Fluttu inn saman eftir 2 stefnumót vegna veirunnar

Carrie Lee Riggins flutti inn með manni eftir 2 stefnumót …
Carrie Lee Riggins flutti inn með manni eftir 2 stefnumót vegna veirunnar. skjáskot/Instagram

Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum myndi Carrie Lee Rigg­ins aldrei láta sér þetta það í hug að flytja inn með manni sem hún kynnt­ist á stefnu­móta­for­riti, aðeins viku eft­ir að þau hitt­ust fyrst. En núna eru aðstæðurn­ar langt frá því að vera venju­leg­ar og því er Carrie flutt inn með Mike sem hún kynnt­ist á Bumble. 

Í pistli á MarieCl­arie.com seg­ir hún frá því hvernig sam­búðin kom til og hvernig geng­ur. 

„Ég kynnt­ist Mike á Bumble um miðjan fe­brú­ar. Við ætluðum að fara á okk­ar fyrsta stefnu­mót þann 23. fe­brú­ar, en það varð aldrei að því. Hann setti inn vit­lausa dag­setn­ingu í daga­talið. Hann ætlaði að koma til Man­hatt­an, þar sem ég bý, frá Mystic í Conn­ecticut, þar sem hann býr, og við ætluðum að fara út að borða. Í stað þess var hann í Arizona. 

Ég varð fyr­ir von­brigðum, ég hlakkaði til að hitta hann. Hann sendi mér samt strax blóm og baðst af­sök­un­ar. Við hitt­umst loks­ins í per­sónu laug­ar­dag­inn 7. mars. Við feng­um okk­ur há­deg­is­mat, fór­um í göngu­túr og fór­um svo út að borða um kvöldið,“ skrifa Carrie. 

Hún seg­ir að það hafi verið nota­legt að spjalla við hann og að hann hafi virki­lega hlustað á hana. Nokkr­um dög­um seinna heim­sótti hún hann til Mystic, og komst að því að einn af henn­ar bestu vin­um býr aðeins tveim­ur hús­um frá hon­um. 

Þau eyddu deg­in­um sam­an og síðan fór hún aft­ur heim til Man­hatt­an. Dag­ana á eft­ir fylgd­ist hún með frétt­um af kór­ónu­veirunni sem var að byrja að herja á Banda­rík­in. 

Carrie og kötturinn Jack fluttu inn til Mike.
Carrie og kött­ur­inn Jack fluttu inn til Mike. skjá­skot/​In­sta­gram

„Ég var að tala við Mike í sím­ann og sagði hon­um hversu furðulega mér leið. Hann bauð mér að pakka sam­an dót­inu mínu og flytja inn í svefn­her­bergið á neðri hæðinni hjá hon­um. Ég hugsaði mig dá­lítið um. Ég var ekki viss um að þetta væri rétt skref. En eft­ir því sem ástandið varð ógn­væn­legra ákvað ég að nú væri tími til þess að fara úr borg­inni um tíma. Ég flúði með Jack, kött­inn minn og föt fyr­ir tvær vik­ur. Ég kom heim til Mike klukk­an 11 um kvöldið þann 12. mars. Hann var far­inn í hátt­inn,“ skrif­ar Carrie. 

Hún seg­ir að hingað til hafi sam­búðin gengið vel. Hún býr á neðri hæðinni og hann á efri hæðinni og þau hitt­ast í stof­unni. Fyrstu vik­una gat hann enn farið í vinn­una yfir dag­inn en vinn­ur núna heima. 

„Eitt sem ég geri ekki er að elda. Ég var í Worst Cooks in America, svo ég er ekki að grín­ast. En ég geri gott sal­at. Mike eldaði lax í síðustu viku og ég gerði sal­atið. Ég vaska upp og þríf.“

Hún seg­ir að þó þau búi sam­an sé enn mik­il róm­an­tík í loft­inu. Þau eru með sér­her­bergi og sér baðher­bergi. Hún seg­ist þó ekki vita hvert fram­haldið verði enda er margt óljóst um þess­ar mund­ir. Hún sé þó með bíl­inn sinn og vin í næsta húsi. 

„Um dag­inn sagði hann við mig „Ég leitaði að blóm­um í búðinni handa þér“ og ég sagði „Það er allt í lagi, þú keypt­ir kló­sett­papp­ír handa mér“. For­gangs­röðunin er önn­ur á tím­um sem þess­um,“ skrif­ar Carrie. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda