Hvetur til sjálfsfróunar í samkomubanni

Patti Stanger segir fólki að róa sig á stefnumótaforritum og …
Patti Stanger segir fólki að róa sig á stefnumótaforritum og stunda frekar líkamsrækt og sjálfsfróun. Thinkstockphotos

Raunveruleikastjarnan Patti Stanger er með ráð undir rifi hverju fyrir þá sem fastir eru heima, hvort sem það er samkomubann, útgöngubann eða sjálfskipuð einangrun eða sóttkví. Stanger margrómaður ástarengill en hún framleiddi þættina The Millionaire Matchmaker þar sem hún hjálpaði milljónamæringum að komast í samband.

Í viðtali við TMZ segir Stanger eðlilegt að spenna skapist á heimilinu milli para. Fyrir pör mælir hún með að fólk taki sér reglulega frí frá hvort öðru og fari í annað herbergi þegar rifrildin blossa upp. 

Hún segir einnig að það geti tekið á einhleypt fólk að geta ekki farið út á lífið í makaleit. Margir hafi farið offorsi á stefnumótasíðum. Hún hvetur fólk til þess að virða reglurnar og fara ekki á stefnumót á þessum fordæmalausu tímum. Í stað þess að fara offorsi á stefnumótaforritum mælir hún með því að fólk taki sér smá stund fyrir sig og stundi sjálfsfróun til þess að losa um spennuna.

Það getur dregið úr stressi að stunda sjálfsfróun.
Það getur dregið úr stressi að stunda sjálfsfróun. Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda