Frestaði brúðkaupinu ítrekað vegna foreldra sinna

Helga hefur frestað brúðkaupinu sínu ítrekað vegna foreldra sinna sem …
Helga hefur frestað brúðkaupinu sínu ítrekað vegna foreldra sinna sem skildu fyrir 12 árum. Ljósmynd/Unsplash

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fjöl­skylduráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá Helgu sem er að fara að gifta sig og er með nag­andi kvíða yfir frá­skild­um for­eldr­um sín­um. 

Sæl Val­gerður.

Ég er að fara að gifta mig í sept­em­ber, sem ætti að vera mikið gleðiefni. Und­ir­bún­ing­ur­inn geng­ur von­um fram­ar en eina vanda­málið eru for­eldr­ar mín­ir. Þau skildu fyr­ir tólf árum og var skilnaður­inn mjög erfiður og sár­in virðast aldrei ætla að gróa. Þau eiga bæði nýj­an maka og það er nán­ast ómögu­legt að sjá fyr­ir sér þær aðstæður að þau geti hrein­lega hist í brúðkaup­inu en þau hafa bæði sagt að þau komi. Það eru hins veg­ar ótelj­andi hliðar á því sem valda mér kvíða. Satt að segja hef ég frestað því lengi að gifta mig út af þessu ástandi á þeim, en ætla ekki að gera það leng­ur. Hvað get ég gert?

Kveðja,

Helga

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi rekur fyrirstækið Stjúptengsl.is
Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skylduráðgjafi rek­ur fyr­ir­s­tækið Stjúptengsl.is mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sæl Helga.

Það er sorg­leg staðreynd að sum­ir virðast ekki ná að vinna úr sín­um skilnaði. Sér­stak­lega í ljósi þess að djúp­stæður ágrein­ing­ur er ekki einka­mál for­eldra og hef­ur áhrif á alla þá sem að þeim standa. Rétt eins og þú seg­ir sjálf þá hef­ur þú fram til þessa frestað því að gifta þig út af erfiðum sam­skipt­um þeirra.

Já­kvæðu frétt­irn­ar eru að for­eldr­ar þínir virðast ætla að mæta í brúðkaupið þitt þótt það muni ör­ugg­lega valda þeim kvíða og streitu að óbreyttu. Það má gefa þeim plús fyr­ir það. Mik­il­vægt er að þú og til­von­andi maki þinn haldið ykk­ar striki og leyfið þeim ekki að hafa frek­ari áhrif á áform ykk­ar varðandi brúðkaup. 

Ég er nokkuð viss um að þau átti sig ekki al­veg á því hvaða áhrif þau hafa haft til þessa, það er að þú haf­ir frestað því að gift­ast ást­inni þinni þar sem þú treyst­ir þeim ekki í sjálfu brúðkaup­inu. Þú hef­ur ör­ugg­lega þínar ástæður, en mik­il­vægt er að ræða við þau um líðan þína og hvað hægt sé að gera til að koma á móts við þau, þannig að líðan þeirra hafi sem minnst áhrif. Ég held að því meiri fyr­ir­sjá­an­leiki sem verður, því betra fyr­ir ykk­ur öll. Með því að ákveða hvar hver á að sitja, hver ger­ir hvað og í hvaða röð og svo fram­veg­is eykst fyr­ir­sjá­an­leik­inn. Vert líka að muna að hvert og eitt par „má og á“ að ákveða sjálft hvernig at­höfn­in eða veisl­an verður. Til að mynda er ekki nauðsyn­legt að hafa „há­borð“ í brúðkaup­um, það má allt eins sitja kring­um eld og grilla pyls­ur ef fólki hugn­ast svo. Það er ekki til „ein rétt leið“ til að lifa líf­inu.

Í lok­in lang­ar mig að segja við for­eldra þína: „Takið ákvörðun um að breyta sam­skipt­un­um. Það er vel ger­legt og marg­ir sem hafa gert það á und­an ykk­ur.“ Fyr­ir suma er nóg að taka ákvörðun með sjálf­um sér en öðrum finnst hjálp­legt að leita aðstoðar fag­fólks, þá hvort í sínu lagi.

Með bestu kveðju,

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir hjá stjuptengsl.is 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Val­gerði spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda