„Dætur okkar eiga ekki pabba“

Tótla og Sigga eiga dæturnar Eyrúnu og Úlfhildi.
Tótla og Sigga eiga dæturnar Eyrúnu og Úlfhildi.

Sig­ríður Eir Zoph­on­ías­ar­dótt­ir og eig­in­kona henn­ar Anna Þór­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir eiga sam­an tvær dæt­ur þær Úlf­hildi sem er að verða þriggja ára og Eyrúnu sem er þriggja mánaða. Þær Sigga og Tótla eins og þær eru kallaðar eru oft spurðar út í pabba stelpn­anna en Sigga seg­ir að stelp­urn­ar eigi ekki pabba og fólk eigi stund­um erfitt með að meðtaka það.

„Dæt­ur okk­ar eiga ekki pabba. Þær voru bún­ar til úr eggj­um okk­ar hjóna og karla-frum­um sem við keypt­um af ein­hverj­um and­lits­laus­um manni í Dan­mörku með milli­lend­ingu í sæðis­banka,” skrifuðu Sigga og Tótla á Face­book-pistli um málið. 

Sigga og Tótla hafa alltaf lagt upp með að út­skýra fyr­ir stelp­un­um sín­um hvernig þær urðu til enda segja fræðin það að það sé besta segja sann­leik­ann allt frá byrj­un. Sigga seg­ir að Úa eins og eldri dótt­ir þeirra er kölluð hafi varla verið byrjuð að mynda heila setn­ingu þegar hún áttaði sig á að henn­ar fjöl­skylda væri öðru­vísi en marg­ar aðrar enda segja flest­ar barna­bæk­ur frá barni sem á mömmu og pabba og lítið er um hinseg­in fjöl­skyld­ur eða ein­stæða for­eldra. „Nema kannski Ein­ar Áskell, hann á bara einn pabba,“ seg­ir Sigga.

Systurnar eru góðar vinkonur.
Syst­urn­ar eru góðar vin­kon­ur.

Sigga seg­ir að þær Tótla hafi ekki mætt for­dóm­um þegar þær voru að stofna fjöl­skyldu fólk hafi aðallega sam­gleðst þeim. Spurn­ing­ar um upp­runa stelpn­anna sé því ekki sprottið af for­dóm­um held­ur frek­ar af vanþekk­ingu. Sigga skil­ur vel að spurt sé út í hvernig dæt­ur þeirra urðu til enda er ekki svo langt síðan að tvær kon­ur byrjuðu að geta átt börn sam­an. Sigga og Tótla hafa því svarað spurn­ing­um með glöðu geði og munu halda áfram að svara slík­um spurn­ing­um.

Þær eru hins­veg­ar orðnar þreytt­ar á því að það sé verið að spyrja um pabba stelpn­anna. „Það eiga all­ir pabba,“ sagði kona við Siggu og þurfti Sigga að benda kon­unni á að það væri bara ekki rétt enda líta þær á föður­hlut­verkið sem fé­lags­legt hlut­verk. ,,Við ber­um meiri virðingu fyr­ir föður­hlut­verk­inu en svo að það að gefa sæði geri ein­hvern að pabba. Vit­ur kona sagði nefni­lega einu sinni við mig; Þú verður móðir með því að mæðra ein­hvern, með því að sinna móður­hlut­verk­inu og það sama á við um feður. Þannig er þetta hlut­verk og tit­ill sem þú ávinn­ur þér með tengsl­um.“

Spurn­ing­ar eins og þess­ar geta verið af­drifa­rík­ar þegar barn heyr­ir til. Sigga seg­ir að þetta sé ekki enn farið að hafa sær­andi áhrif á Úu en hún get­ur vel ímyndað sér að það geri ef þessu held­ur áfram. „Orð geta haft mót­andi áhrif á börn,“ seg­ir Sigga.

 „Vá hvað þær eru heppn­ar að eiga tvær mömm­ur,“ eru at­huga­semd­ir sem þær heyra stund­um og seg­ir Sigga það ekk­ert betra. Hún legg­ur áherslu á að það sé ekk­ert betra að eiga tvær mömm­ur frek­ar en eina mömmu og einn pabba. At­huga­semd­ir sem þess­ar gefa það í skyn að mömm­ur séu betri og gera lítið úr föður­hlut­verk­inu „Stelp­urn­ar eru í raun bara heppn­ar að eiga for­eldra sem elska þær skil­yrðis­laust,“ seg­ir Sigga.

Sigga legg­ur áherslu á að fólk tali við annað fólk af virðingu. Í því felst kannski að fólk þurfi að kynna sér mál­efni hinseg­in fólks. Þrátt fyr­ir að vera hluti af hinseg­in sam­fé­lag­inu þarf Sigga sjálf að vera dug­leg að kynna sér mál­efnið því hinseg­in regn­bog­in er sí­fellt að taka breyt­ing­um. Mik­il­vægt er að muna að öll erum við fólk sem eig­um skilið virðingu.

Sigga ásamt dætrum sínum.
Sigga ásamt dætr­um sín­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda