Ekkert sem bendir til að opin sambönd virki

Theodór Francis Birgisson.
Theodór Francis Birgisson.

„Und­an­farið hef­ur tals­vert borið á umræðu í sam­fé­lag­inu um gæði þess að vera í opnu par­sam­bandi og að ástar­sam­bönd geti auðveld­lega inni­haldið þrjá eða fleiri ein­stak­linga. Mér hef­ur fund­ist umræða á ákveðnum villi­göt­um og lang­ar að miðla með ykk­ur nokkr­um hug­renn­ing­um þar að lút­andi,“ seg­ir Theo­dór Franc­is, klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skylduráðgjafi, í sín­um nýj­asta pistli: 

Það lang­ar senni­lega flesta að líða vel þó svo að ég viti um ein­stak­linga sem líður hálf­illa ef þeim líður ekki illa yfir ein­hverju. Flesta dreym­ir um par­sam­band sem er inni­halds­ríkt, gef­andi og nær­andi og sum­ir ganga jafn­vel svo langt að dreyma um full­kom­inn maka sem við vit­um þó öll að fyr­ir­finnst hvergi. Marga dreym­ir um ann­ars kon­ar kyn­líf en þeir eru að upp­lifa með mak­an­um og í sorg­lega mörg­um til­fell­um er kyn­lífið ekki upp á marga fiska. Í ný­legri rann­sókn kom til dæm­is fram að 90% þeirra para sem leita sér hjálp­ar varðandi sam­band sitt eiga í erfiðleik­um með kyn­lífið þrátt fyr­ir að það sé ekki ástæða þess að fólkið leiti sér aðstoðar.  

Skilnaðartíðni hér á Íslandi eins og í flest­um vest­ræn­um ríkj­um er mjög há en sér­fræðing­ar telja að helm­ing­ur allra par­sam­banda endi í skilnaði. Í flest­um til­fell­um er það vegna vænt­inga sem ekki voru upp­fyllt­ar og senni­lega var ekki brugðist við vænt­ing­un­um af því að mál­in voru ekki rædd. Það eru síðan tal­verðar lík­ur á að eft­ir sitji börn sem fá að „borga reikn­ing­inn“ fyr­ir deil­ur for­eldr­anna sem geta staðið árum sam­an. Auðvitað eru til pör sem skilja á fal­leg­an hátt og það er til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar en það eru samt sem áður und­an­tekn­ing­ar­til­felli.

Ég hef um margra ára skeið unnið með ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um en þó mest með pör­um. Fyrst sem prest­ur en síðar sem klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi. Ég hef í starfi mínu notið leiðsagn­ar og fengið kennslu frá sum­um af virt­ust fræðimönn­um í heim­in­um á þessu starfs­sviði og hef í raun helgað líf mitt og starfs­fer­il vinnu með pör­um. Þó að það hljómi ekki sér­lega auðmjúkt hjá mér þá er ég því nokkuð vel að mér í þess­um efn­um, þrátt fyr­ir að hafa bara verið í einu par­sam­bandi sjálf­ur. Þegar ég byrjað mitt há­skóla­nám átti ég svo­lítið erfitt með að kyngja því að það sem ég „vissi“ fyr­ir víst væri lít­ils sem einskis virði ef ekki væri hægt að staðfesta það með aka­demísk­um rann­sókn­um.

Með ár­un­um — og núna ára­tug­un­um —  sem liðnir eru síðan ég hóf korn­ung­ur nám í guðfræði vest­ur í Kan­ada hef­ur mér lærst bet­ur og bet­ur að meta þá gagn­rýnu hugs­un sem há­skóla­sam­fé­lagið inn­prent­ar manni. Ég kapp­kosta sem fagmaður í mínu starfi að hljóma eins lítið „fræðileg­ur“ og ég get og vera eins „mann­leg­ur“ og ég get. Það er eitt af því sem ég lærði af dr. Sigrúnu Júlí­us­dótt­ur, pró­fess­or við Há­skóla Íslands, en hún sagði eitt sinn þegar ég sat nám­skeið sem hún kenndi „góður fagmaður þarf fyrst að verða góður maður“.  Ég var svo hepp­inn þegar ég skrifaði meist­ara­rit­gerð mína í fé­lags­ráðgjöf að fá Sigrúnu sem leiðbein­anda og lærði ég gríðarlega mikið á þeirri sam­ferð okk­ar.

Þegar par leit­ar til þerap­ista og er jafn­vel með þá hug­mynd að best væri að skilja við maka sinn þá er það nú samt þannig að í fæst­um til­fell­um vill fólk í raun­inni skilja. Fólk lang­ar bara að fá að líða vel. Það skil ég mjög vel því að ég er einn af þeim sem vill fá að líða vel. Ég vildi að all­ir sem leita sér hjálp­ar gætu lagað par­sam­bandið sitt en svo er því miður ekki. Það er því óhjá­kvæmi­legt að sum par­sam­bönd nái ekki lang­lífi. Fáir vís­inda­menn sam­tím­ans hafa rann­sakað ástar­sam­bönd meira en dr. John Gottman sem ásamt eig­in­konu sinni dr. Ju­lia Gottman stofnaði og rek­ur The Gottman Institu­te í Seattle (BNA). Stofn­un­in hef­ur ára­tug­um sam­an stundað rann­sókn­ir á líðan og hegðan ein­stak­linga í ástar­sam­bönd­um og sett fram áhuga­verðar kenn­ing­ar um hverju ástar­sam­band þarf að búa yfir til að lifa af storma lífs­ins. Gottman tel­ur að grund­völl­ur­inn sem allt annað í par­sam­band­inu bygg­ir á sé vinátta. Án henn­ar sé í raun ekki hægt að láta par­sam­band ganga upp. Að byggja upp og viðhalda vináttu­sam­bandi er í öll­um til­fell­um lang­tíma­verk­efni. Það má segja á ein­fald­an hátt að eina leiðin til að byggja vináttu er að ein­stak­ling­ar eigi í sam­skipt­um þar sem hjarta snert­ir hjarta. Án sam­skipta verður aldrei til vinátta. Það að elska ein­hvern fel­ur sem sagt í sér að viðkom­andi aðili gef­ur hjarta sitt og vináttu til ann­ars aðila. Til þess þarf að taka meðvitaða ákvörðun og af því má leiða að það að elska ein­hvern er ekki byggt á til­finn­ingu líðandi stund­ar held­ur er um hreina ákvörðun að ræða. Ákvörðun sem síðan þarf að fram­fylgja í verki.

Þegar ég les frá­sagn­ir ein­stak­linga um ágæti þess að eiga fleiri enn einn elsk­huga á sama tíma þá ef­ast ég ekki um að til­finn­ing­arn­ar sem þess­ir ein­stak­ling­ar eru að upp­lifa séu ánægju­leg­ar. Ég vil hins veg­ar benda á að í raun hef­ur mjög lítið verið rann­sakað hvernig  fjöl­menn­ari ástar­sam­bönd­um en tveggja manna hef­ur vegnað. Það hafa þó verið gerðar mæl­ing­ar á ánægju ein­stak­linga í kyn­lífi slíkra sam­banda. Það kem­ur oft vel út til skemmri tíma eins og reynd­ar margs kon­ar önn­ur skamm­tímagleði hef­ur í för með sér. Við skrif þess­ar­ar grein­ar leitaði ég til mér mun fróðari ein­stak­linga inn­an fræðasam­fé­lags­ins bæði á Íslandi og er­lend­is. Niðurstaða mín er sú að ég hef ekki fundið eina ein­ustu rann­sókn (sem telj­ast myndi töl­fræðilega áreiðan­leg) sem bend­ir til þess að fjöl­menn par­sam­bönd lifi af það áreiti sem fylg­ir því að vera í par­sam­bandi. Það eru hins veg­ar tal­vert marg­ar rann­sókn­ir sem benda til þess að slíkt fyr­ir­komu­lag reyn­ist fólki mjög dýr­keypt. Rann­sókn­ir hafa til dæm­is sýnt að fólk í „tveggja manna“ lang­tímap­ar­sam­bandi er ham­ingju­sam­asta fólk í heimi og þeir sem eru ánægðast­ir í kyn­lífi sínu eru líka þeir sem eru í slík­um fá­menn­um sam­bönd­um.

Það er reynd­ar frek­ar „ís­lenskt“ að tjalda til einn­ar næt­ur og við höf­um kom­ist langt með „þetta redd­ast“ viðhorf­inu. Þegar kem­ur að ör­yggi og framtíð fjöl­skyld­unn­ar má samt ekki kasta til hend­inni. Það þarf að vanda sig og við þurf­um að sjá langt fram á veg­inn. Við þurf­um að muna að það er ekki sjálf­gefið að fá að elska og það þarf að leggja rækt við þá dýr­mætu til­finn­ingu. Slík rækt­ar­semi kost­ar vilja og vand­virkni, at­hygli og áhuga. At­hygli gagn­vart til­finn­ing­um maka þíns og áhuga á sam­band­inu. Við þurf­um að vilja byggja upp sam­bandið og það þarf að vanda sig við þá vinnu. Sam­band verður ekki gott af sjálfu sér, það þarf að gera sam­bandið gott og það krefst þess að báðir aðilar sam­bands vandi sig á hverj­um ein­asta degi.

Ef til vill munu rann­sókn­ir kom­andi ára sýna fram á að fjöl­menn par­sam­bönd leiði til mik­ill­ar ham­ingju, vellíðunar og ánægju. En á meðan all­ar rann­sókn­ir sem við get­um notað til að vísa okk­ur veg­inn benda til þess að tveggja manna ástar­sam­bönd séu far­sæl­ust þá held ég áfram að mæla með því sam­bands­formi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda