Hvað græði ég á þessu?

Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi.
Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Stjúp­syst­ir mín fær allt frá minni fjöl­skyldu en ég og bróðir minn fáum ekk­ert frá henn­ar.  Hvað áttu við spurði ég? Sko, mamma hef­ur sí­felld­ar áhyggj­ur af því hvernig henni líði og ger­ir allt fyr­ir hana en pæl­ir ekk­ert í okk­ur. Hún læt­ur stund­um eins og hún sé meiri mamma henn­ar en okk­ar, kaup­ir föt, fer á hand­bolta­leiki hjá henni og svo býður hún henni með okk­ur í allt af því að hún er í fjöl­skyld­unni. Amma og afi gefa henni gjaf­ir eins og okk­ur, en við fáum ekk­ert frá henn­ar fólki, svo er pabbi henn­ar ekk­ert að pæla í því hvernig mér eða bróður mín­um líður. Hann fer oft eitt­hvað með stjúp­syst­ur minni án þess að bjóða okk­ur systkin­un­um með. Mamma seg­ir að það sé af því að við erum tvö en hún bara ein,“ Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fjöl­skyldu­fræðing­ur rek­ur fyr­ir­tækið stjúptengsl.is. Hún skoðar sam­skipti í stjúp­fjöl­skyld­um í nýj­um pistli:

Það get­ur verið óþægi­leg upp­lif­un fyr­ir börn að finna þegar at­hyli for­eldr­is fer ekki aðeins á nýj­an maka, held­ur líka börn­in hans. Hvar er það í þess­um breyt­ing­um? Að sjálf­sögðu er gott að leggja sig fram í stjúp­for­eldra­hlut­verk­inu hins­veg­ar er mik­il­vægt að skapa ekki um leið útund­an­til­finn­ingu hjá sín­um eig­in börn­um og ýta und­ir þann missi sem þau geta fundið, þegar tími og at­hygli for­eldr­is dreif­ist á fleiri ein­stak­linga en áður. Jafn­vel þó börn­in séu í sjálfu sér sátt við þá. Ef barni finnst það hafa „tapað for­eldri“ og að það fái að auki ekk­ert í staðinn ýtir það und­ir óánægju og van­líðan þess, sem bitn­ar ekki bara á barn­inu sjálfu held­ur öll­um í stjúp­fjöl­skyld­unni. Hætta er á að fjöl­skyld­an klofni sí­fellt upp í fylk­ing­ar þegar eitt­hvað á móti blæs við þess­ar aðstæður,

Ljóst er að móðirin sem hef­ur lagt sig fram við að búa til tengsl við stjúp­dótt­ur sína en á kostnað tengsla við sín eig­in börn, og faðir­inn og sem rækt­ar tengsl við dótt­ur sína en legg­ur sig ekki fram við að búa til tengsl við stjúp­börn­in sín, bera sam­eign­lega ábyrgð á þeirri óánægju sem upp er kom­in hjá börn­um kon­unn­ar og þeirri spennu sem kann að mynd­ast á heim­il­inu.

Það er að auki lík­legt að kon­an sjálf finni smá sam­an fyr­ir vax­andi van­mætti og gremju, bæði gagn­vart nöldr­inu í sín­um eig­in börn­um yfir stjúp­dótt­ur henn­ar og út í maka sinn vegna áhuga­leys­is hans á að tengj­ast henn­ar börn­um. Kannski er sann­gjarn­ara að ætla hon­um at­hug­un­ar­leysi en áhuga­leysi á henn­ar börn­um. Óviss­an um hvað á og má segja og finn­ast í stjúp­fjöl­skyld­um ger­ir það oft að verk­um að hlut­irn­ir eru ekki rædd­ir strax. 

Til að búa til sterka stjúp­fjöl­skyldu er lyk­il­atriði að rækta hvert og eitt sam­band í fjöl­skyld­unni. Móðirin þarf stund­um að gefa sín­um börn­um tíma án stjúp­dótt­ur sinn­ar og faðir­inn stjúp­börn­um sín­um án dótt­ur hans, en á sama tíma þurfa þau að gefa sín­um eig­in börn­um tíma án stjúp­barna og stjúp­for­eldri. Við get­um kannski ekki alltaf stýrt því sem aðrir gera eða gera ekki, eins og afa og ömmu kyn­slóðin  en við ber­um ábyrgð á því hvað við ger­um eða ger­um ekki til að fjöl­skyldu­lífið gangi bet­ur.  Flest börn verða ró­legri og til­bún­ari að deila for­eldr­um sín­um með öðrum séu þau ör­ugg um ást þeirra og at­hygli. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Val­gerði póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda