Ekkert kynlíf þegar hann er með börnin

Íslensk kona er að gefast upp á sambandi sínu við …
Íslensk kona er að gefast upp á sambandi sínu við manninn sinn þar sem hann stimplar sig alltaf út úr sambandinu þegar hann er með börnin sín. Marcin Jozwiak/Unsplash

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fé­lags- og fjöl­skylduráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem finnst maður­inn henn­ar stimpla sig út úr sam­band­inu þegar syn­ir hans dvelja hjá þeim. 

Sæl Val­gerður.

Ég er búin að vera í sam­bandi  við mann í tvö ár sem á stráka úr fyrra sam­bandi. Ég elska mann­inn minn og get ekki hugsað mér að missa hann. Ég er hins veg­ar al­veg kom­in að því að ganga út og er kom­in með kvíðahnút nokkr­um dög­um áður en þeir koma til okk­ar. Ég reyni að vera lítið heima en mér finnst maður­inn minn „stimpla sig úr sam­band­inu“ þegar þeir eru hjá okk­ur. Það er meira að segja skrúfað fyr­ir allt kyn­líf!

Kveðja, 

ein ör­vænt­ing­ar­full.

Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi.
Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fé­lags- og fjöl­skylduráðgjafi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Komdu sæl.

Það er skilj­an­legt að þú hlakk­ir ekki til að strák­arn­ir hans komi til ykk­ar, ef þér líður þannig að maður­inn þinn „stimpli sig út“ úr sam­band­inu í návist þeirra. Hann vill ör­ugg­lega að strák­arn­ir finni að hann sé til staðar fyr­ir þá. Hins veg­ar get ég ímyndað mér að koma þeirra valdi hon­um líka viss­um kvíða og hann upp­lifi að hann sé einn á báti með þá þegar hann finn­ur spenn­una í þér. Hann gæti dregið þá álykt­un að þú þolir ekki strák­ana hans þar sem þú ert leng­ur í vinn­unni, meira með vin­kon­um þínum eða í rækt­inni þá viku sem þeir eru hjá ykk­ur. Hann tel­ur sig ör­ugg­lega vera að gera rétt með því gefa þér all­an sinn tíma aðra vik­una, og strák­un­um hina vik­una.

Sjálfsagt upp­lif­ir hann, rétt eins og þú, skiln­ings­leysi og van­mátt; „þú viss­ir að hann átti börn“. Jú, að sjálf­sögðu fór það ekki fram­hjá þér, en ekki að „þú hefðir enga stjórn á (kyn)lífi þínu“. Það reyn­ist mörg­um erfitt að taka þessa umræðu og leysa ágrein­ing­inn á upp­byggi­leg­an máta. Hætta er á að ágrein­ing­ur­inn dragi allt súr­efnið úr sam­band­inu sé hann lát­inn viðgang­ast of lengi.

Vert er að hafa í huga að það tek­ur tíma fyr­ir ykk­ur að slípa ykk­ur sam­an og því mik­il­vægt að vita við hverju má bú­ast og hafa gagn­leg verk­færi til að tak­ast á við hlut­ina. Þessi staða er mun al­geng­ari en marg­ir halda og er vel hægt að koma í veg fyr­ir hana með því að læra og  fræðast um stjúptengsl.

Það er í sjálfu sér mjög já­kvætt að mann­in­um þínum sé um­hugað um börn­in sín og ætli þeim góðan tíma þegar þeir eru hjá ykk­ur, hins veg­ar er nokkuð ljóst að „aðferðafræðin“ hjá ykk­ur virk­ar ekki. Hann tel­ur sig sjálfsagt vera að gera góða hluti með því að skipta vik­un­um á milli þín og strákanna. Hann átt­ar sig ör­ugg­lega ekki á að þér finn­ist þú vera út und­an og vilj­ir fá að vera kær­asta all­ar vik­ur árs­ins og taka þátt, en ekki bara aðra hvora viku.  

Þið þurfið að læra að gera og vera eitt­hvað sem kall­ast „við“. Í stjúp­fjöl­skyld­unni eru nokk­ur „við“ í fyrstu og það þarf að gefa þeim öll­um rými. Það er gott að skipu­leggja bæði þann tíma sem börn­in eru og líka eitt­hvað hina dag­ana. Strák­arn­ir þurfa á pabba sín­um að halda og fá tíma með hon­um án þín. Hins veg­ar þarft þú og maður­inn þinn að ákveða sam­an hvaða tími vik­unn­ar hent­ar þeim og ykk­ur öll­um. Sam­an og sitt í hvoru lagi. Þið ættuð líka að búa til tíma fyr­ir ykk­ur ein, það má stunda kyn­líf hvaða tíma dags sem er, fara í göngu­túra, eða gera eitt­hvað sem nær­ir ykk­ur sem par.

Aðal­atriðið er að þið „stimplið“ ykk­ur inn í sam­bandið þá vik­una sem strák­arn­ir eru hjá ykk­ur. Það kann sum­um að finn­ast það skrýtið þar sem þið eruð alltaf ein aðra hvora viku, en það er nauðsyn­legt til að þið hafið út­hald sam­an í þau verk­efni sem fylgja því að byggja upp stjúp­fjöl­skyldu. Hættu að „flýja“ að heim­an, búðu frek­ar til gæðastund­ir fyr­ir þig eina í sam­ráði við maka þinn, til að fara eitt­hvað með vin­kon­um eða njóta ein­ver­unn­ar. Það verður nær­andi að fara út, í stað þess að flýja í pirr­ingi. And­rúms­loftið verður létt­ara heima, all­ir græða, eng­in spurn­ing. 

Kær kveðja, 

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir stjúptengsl.is

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Val­gerði spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda