Kærastan með minni kynhvöt á veirutímum

Kærastan hefur haft minni áuga á kynlífi síðustu vikur.
Kærastan hefur haft minni áuga á kynlífi síðustu vikur. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ung­ur maður með mikla kyn­hvöt leit­ar á náðir ráðgjafa The Guar­di­an, Pamelu Stephen­son Connolly. Hon­um finnst áhugi kær­ust­unn­ar á kyn­lífi hafa minnkað á síðustu tím­um. Parið er sam­an í ein­angr­un og lang­ar hann að stunda meira kyn­líf en velt­ir fyr­ir sér af hverju kær­ast­an er ekki jafn oft til í tuskið og hann.

„Við kær­ast­an mín stund­um frá­bært kyn­líf. Frá fyrsta degi sam­bands­ins hef­ur hún tekið áhuga mín­um á BDSM fagn­andi. Hún leyf­ir mér að binda sig, við stóla, rúmið og sóf­ann. Á síðustu mánuðum hef ég tekið eft­ir minnk­andi áhuga henn­ar. Ég með mikla kyn­hvöt, ég hugsa um hana kyn­ferðis­lega reglu­lega og lang­ar að prófa nýja hluti. Ég hef áhyggj­ur af því að hún sé ekki með jafn mikla kyn­hvöt og ég. Við vinn­um bæði heima vegna kór­ónu­veirunn­ar, og mér finnst það frá­bært. Eins og ég sé það höf­um við enda­laus­an tím­an til að stunda kyn­líf, en hún virðist ekki hafa áhuga á því. Við stund­um al­veg kyn­líf reglu­lega, en ég er svo hrædd­ur um að það sé him­inn og haf á milli okk­ar hvað kyn­hvöt­ina varðar.“

Pamela Stephen­son Connolly seg­ir hon­um að hafa ekki áhyggj­ur og bend­ir hon­um á að það sé margt í gangi í heim­in­um sem get­ur haft áhrif á kyn­hvöt fólks.

„Ekki meta kyn­lífið ykk­ar út frá því hvernig þú ert að upp­lifa það núna á þess­um erfiðu tím­um. Það er margt í gangi sem get­ur haft tíma­bund­in áhrif á kyn­hvöt fólks, og það veld­ur til dæm­is minni kyn­hvöt eða alls engri kyn­hvöt. Hræðslan og allt það skelfi­lega sem fólk er að tak­ast á við, til dæm­is minna frelsi, minna fé­lags­líf, minna ör­yggi, minna friðhelgi einka­lífs­ins, starfsmiss­ir og jafn­vel ást­vinam­iss­ir leiðir allt til kvíða, þung­lynd­is og fleiri and­legra kvilla. Þess­ir and­legu kvilla geta svo haft áhrif á kyn­hvöt­ina. Þar að auki hef­ur heima­vinn­an haft mis­mun­andi áhrif á þig og kær­ust­una þína, þú sér það sem tæki­færi til að stunda meira kyn­líf en hún sér það sem trufl­un frá vinn­unni. Ekki taka því per­sónu­lega og ekki springa. Taktu eft­ir þessu og gefðu þér meiri tíma til að hlusta bet­ur á þarf­ir henn­ar, vertu þol­in­móður og reyndu að skilja hana bet­ur. Vinnið sam­an í því sem par að því aðlag­ast bet­ur nýj­um aðstæðum. Það gæti þýtt að ræða við hana á góðlát­leg­um nót­um um hvenær henni líður best með að stunda kyn­líf.“

Það er ýmislegt í gangi í heiminum sem getur haft …
Það er ým­is­legt í gangi í heim­in­um sem get­ur haft nei­kvæð áhrif á kyn­hvöt­ina um þess­ar mund­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda