Hvetur til sjálfsfróunar í samkomubanni

Patti Stanger segir fólki að róa sig á stefnumótaforritum og …
Patti Stanger segir fólki að róa sig á stefnumótaforritum og stunda frekar líkamsrækt og sjálfsfróun. Thinkstockphotos

Raun­veru­leika­stjarn­an Patti Stan­ger er með ráð und­ir rifi hverju fyr­ir þá sem fast­ir eru heima, hvort sem það er sam­komu­bann, út­göngu­bann eða sjálf­skipuð ein­angr­un eða sótt­kví. Stan­ger mar­grómaður ástar­eng­ill en hún fram­leiddi þætt­ina The Milli­onaire Matchma­ker þar sem hún hjálpaði millj­óna­mær­ing­um að kom­ast í sam­band.

Í viðtali við TMZ seg­ir Stan­ger eðli­legt að spenna skap­ist á heim­il­inu milli para. Fyr­ir pör mæl­ir hún með að fólk taki sér reglu­lega frí frá hvort öðru og fari í annað her­bergi þegar rifr­ild­in blossa upp. 

Hún seg­ir einnig að það geti tekið á ein­hleypt fólk að geta ekki farið út á lífið í maka­leit. Marg­ir hafi farið offorsi á stefnu­mót­asíðum. Hún hvet­ur fólk til þess að virða regl­urn­ar og fara ekki á stefnu­mót á þess­um for­dæma­lausu tím­um. Í stað þess að fara offorsi á stefnu­móta­for­rit­um mæl­ir hún með því að fólk taki sér smá stund fyr­ir sig og stundi sjálfs­fró­un til þess að losa um spenn­una.

Það getur dregið úr stressi að stunda sjálfsfróun.
Það get­ur dregið úr stressi að stunda sjálfs­fró­un. Pex­els
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda