Aðaláhyggjuefnið hvort og hvenær dóttirin kemur

Wes Hicks/Unsplash

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fjöl­skylduráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá manni sem hef­ur áhyggj­ur af því hvernig lífið verður eft­ir að nýtt barn kem­ur í heim­inn. 

Sæl Val­gerður.  

Við hjón­in eig­um von á okk­ar fyrsta sam­eign­lega barni í júlí og erum mjög spennt. Þetta er henn­ar fyrsta barn en ég á fyr­ir tíu ára dótt­ur.  Aðal áhyggju­efni kon­unn­ar minn­ar eru hvort og þá hvernig hún verði hjá okk­ur þegar barnið fæðist og fyrst á eft­ir. Ég skil ekki al­veg þess­ar áhyggj­ur en mig lang­ar að dótt­ir mín verði hjá okk­ur og vil ekki að henni finn­ist hún vera útund­an.

Kveðja,

Hjalti

Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi.
Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fé­lags- og fjöl­skylduráðgjafi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Komdu sæll Hjalti.

Af bréfi þínu má ráða að þú og kon­an þín hafið ekki al­veg sömu hug­mynd­irn­ar um hvernig hlut­irn­ir eigi að vera þegar ykk­ar sam­eig­in­lega barn kem­ur í heim­inn. Þú ert að verða faðir í annað sinn og kon­an þín móðir í fyrsta sinn, þannig að þið komið dálitið ólíkt að hlut­un­um og þarf­ir ykk­ar mögu­lega ólík­ar. Sum­um stjúp­for­eldr­um finnst ekk­ert mál þó stjúp­börn­in séu á heim­il­inu frá degi eitt meðan aðrir vilja fá tíma út af fyr­ir sig með nýja barn­inu og maka. Vert er að hafa í huga að jafn­vel for­eld­ar, sem ekki eru stjúp­for­eldr­ar, geta líka vel þegið að eiga tíma sam­an í ró og næði með nýja barn­inu. Í stað þess að dæma viðkom­andi er rétt að skoða málið og sjá hvort og þá hvernig er hægt að koma á móts við þarf­ir allra aðila.

Það er ákveðin sorg í sum­um stjúp­for­eldr­um þegar kem­ur að barneign­um, jafn­vel þó par­inu hlakki til og þrái ekk­ert meira en að eign­ast barn sam­an. Stjúp­for­eldrið er að verða for­eldri í fyrsta sinn og sum­ir eru hrædd­ir um að mak­an­um finnst það ekki eins merki­legt og þeim sjálf­um, þar sem hann hef­ur „gert þetta allt áður“.  Það var til að mynda „létt­ir“ fyr­ir stjúp­móður­ina, sem fólk get­ur átt  erfitt með að skilja, þegar hún heyrði af því að stjúp­barnið henn­ar hafi verið tekið með keis­ara­sk­urði. Maður­inn henn­ar hafði aldrei farið í gegn­um fæðingu áður, það myndu þau gera bæði í fyrsta skiptið. Já auðvitað,  ef allt gengi eft­ir. Sum­ir hafa áhyggj­ur af því hvort mak­inn muni elska „þeirra“ barn eins og „sitt“ barn.

Það get­ur því líka reynt á sum­ar stjúp­mæður ef þeim finnst að þær þurfi að vera í „sam­keppni við stjúp­barnið“ um tíma og at­hygli mak­ans þegar kem­ur að fæðing­unni og þeim dög­um sem fylgja á eft­ir.

Sum­ar stjúp­mæður verða reiðar þegar þær rifja upp fæðing­ar­sögu sína og ástæðan er oft sú að þeim fannst maki þeirra var meira upp­tekn­ir af því að stjúp­barnið verði ekki „útund­an“ en að veita þeim þann stuðning sem þær þurftu.  Maður­inn minn hef­ur alltaf sett stjúp­dótt­ur mína í fyrsta sæti, líka þegar ég var í miðri fæðingu! „Mér líður oft eins og ein­stæðri móður , ég með „okk­ar“ barn og hann með „sitt“ barn,  strax frá fyrsta degi. Það versta var að reiði mín beind­ist að stjúp­dótt­ur minni,  en ég vissi í sjálfu sér að hún hafði ekk­ert með þetta að gera.

Mörg­um for­eldr­um, sér­stak­lega feðrum finn­ast þess­ar aðstæður flókn­ar. Ann­ars veg­ar að koma á móts við ósk­ir og þarf­ir mak­ans og síðan að passa upp á börn­in sín úr fyrra sam­bandi þ.e. að þau upp­lifi sig ekki útund­an.  Barn­faðir eða -móðir „úti í bæ“ get­ur líka haft áhyggj­ur af því hvað verði um „henn­ar“ eða „hans“ barn. Það er mik­il­vægt að finna út úr því hvernig hlut­irn­ir verða eins og kost­ur er svo hreiður­gerðin verði ánægju­leg,  en fari ekki öll í óþarfa áhyggj­ur yfir hlut­um sem hægt er að leysa.

Mér sýn­ist af bréfi þína að dæma að kon­an þín hafi þörf fyr­ir að vita hvernig hlut­irn­ir verði í kring­um fæðing­una og sé að spyrja þig hvernig „þú“ ætl­ir að hafa þetta? Rétt­ara væri að spyrja „hvernig eig­um „við“ að hafa þetta?“ Góður und­ir­bún­ing­ur skipt­ir máli og mik­il­vægt að þið reynið að koma til móts við ólík­ar þarf­ir ykk­ar, líka stjúp­barns­ins ef þið ætlið að  byggja upp sterka stjúp­fjöl­skyldu. Dótt­ir þín þarf líka að vita hvernig „verður þetta?“ Hún þarf að finna að það sé gert ráð fyr­ir henni og að hún sé ör­ugg um ást þína og um­hyggju.  Þú átt hins­veg­ar ekki að þurfa að velja á milli þess að vera góður faðir og góður maki.

Verið óhrædd við a leita aðstoðar, hún er oft­ar nær en ykk­ur grun­ar. Mögu­legt er að vin­ir og vanda­menn, jafn­vel barn­s­móðir þín geti létt und­ir með ykk­ur,  með því að bjóða dótt­ur þinni í heim­sókn, næt­urg­ist­ingu, bæj­ar­ferð eða annað þannig að þið fáið þann tíma ein sem kon­an þín þarfn­ast. Jafn­framt verið kon­unni þinni stuðning­ur þann tíma sem þú sinn­ir dótt­ur þinni úr fyrra sam­bandi. Kon­an þín get­ur líka gefið dótt­ur þinni tíma til að styrkja þeirra sam­band, það er betra að gefa tutt­ugu mín­út­ur en ekki neitt. Við erum til­bún­ari til að sýna sveigj­an­leika og skiln­ing þeim sem við þekkj­um og erum í góðum tengsl­um við. Þið ættuð að reyna gefa ykk­ur tíma til að búa til plan  sam­an sem rúm­ar ykk­ur öll, sam­an og sitt í hvoru lagi.  

Kær kveðja, 

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fjöl­skylduráðgjafi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Val­gerði spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda