

Í mörg­um til­vik­um enda sam­bönd í kjöl­far fram­hjá­halds og í raun nokkuð eðli­legt að það sé krafa þoland­ans. Áætlað er að um 25-50% hjóna­skilnaða hafi með fram­hjá­höld að gera. Í lang­flest­um til­vik­um eru slík­ar aðstæður mjög erfiðar fyr­ir báða aðila og þá sér­stak­lega ef aðilar eiga börn sam­an. Spurn­ing­arn­ar sem vakna eru til dæm­is „Hvað verður um mig, get ég staðið á eig­in fót­um?“ og „Hvernig verður sam­band mitt við börn­in?“ Þetta eru eðli­leg­ar spurn­ing­ar þar sem sú fyrri á oft­ar við um kon­ur og sú síðari oft­ar um menn. Þessu fylgja einnig nýst­andi hug­leiðing­ar um þá staðreynd að aðrir aðilar komi að upp­eldi barn­anna auk þess sem til­hugs­an­ir um að mak­inn verði með öðrum aðila eru eðli­lega óþægi­leg­ar.

Þrátt fyr­ir að gjarn­an sé val­in sú leið að slíta sam­band­inu þegar fram­hjá­hald kem­ur upp, þá eru fjöl­marg­ir sem láta á það reyna að halda áfram og vinna úr ástand­inu. Af reynsl­unni mætti þó segja að oft sé það vel þess virði. Fjöl­mörg dæmi eru um að fólk sem vinn­ur úr slíkri reynslu, tel­ur sam­band sitt sterk­ara fyr­ir vikið og sú erfiða og langa veg­ferð sem slík vinna er, get­ur á end­an­um bætt ein­stak­ling­ana og sam­bandið sem þeir eru í. Til þess að það geti gerst þurfa báðir aðilar að vera til­bún­ir í þessa vinnu af heil­um hug. Gott er að leita til ráðgjafa sem get­ur stutt við vinn­una og boðið upp á hlut­laus­an vett­vang til þess að ræða til­finn­ing­ar og skoðanir.

Þegar pör velja að vinna áfram að sam­band­inu í kjöl­far fram­hjá­halds þá eru nokk­ur atriði sem nán­ast alltaf koma upp og gera vinn­una mun erfiðari en hún ann­ars þyrfti að vera. Hér á eft­ir koma sex slík atriði.

Nr. 1:

Ger­and­inn hætt­ir ekki í sam­skipt­um við aðilann sem hann hef­ur átt í sam­bandi við. Það er al­gjört lyk­il­atriði að öll­um sam­skipt­um ljúki taf­ar­laust við aðilann sem ger­and­inn hef­ur verið í tygj­um við. Ekki er óal­gengt að ger­and­inn upp­lifi sorg og söknuð við að slíta sam­skipt­um, sér­stak­lega þegar sam­bandið hef­ur staðið yfir í ein­hvern tíma. Af aug­ljós­um ástæðum get­ur það þó aldrei farið sam­an að byggja upp sam­band og að vera í sam­bandi við aðila sem átti hlut í fram­hjá­hald­inu.

Nr. 2:

Ger­and­inn held­ur gjarn­an eft­ir upp­lýs­ing­um eða lýg­ur til þess að verja sig og aðra sem mál­inu tengj­ast, af ótta við að upp­lýs­ing­arn­ar leiði end­an­lega til sam­bands­slita. Reynsl­an er sú að því fyrr sem ger­and­inn legg­ur spil­in á borðin, því fyrr er hægt að fara í upp­bygg­ing­una. Ef nýj­ar upp­lýs­ing­ar eru að skjóta upp koll­in­um þegar vinn­an við upp­bygg­ingu er haf­in, leiðir það óhjá­kvæmi­lega til mik­ill­ar tor­tryggni og end­ur­tek­inna áfallaviðbragða þoland­ans. Það ýtir enn frek­ar und­ir þrá­hyggju­kennd­ar hugs­an­ir sem þoland­inn er óhjá­kvæmi­lega með í tengsl­um við at­b­urðinn og hvort mak­an­um geti í raun og veru ein­hvern­tím­ann verið treyst­andi.

Nr. 3:

Ger­and­inn bregst illa við sí­end­ur­tekn­um umræðum um at­b­urðinn og kröfu mak­ans um að vita hvað ná­kvæm­lega gerðist. Ger­and­inn upp­lif­ir von­andi heil­brigða skömm og eðli­legt að hon­um finn­ist það mjög erfitt. Gerend­ur vilja sem minnst ræða verknaðinn og helst af öllu gleyma og halda áfram. Það er eng­an veg­inn ásætt­an­legt í svona mál­um og því reyn­ir á ger­and­ann að sýna maka sýn­um skiln­ing á því að þoland­inn þarf að ná utan um upp­lýs­ing­arn­ar til þess að geta minnkað þrá­hyggju­kennd­ar hugs­an­ir og tor­tryggni sem fylg­ir trúnaðar­brot­inu. Þolend­ur fest­ast í að sjá fyr­ir sér at­b­urði, jafn­vel um­fram það sem átti sér stað og því yf­ir­leitt best að segja satt og rétt frá, því ímynd­un­ar­afl þoland­ans fer jafn­vel enn lengra en það sem raun­veru­lega gerðist.

Nr. 4:

Ger­and­inn verður óþol­in­móður og pirraður vegna þess að mak­inn jafn­ar sig ekki eins fljótt og ger­and­inn von­ast eft­ir. Það er mjög mis­mun­andi hvað ein­stak­ling­ur er lengi að jafna sig eft­ir að maki hans held­ur fram­hjá hon­um. Í raun má segja að hlut­irn­ir verði aldrei eins en út­kom­an get­ur þó verið góð eins og áður kom fram. Það tek­ur lang­an tíma að kom­ast yfir verstu til­finn­inga­sveifl­urn­ar, þær koma í bylgj­um og mjög eðli­legt að það líði að minnsta kosti eitt ár áður en sveifl­un­um fer að fækka og áhrif þeirra að minnka. Þetta er mik­il­vægt að báðir aðilar séu meðvitaðir um og taki fullt til­lit til þess, sér­stak­lega ger­and­inn.

Nr. 5:

Þolend­ur varpa gjarn­an reiði sinni og ábyrgð yfir á mann­eskj­una sem tók þátt í fram­hjá­hald­inu með mak­an­um þeirra í stað þess að láta mak­ann bera ábyrgðina. Það get­ur sýnst þægi­legt að gera viðhaldið að söku­dólg og ekki ólík­legt að ger­and­inn ýti und­ir að það  til þess að létta sér lífið. Það get­ur komið í veg fyr­ir að upp­bygg­ing­in sé byggð á traust­um grunni. Til þess að hægt sé að byggja upp sam­band er mik­il­vægt að ger­and­inn sjái sinn hlut, gang­ist við hon­um og beri ábyrgð á því sem hann hef­ur gert. Að öðrum kosti gæti hann lifað í ákveðinni af­neit­un á af­leiðing­ar fram­hjá­halds­ins og tekst síður á við sjálf­an sig.

Nr. 6:

Þoland­inn tel­ur sig hafa rétt á að koma illa fram við ger­and­ann vegna brots­ins og beit­ir hann and­legu og/​eða lík­am­legu of­beldi. Það er full­kom­lega eðli­legt að ger­and­inn sýni iðrun, skammist sín og sé auðmjúk­ur í garð maka síns eft­ir að hafa verið ótrúr. Það er líka eðli­legt að þoland­inn sýni til­finn­ing­ar sín­ar, fái út­rás fyr­ir þeim og geti misst stjórn á til­finn­ing­um sín­um. Það rétt­læt­ir hins­veg­ar ekki að þoland­inn noti tæki­færið og beiti of­beldi. Slík fram­koma get­ur orðið að vana og leiðir til skaða þegar fram í sæk­ir. Bæði veld­ur hún því að ójafn­vægi mynd­ast í verðmæti ein­stak­linga í sam­band­inu, virðing og traust á erfiðara upp­drátt­ar og get­ur leitt til þess að þolandi of­beld­is­ins fer að lok­um úr sam­band­inu, sem ónýt­ir til­gang þeirr­ar vinnu sem varið hef­ur verið í upp­bygg­ingu sam­bands­ins.

Sú vinna sem fylg­ir upp­bygg­ingu sam­bands eft­ir fram­hjá­hald er krefj­andi og tek­ur lang­an tíma. Umb­un­in get­ur verið sú að ein­stak­ling­ar sem leggja slíka vinnu á sig koma al­mennt sterk­ari úr henni og í mörg­um til­vik­um geta sam­bönd þeirra orðið sterk­ari með reynsl­una að baki. Það er já­kvæð niðurstaða rann­sókna fyr­ir þá sem fjár­festa í slíkri vinnu að um 80% þeirra sem halda fram­hjá, gera það ekki oft­ar en einu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda