Langar í „litlu“ stelpurnar í fjölskyldunni

Íslenskur maður játaði fyrir konu sinni að hann langi til …
Íslenskur maður játaði fyrir konu sinni að hann langi til að sænga hjá yngri konum. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem glím­ir við mik­inn sárs­auka. 

Sæll

Ég er að glíma við mik­inn sárs­auka innra með mér og veit hrein­lega ekki hvað ég á að gera. Maður­inn minn kom heim einn dag­inn og sagði mér að hann sé bú­inn að vera að ímynda sér að hann sé að eiga mök við hinar og þess­ar stelp­ur sem eru þó nokkuð yngri en við og flestall­ar ungu stelp­urn­ar í fjöl­skyld­unni minni líka. Ég hafði aldrei verið eins ham­ingju­söm og akkurat þá í lífi mínu, en núna veit ég ekki hvað ég á að gera og hvort ég get tæklað þetta. Hann vill ná bata og lang­ar ekki að hugsa svona leng­ur, en það var ástæðan fyr­ir því að hann sagði frá. Mig lang­ar að spyrja þig hvort þú hald­ir að hann gæti sigr­ast á þessu eða bara gefið mér ráð um hvað sé best að gera í þess­um aðstæðum.

Kveðja, H

 

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdi­mar Þór Svavars­son. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

 

Góðan dag­inn og takk fyr­ir að senda þessa spurn­ingu.

Per­sónu­lega myndi ég segja að þetta séu tvö aðskil­in mál. Ann­ars veg­ar eru það kyn­ferðis­leg­ar hug­renn­ing­ar og lang­an­ir manns­ins þíns og hins veg­ar er það sárs­auk­inn sem þú ert að upp­lifa. Ég hvet þig til þess að fókusera á seinni hlut­ann, vinna með sjálfa þig og leita aðstoðar hjá ein­hverj­um aðila sem þú treyst­ir og get­ur rætt við um þína líðan og hvað þú vilt gera í stöðunni. Það er mjög mik­il­vægt að geta tjáð sig í ör­uggu um­hverfi, um mál sem eru að valda miklu hug­ar­angri og van­líðan. Það er að sama skapi mik­il­vægt að aðil­inn sem rætt er við sé ekki per­sónu­lega tengd­ur aðstæðunum og geti þannig sýnt skiln­ing og veitt stuðning án þess að dæma einn né neinn.

Varðandi það hvort maður­inn þinn geti sigr­ast á þessu er ómögu­legt að svara, því það bygg­ir al­farið á hans eig­in vilja til þess að tak­ast á við verk­efnið. Ef hann ætl­ar sé að vinna úr þessu, þá get­ur hann það.

Við hugs­um öll ótelj­andi hugs­an­ir yfir dag­inn og rann­sókn­ir sýna að sum­ar hverj­ar eru af kyn­ferðis­leg­um toga, meðal ann­ars að stunda kyn­líf með öðrum en maka. Mis­mun­ur get­ur verið á milli kynja og eft­ir aldri hvað þetta varðar. Ef­laust kann­ast marg­ir við að fá upp í hug­ann hugs­an­ir sem stand­ast ekki siðferðilega skoðun og eru að ein­hverju leyti „fant­así­ur“ sem birt­ast og hverfa á víxl. Spurn­ing­in er alltaf hversu langt við leyf­um slík­um hug­leiðing­um að ganga, hvort við stöldr­um við þær og gef­um þeim rými til að vaxa og dafna þannig að þær séu farn­ar að verða eitt­hvað annað en leift­ur sem kem­ur og fer. Kyn­ferðis­leg­ar hugs­an­ir „dópa“ hug­ann og geta orðið að nokk­urs kon­ar fíkn. Ef ekk­ert er að gert geta hugs­an­irn­ar leitt til þess að við ger­um eitt­hvað til þess að reyna að upp­lifa fant­así­urn­ar. Það er því já­kvætt að maður­inn þinn hafi opnað á umræðuna í stað þess að halda þessu leyndu. Það dreg­ur strax úr áhrifa­mætti slíkra hugs­ana. Það gild­ir það sama um hann varðandi úr­vinnsl­una, það er að segja, ég mæli með því að hann leiti til aðila sem hann get­ur rætt við og fengið fag­leg ráð um það hvernig hann get­ur tek­ist á við þess­ar hugs­an­ir og komið þeim í heil­brigðan far­veg.  

Gangi ykk­ur allt í hag­inn!

Kær kveðja,

Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mari spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda