Notuðu útsláttarkeppni til að velja nafnið

Jón Orri og Sunna fengu innblástur af HM í fótbolta …
Jón Orri og Sunna fengu innblástur af HM í fótbolta þegar þau völdu nafnið á Kormák Kára. ljósmynd/ Mia Spange

Sunna Guðmunds­dótt­ir og unnusti henn­ar, Jón Orri Sig­urðar­son eiga sam­an strák­ana Hrafn­kel Orra fjög­urra ára og Kor­mák Kára þriggja ára. Sunna og Jón Orri fóru ný­stár­lega leið þegar þau völdu nafn á þann yngri. Sunna út­skýrði aðferðina fyr­ir Smartlandi. 

Fóru þið sömu leið þegar þið ákváðuð nöfn­in á dreng­ina ykk­ar? 

Nei við fór­um ekki al­veg sömu leið. Í fyrra skiptið fór­um við hvort í sínu lagi yfir list­ann á nafn.is, vefsíðu sem inni­held­ur öll nöfn sem til eru, sem endaði í ein­hverj­um tutt­ugu nöfn­um og við völd­um nafnið Hrafn­kell Forni út frá því. Hins veg­ar, dag­inn fyr­ir skírn­ina, sner­ist okk­ur hug­ur og við hringd­um í bak­ar­ann og báðum hann um að breyta merk­ing­unni á kök­unni í Hrafn­kel Orra.

Í seinna skiptið gát­um við ekki verið sam­mála, við fór­um í gegn­um nafn.is aft­ur og notuðum líka nafna-appið Nefna, þar sem nöfn­in eru flokkuð eft­ir ýms­um flokk­um, t.d. bibl­íu­nöfn­um, land­náms­nöfn­um og vin­sæld­um en allt kom fyr­ir ekki, við kom­umst ekki að neinni niður­stöðu.

Ég var kasólétt sum­arið 2014 og HM karla í fót­bolta var í full­um gangi, við fylgd­umst spennt með keppn­inni, en þaðan feng­um við inn­blást­ur fyr­ir nafna­útslátt­ar­keppni. Eins og með HM, þá völd­um við 16 úr­vals­nöfn sem höfðu kom­ist í gegn­um nafn.is út­slátt­inn. Við dróg­um handa­hófs­kennt þau nöfn sem áttu að keppa í 16 liða úr­slit­um. Í hverri viður­eign sögðum við á sama tíma það nafn sem við vild­um fá áfram. Ef við vor­um ósam­mála hringd­um við í vin eða ætt­ingja til að skera úr um sig­ur­inn. Í úr­slit­um mætt­ust svo nöfn­in Kári og Már, þar bar nafnið Kári sig­ur úr být­um.

Til gam­ans þá læt ég list­ann fylgja með: Birt­ing­ur, Finn­ur, Grett­ir, Há­kon, Héðinn, Hinrik, Hring­ur, Kári, Kolfinn­ur, Kor­mák­ur, Már, Sól­björn, Sól­mund­ur, Seba­stí­an, Storm­ur, Týr.

Bræðurnir Hrafnkell Orri og Kormákur Kári.
Bræðurn­ir Hrafn­kell Orri og Kor­mák­ur Kári. ljós­mynd/ Mia Spange

Var ekk­ert erfitt að sjá ein­hver nöfn detta úr leik?

Jú það var frek­ar leiðin­legt hversu ósam­mála við vor­um með nöfn­in, ég var til dæm­is mjög hrif­in af Stormi, Sól­mundi og Hring en Jón Orri var hrif­inn af nöfn­un­um Birt­ing­ur og Kolfinn­ur. 

Fóru þið eft­ir loka­úr­slit­un­um eða hagrædduð þið úr­slit­un­um eitt­hvað?

Við vild­um bara skilja þetta eft­ir opið, sjá hvaða nafn passaði við barnið. En okk­ur fannst hann mjög Kára­leg­ur við fyrstu sýn.

Af hverju tvö nöfn?

Fyrstu dag­ana hét hann bara Kári. Ég vildi helst bara hafa eitt nafn, Kári Jóns­son. En Jóni Orra fannst það vera bráðnauðsyn­legt að barnið fengi tvö nöfn. Svo við völd­um nafnið Kor­mák­ur í sam­ein­ingu (sem datt reynd­ar strax úr leik í 16 liða úr­slit­un­um).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda