Hvaða tilgang hef ég?

Gunna Stella heilsumarkþjálfi.
Gunna Stella heilsumarkþjálfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Son­ur minn slasaði sig á hjóli í síðustu viku. Hann var bólg­inn og með saum í vör og svaf illa nótt­ina eft­ir slysið. Þegar börn­in mín eru veik eða slasa sig þá þá ger­ir móðureðlið það að verk­um að ég er alltaf að vakna til að at­huga hvort sé í lagi með þau. Þessi nótt var eins. Dreng­ur­inn svaf við hlið mér, umlaði mikið og var illt. Ég var mjög glöð þegar morg­un­inn kom því ég vissi að það versta væri yf­ir­staðið og nú tæki við lækn­inga­ferli. Dreng­ur­inn var dug­leg­ur að kæla vör­ina all­an dag­inn með frosnu jarðarberi í poka. Því­lík­ur mun­ur. Bólg­an hjaðnaði og á ein­um degi gat hann drukkið úr glasi á venju­leg­an hátt án þess að nota rör,“ seg­ir Gunna Stella heil­su­markþjálfi í sín­um nýj­asta pistli:

Þenn­an dag sat dreng­ur­inn mikið í sóf­an­um. Hann gat lítið annað gert enda stokk­bólg­inn og frek­ar lurk­um lam­inn. Hann horfði á kvik­mynd­ir og þætti og átti nota­lega stund. Ein kvik­mynd­in sem hann horfði á fjallaði um strump­ana. Það sem mér þótti merki­legt við mynd­ina var hversu góð lýs­ing var á því hvernig hver strump­ur hafði sitt hlut­verk. Það er svo sem ekki eins og ég hafi aldrei horft á strump­ana áður en ég hafði aldrei hugsað þetta í þessu sam­hengi. Bak­arastrump­ur bakaði, fýlustrump­ur var í fýlu, gáfn­astrump­ur hafði eitt­hvað gáfu­legt að segja, kraft­astrump­ur var sterk­ast­ur og svo mætti lengi telja. En svo var það hún Strympa. Í mynd­inni er sér­stak­lega tekið fram að Strympa var lengi búin að reyna að finna hvert henn­ar hlut­verk væri. Hún klúðraði bakstr­in­um, hún gat ekki verið í fýlu, hún átti erfitt með að læra staðreynd­ir og hún var ekki sterk. En hún var að leita að sínu hlut­verki og reyna að átta sig á því hver hún var. 

Mér fannst þetta mjög áhuga­verð nálg­un. Það er svo mik­il­vægt fyr­ir öll okk­ar hvort sem við erum strump­ar eða menn, að hafa til­gang. Það er svo mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að hafa eitt­hvað til að vakna til á morgn­ana. Það er svo mik­il­vægt að við upp­lif­um okk­ur hluta af ein­hverju stærra, ein­hverri heild. Það að hafa til­gang get­ur breytt líðan okk­ar and­lega og lík­am­lega. Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að fólk sem hef­ur til­gang lif­ir leng­ur, er heil­brigðara og al­mennt sátt­ara í líf­inu. 

Það sem vill þó oft ger­ast er að lífið „bara ger­ist“. Við upp­lif­um ábyrgð gagn­vart fólki, sam­starfs­mönn­um, fjöl­skyldu og vin­um og allt í einu gefst lít­ill tími til þess að átta sig á hvað það er sem maður raun­veru­lega vill fyr­ir líf sitt. Þess vegna er mik­il­vægt að vera til­bú­in að end­ur­skoða líf sitt. Skoða hvort það sem þú ert að setja mesta tíma þinn í sé það sem skipti þig mestu máli eða hvort þú þurf­ir jafn­vel að end­urraða og end­ur­skoða. For­dæma­laus­ir tím­ar og allt sem þeim fylg­ir gef­ur okk­ur ein­mitt tæki­færi til þess að huga að framtíðinni, hvað það er sem skipt­ir okk­ur mestu máli og hvert við vilj­um stefna. 

Ef þú upp­lif­ir þig eins og Strympu, þ.e. að þú vit­ir ekki hver til­gang­ur þinn er þá hef­ur þú tæki­færi til að byrja að vinna í því í dag. Strympa þurfti að fara í veg­ferð til að átta sig á hver henn­ar til­gang­ur var og komst að því að lok­um (án þess að ég upp­ljóstri um það hvernig mynd­in end­ar). Það sama á við um þig. Þú hef­ur til­gang. Þú hef­ur frá­bæra hluti að færa inn í sam­fé­lagið okk­ar. Þú hef­ur sögu að segja. Hver er þín saga?  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda