Er í lagi að kalla samstarfsaðila sexý?

Eftir að hafa lesið skilaboð eiginkonu sinnar við yfirmann sinn …
Eftir að hafa lesið skilaboð eiginkonu sinnar við yfirmann sinn varð hann að leita ráða hjá Valdimar Þór Svavarssyni ráðgjafa hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skrefið svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá óör­ugg­um eig­in­manni sem finnst yf­ir­maður eig­in­kon­unn­ar vera að fara yfir mörk. 

Sæll Valdi­mar

Ég komst að því um dag­inn að kon­an mín er búin að vera í sam­skipt­um við yf­ir­mann sinn. Hann er 20 árum eldri og hafa þau sam­skipti átt sér staði í gegn­um sam­fé­lags­miðla í laumi. Ég sá eitt­hvað af þess­um skila­boðum og flest voru bara um dag­inn og veg­inn. Eitt sinn sendi hún hon­um mynd af sér í sund­föt­um og hann svarað henni til baka að mynd­in væri „töff og sexý“. Hún legg­ur áherslu á að hann sé að meina að mynd­in sé það, ekki hún sjálf. Síðan send­ir hann henni að hann sakni henn­ar þegar hún er ekki í vinn­unni og hlakki til að sjá hana og hún seg­ir sömu­leiðis. Hún seg­ir að þau séu bara vin­ir og ég sé að gera of mikið úr þessu og þess vegna hafi hún leynt þessu. Þarf ég að hafa áhyggj­ur af þessu? Eru þetta heil­brigði sam­skipti?

Kveðja, X

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Góðan dag­inn og takk fyr­ir þessa áhuga­verðu spurn­ingu.

Stutta svarið við spurn­ing­unni er já, þetta er eitt­hvað sem er eðli­legt að hafa áhyggj­ur af og nei, þetta eru ekki eðli­leg sam­skipti. Miðað við þína hlið á mál­inu þá er hægt að tala um fram­hjá­hald eða í það minnsta fyrstu skref­in í þá átt. Það er mis­mun­andi hvað fólk tel­ur vera fram­hjá­hald og mjög mis­mun­andi hvað hver og einn tel­ur að sé eðli­legt eða í lagi í sam­bandi við sam­skipti við aðra utan sam­bands­ins sem þeir eru í. Sum­ir vilja meina að ein­göngu sé um fram­hjá­hald að ræða þegar sam­band aðila verður lík­am­legt á ein­hvern hátt. Aðrir líta svo á að um leið og ein­hver sam­skipti eru far­in að eiga sér stað þar sem verið er að ýja að ein­hverju sem snýr að kyn­lífi, sam­bandi eða öðru sem snýr að nán­um sam­bönd­um, þá sé um fram­hjá­hald að ræða. Skipt­ir þá ekki  máli hvort þessi sam­skipti eigi sér stað maður á mann eða á ra­f­ræn­an hátt, t.d. á Face­book, Skype, Snapchat eða öðrum miðlum. Þegar talað er um fram­hjá­hald þá er það ein­fald­lega þannig að ef þú átt í sam­bandi við ein­hvern aðila og ákveður að leyna því fyr­ir maka þínum, þá er það trúnaðar­brot og fram­hjá­hald ef sam­skipt­in eru á þeim nót­um.

Þú seg­ir að sam­skipt­in hafi verið „í laumi“ og að kon­an þín hafi valið að leyna sam­skipt­un­um fyr­ir þér, þetta eru hvoru tveggja gild­ar ástæður til að segja að þarna sé um fram­hjá­hald að ræða. Trúnaðar­brot í sam­bönd­um eru afar slæm og valda öllu jafn­an mikl­um sárs­auka hjá þeim sem upp­lifa slíkt. Ekk­ert get­ur rétt­lætt fram­hjá­hald. Ef sam­bandið okk­ar er ekki eins og við vilj­um hafa það, þá er eðli­leg­ast að gera sitt besta til að vinna í því og leita leiða til þess að það sé inni­halds­ríkt og gott. Ef all­ar leiðir bregðast í slíkri vinnu er eðli­legt að skoða þann mögu­leika að ljúka sam­band­inu og gera það þá á heiðarleg­an hátt, áður en farið er að skoða aðra mögu­leika. Í hinum full­komna heimi væri þetta al­menn regla en raun­veru­leik­inn er sá að trúnaðarbrest­ir og fram­hjá­höld eru mjög al­geng í umræðunni þegar kem­ur að erfiðleik­um og áföll­um í sam­bönd­um.

Það er siðferðilega rétt að gæta trúnaðar í para­sam­bandi og að bera virðingu fyr­ir sam­bönd­um annarra. Það rík­ir sér­stök ábyrgð á herðum þeirra sem eru yf­ir­menn, stjórn­end­ur og all­ir fagaðilar sem vinna með fólki, að fylgja ýtr­ustu siðaregl­um á þessu sviði og koma fram af heiðarleika. Kon­an þín ber al­farið ábyrgð á sín­um þætti í mál­inu og sjálfsagt að setja spurn­ing­ar­merki við það að senda yf­ir­manni sín­um mynd af þessu tagi. Yf­ir­maður­inn ætti líka að setja skýr mörk á öll slík sam­skipti og taka ekki þátt í þeim.

Spurn­ing­in sem eft­ir sit­ur er hvað þú vilt gera í þess­ari stöðu og hvort þú sætt­ir þig við trúnaðar­brot af þessu tagi. All­ir geta gert mis­tök og ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vinna að sam­band­inu þó svo að svona mál hafi komið upp. Ég mæli með að fá aðstoð par­aráðgjafa í slíka vinnu. Til þess að vinn­an skili ár­angri þarf vilji beggja að vera til staðar til þess að sinna sam­band­inu, sam­komu­lag þarf að vera um hvað er rétt og rangt í sam­skipt­um við aðra og full­kom­inn heiðarleiki þarf að ríkja í fram­hald­inu.

Gangi ykk­ur vel í fram­hald­inu!

Kær kveðja,

Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mar spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda