„Erum við byrjuð saman eða ekki?“

00:00
00:00

Víta­míndrottn­ing­in Katrín Amni hjá Iceher­bs mætti í spjall í Hæ hæ - Ævin­týri Helga og Hjálm­ars á dög­un­um. Þar var tals­vert rætt um deit-markaðinn á Íslandi í dag. Hvernig fólk er að byrja sam­an – og hvar lín­an ligg­ur á milli þess að vera að hitt­ast – eða í sam­bandi.

Katrín gaf ekki mikið fyr­ir gömlu góðu ís­lensku leiðina – þar sem pör óðu inn í sam­bönd á inn­an við viku: „Þú fórst á djammið, hitt­ir ein­hvern á laug­ar­degi, kom­in í bragðaref á miðviku­degi og byrjuð sam­an yfir víd­eó­spólu – eina gamla og eina nýja.“

Þegar fólk hef­ur full­orðnast þá gangi þetta ekki eins upp, sér í lagi þegar börn eru kom­in í spilið. Það sé þó alls ekki verra, jafn­vel betra ef eitt­hvað er að sögn Katrín­ar. „Mér finnst geggjað að eiga börn ef þú ert að deita. Það gef­ur þér „böf­fer“. Ertu að fara að bjóða börn­un­um þínum upp á þetta? Mér finnst ótrú­lega gott að verða full­orðin og vera á þess­um markaði.“

Svo kom upp spurn­ing­in hvenær er fólk byrjað sam­an. „Erum við „exclusi­ve“ eða ekki?“ spyr Katrín. „Sú lína þarf að vera nokkuð skýr. Það er „beisiklí“ hvort viltu byrja með mér eða ekki?“ svar­ar Helgi. „Þótt þú sért „exclusi­ve“ þarftu ekki að vera „all-in“ í sam­band. Það er árið 2021 og það má bara vera alls kon­ar,” seg­ir Katrín.

Þátt­inn má finna á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda