Heimurinn er á röngunni ... og mér leiðist

Sara Oddsdóttir markþjálfi og ráðgjafi.
Sara Oddsdóttir markþjálfi og ráðgjafi. mbl.is/Árni Sæberg

„Og mér leiðist! Ég kemst hvorki í sund né jóga þessa dag­ana sem er mín leið til að næra mig and­lega og lík­am­lega. Vinn­an mín, sem geng­ur út á að hitta fólk, er með öðru sniði. En ég er að velta fyr­ir mér þess­um fé­lags­lega þætti sem við nær­um þegar við för­um í vinn­una, jóga­sal­inn, rækt­ina, skól­ann og svo fram­veg­is,“ seg­ir Sara Odds­dótt­ir ráðgjafi og markþjálfi í sín­um nýj­asta pistli: 

Maður­inn er fé­lags­dýr, en fé­lags­dýr er dýra­teg­und sem hef­ur mik­il sam­skipti við önn­ur dýr, sér­stak­lega af sömu teg­und og býr sér til eins kon­ar sam­fé­lag. Sam­fé­lagið get­ur verið vinnustaður­inn, lík­ams­rækt­in, skól­inn og auðvitað heim­ilið. Hvort sem það er þitt heim­ili, vina­fólks eða fjöl­skyldu þá er ein af grund­vall­arþörf­um okk­ar að til­heyra sam­fé­lagi. Við get­um líka til­heyrt fleiri en einu sam­fé­lagi. Við þurf­um öll að vera séð og að sjá aðra. 
Gefa og þiggja.

Eins og staðan er í dag þá er aðgengið að sam­fé­lag­inu sem við til­heyr­um ekki það sama og venju­lega. Við nýt­um okk­ur ýms­ar leiðir til að sinna því sem við erum vön að sinna. Ég get talað við viðskipta­vini mína á Zoom og gert jóga heima, en það er ekki það sama. Þessi grunnþörf okk­ar að til­heyra og vera séð verður ekki nærð á sama hátt með Zoom eða jóga inni í stofu. Auðvitað fagna ég því að það sé hægt yf­ir­höfuð en það nær­ir ekki grunnþörf­ina að til­heyra sam­fé­lagi. Því jóga­sam­fé­lagið mitt er ekki heima í stofu, held­ur í Sól­um þar sem ég stunda jóga. 

Það að mér leiðist er í raun tómið eða skort­ur á teng­ingu við sam­fé­lagið sem ég til­heyri. Við vilj­um oft ekki tala um erfiðar til­finn­ing­ar. Til­finn­ing­ar eins og ein­mana­leiki eru nokkuð sem marg­ir, þar á meðal ég, finna fyr­ir ein­mitt núna. Mér leiðist ekki, held­ur er ég einmana. Ég veit al­veg að það er ekki var­an­legt ástand og það að vera ein­manna skil­grein­ir mig ekki. Ég er al­veg jafn sterk og ham­ingju­söm þó svo ég sé einmana. Þetta er aðeins skort­ur á að til­heyra því sam­fé­lagi sem ég til­heyri og mér þykir vænt um. Þar sem ég er séð og met­in að verðleik­um. 

Allt til­finn­ingarófið er eðli­legt, sum­ar til­finn­ing­ar eru auðveld­ari en aðrar en all­ar heil­brigðar. Erfiðar til­finn­ing­ar eru til dæm­is skömm, ótti, reiði og ein­mana­leiki. Að halda aft­ur af erfiðum til­finn­ing­um eða loka á þær er ekk­ert annað en viðnám gagn­vart okk­ur sjálf­um. Með því höfn­um við hluta af okk­ur sjálf­um. 

Að skoða erfiðu til­finn­ing­arn­ar, eins og ég er að skoða ein­mana­leik­ann, þarf ekki að vera svo slæmt. Þú get­ur hugs­an­lega öðlast betri sjálfsþekk­ingu en oft er ótt­inn við að kíkja þangað inn stærri en það sem bíður þín. Með því að skoða erfiðu til­finn­ing­arn­ar færðu ekki bara tæki­færi til að sjá hvað þú ótt­ast held­ur líka hvað þú þráir. Kannski koma gömlu sár­in, sem þú pass­ar svo vel að eng­inn sjái, í veg fyr­ir að þú þorir að sækja það sem þú raun­veru­lega vilt. En með því að hafna því að sárið sé til staðar hafn­ar þú í leiðinni hluta af þér. 

Vertu þess í stað for­vit­inn, það gæti gefið þér færi á end­ur­skoða hvað þú hef­ur lokað á og þráir í raun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda