Viltu efla heilindi þín á þessu ári?

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Gleðilegt ár elsk­urn­ar og takk fyr­ir gömlu góðu árin. Á nýju ári verðum við von­andi betri og betri sem mann­eskj­ur og velj­um von­andi að verða heil­steypt­ari karakt­er­ar en við telj­um okk­ur vera í dag, og þá er nú soldið gott að vita hvaða eig­in­leika þeir hafa sem bera af í þess­um efn­um,“ seg­ir Linda Bald­vins­dótt­ir markþjálfi í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi: 

Sitt sýn­ist lík­lega hverj­um um þau atriði sem á eft­ir koma og telja lík­lega að fáir nái á þann stað að vera „alltaf“ full­komn­ir í heil­ind­un­um og það er lík­lega rétt að svo sé ekki.

Þó virðast flest­ir vera sam­mála um að eft­ir­far­andi listi ein­kenni þá sem hafa æft sig vel eft­ir því sem ég komst best að með grúski mínu á net­inu.

  1. Þeir lifa í nú­inu og samþykkja það eins og það er.
  2. Þeir vita styrk­leika sína en einnig veik­leik­ana.
  3. Þeir eru sam­kvæm­ir sjálf­um sér og standa með gild­um sín­um og þurfa ekki samþykki sam­fé­lags­ins til þegar kem­ur að ákv­arðana­töku hvað varðar líf þeirra.
  4. Þeir eru ábyrgðafull­ir og finna ekki stöðugar af­sak­an­ir fyr­ir því sem þeir gera rangt eða þegar þeir standa ekki við orð sín held­ur standa fyr­ir gjörðum sín­um og taka af­leiðing­um þeim sem kunna að fylgja ef ein­hverj­ar eru.
  5. Þeir setja sér mark­mið og vinna af heil­ind­um við að ná þeim og þeir vita að vel­gengni get­ur tekið tíma og þraut­seigju.
  6. Þú get­ur treyst því að þeir séu til staðar ef þeir á annað borð taka eitt­hvað að sér og þeir klára það einnig.
  7. Þeir hafa til­gang, eru með gild­in sín á hreinu og lifa líf­inu eins og þeir telja best að lifa því og kæra sig koll­ótta um álit annarra á sér.
  8. Þeir velta yf­ir­leitt fyr­ir sér af­leiðing­um af gjörðum sín­um áður en þeir fram­kvæma og meta hvort það sé sam­kvæmt gild­um þeirra og lífsviðhorf­um.
  9. Þeir vita að þeir ein­ir hafa stjórn á lífi sínu og þeir vita að þeir geta ekki stjórnað öðrum og þeir vita að smæstu gjörðir skapa framtíð þeirra. þeirra innra sjálfstal skoðar lang­tíma­áhrif gjörða þeirra og þeir bregðast við sam­kvæmt því.
  10. Þeir eru góðhjartaðir og koma fal­lega fram við aðra.Þeir eru fyr­ir­gef­andi, skiln­ings­rík­ir, eiga mikla sam­kennd með öðrum og eiga yf­ir­leitt mjög góð sam­skipti og sam­bönd við þá sem í um­hverfi þeirra eru.
  11. Þeir eru hug­rakk­ir og láta ekki ótt­ann yf­ir­buga sig þó að þeir finni svo sann­ar­lega til hans eins og við flest ger­um held­ur taka þeir skref­in sem taka þarf í átt­ina að því sem þeir ætla sér að ná hverju sinni.
  12. Þeir æfa sig í heil­ind­um og hafa góða og fágaða siðferðis­kennd sem stýr­ir gjörðum þeirra til heilla í aðstæðum. Þeir fram­kvæma það sem þeir telja vera rétt að gera sama hversu erfitt það er og al­veg sama hvort að ein­hver er til að vitna um það eða ekki þá gera þeir það sem þeir telja vera siðferðis­lega rétt hverju sinni.
  13. Þeir gera það sem þeir geta til að standa með þeim sem beitt­ir eru órétti og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.
  14. Þú get­ur treyst þeim og þú get­ur treyst því að þeir hlusta virki­lega á þig og það sem þú seg­ir þeim er geymt hjá þeim.
  15. Þeir búa yfir mik­illi visku og vita að þeir geta alltaf bætt við sig þekk­ingu og að þeir hafa ekki all­an sann­leik­ann í hendi sér held­ur aðeins brot af hon­um. Þeir umfaðma alla óháð trú­ar­brögðum þeirra, menn­ingu eða litar­hætti. Þeir sjá stóru mynd lífs­ins og manns­ins og þeir sjá jafn­vel marg­ar hliðar á hverju mál­efni, þeir vita að lífið tek­ur á sig marg­ar mynd­ir og að jafn­vel er ekk­ert til sem heit­ir rétt eða rangt held­ur aðeins mis­mun­andi trú­ar­gildi og for­rit­un sem mót­ar okk­ur öll sem eitt á hverj­um tíma.
  16. Þeir eru ekki dóm­h­arðir og vita að maður­inn þró­ast og breyt­ist í gegn­um lífs­reynslu og upp­lif­an­ir og vita að allt sem mæt­ir mann­in­um mót­ar hann og sam­verk­ar hon­um til góðs með ein­hverj­um hætti að lok­um, hvort sem það er til þroska eða efl­ing­ar á einn eða ann­an hátt.
  17. Þeir eru já­kvæðir og vona alltaf það besta því að þeir vita að eft­ir öll él birt­ir upp að nýju og þeir halda í von­ina um betri tíð. Að vera já­kvæður þýðir ekk­ert endi­lega að vera alltaf með bros á vör og kát­ur, held­ur að að láta nei­kvæðnina ekki ná svo sterk­um tök­um á sér að þeir gef­ist upp.Þeir tala sig til og hvetja sig til dáða, leita aðstoðar og finna lausn­ir við vanda­mál­un­um.
  18. Þeir eru sjálf­stæðir og fara ekki eft­ir fjöld­ans skoðun. Þeir eru ekki meðvirk­ir í sam­skipt­um sín­um og ætl­ast ekki til þess að aðrir bjargi lífi þeirra.Þeir hafa sterka sjálf­mynd og setja sterk mörk fyr­ir líf sitt. Þeir eru afar hvetj­andi og vilja lyfta öðrum upp.
  19. Þeir fara ekki í vörn þegar þeir eru gagn­rýnd­ir og vita að oft er það í gegn­um hana sem þeir vaxa mest.
  20. Þeir eru þeir full­ir sjálfs­trausts og treysta sér til að mæta áskor­un­um lífs­ins af auðmýkt og full­vissu um að þeir nái að tækla það sem þeir standa frammi fyr­ir.
  21. Þeir eru vina­marg­ir vegna eig­in­leika sinna og ef þeir hafa nátt­úru­leg­an sjarma til að bera að auki þá sækja aðrir í fé­lags­skap þeirra og geta svo sann­ar­lega grætt á því að þekkja þá vegna þess að þess­ir aðilar eru alls ekki hroka­full­ir þó að ein­hverj­ir kunni að sjá þá þannig vegna sterku sjálfs­mynd­ar­inn­ar, held­ur eru þeir hvetj­andi, nær­andi og styrkj­andi fyr­ir alla þá sem þeim fá að kynn­ast.

Svo nú er komið að okk­ur að efla alla þessa eig­in­leika í fari okk­ar á þessu dá­sam­lega ári 2022 elsk­urn­ar og lík­lega verðum við orðin stút­full af góðmennsku, fyr­ir­gefn­inga­ríku hug­ar­fari og visku í lok árs­ins.

En eins og ætíð er ég aðeins einni tímapönt­un í burtu frá þér ef þú þarft aðstoð mína á þessu ári til að efla þig,leysa úr vanda­mál­um og finna lausn­ir sem breyta lífi þínu og hugs­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda