Bubbi þurfti að afklámvæða sig

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bubbi Mort­hens opn­ar sig í nýj­asta hlaðvarpsþætti Karl­mennsk­unn­ar og seg­ir meðal ann­ars frá því hvaða af­leiðing­ar kyn­ferðisof­beldið sem hann varð fyr­ir 14 áta gam­all höfðu í för með sér.

„Ég var ekki bú­inn að sofa hjá stelpu þegar þetta ger­ist. Ég var bara 14 ára. Ég var skot­inn í stelpu en frá þess­um tíma­punkti þá var heil­brigt kyn­líf tekið frá mér og get­an til að stunda kyn­líf með nánd, ég var svipt­ur henni. Punkt­ur. Það er bara þannig. Ég átti nán­ara sam­band við klám held­ur en til dæm­is að eiga eðli­leg sam­skipti við kon­ur.“

Bubbi lýs­ir því hvernig hann losnaði und­an skömm­inni og reiðinni en einnig klám­inu.

„Ég þurfti að af­klám­væða mig vegna þess að það er allt eðli­legt ef þú ert skakk­ur í lífi þínu að horfa á klám. En klám ger­ir ekki neitt. Klám er bara fix, eins og að fá sér jóntu, í nefið. Þetta er bara sefj­un og áráttu­hegðun. Ég þurfti að taka þetta í stig­um þangað til að ég hafði ekki horft á klám í marga mánuði.“

Utangátta stein­gert tröll

Bubbi seg­ist upp­lifa sig oft sem utangátta, ut­an­veltu og sem stein­gert tröll enda al­inn upp, að eig­in sögn, í eitraðri karl­mennsku og kvennakúg­un.

„Ég er gift­ur konu sem er gall­h­arður femín­isti með mjög skýra sýn á sér, dætr­um sín­um og stöðu kvenna í þjóðfé­lag­inu og stund­um finnst mér ég vera eins og stein­gert tröll. Mér finnst ég stund­um vera utangátta og ut­an­veltu. Ég sit og hlusta og hugsa úr hvaða öld kem­urðu Bubbi. Engu að síður er ég fær um að breyta skoðun minni og end­ur­skoða líf mitt og sé að það eru breyt­ing­ar í gangi.“

Bubbi virðist ekki bjart­sýnn á sína kyn­slóð og seg­ir hana marka­lausu kyn­slóðina.

„Mín kyn­slóð er marka­lausa kyn­slóðin. Það hafa eng­in mörk verið hjá ís­lensk­um karl­mönn­um í sam­bandi við sam­skipti við kven­fólk, ekki bara í forn­öld held­ur bara nán­ast fram á dag­inn í dag.“

Þá tel­ur Bubbi að jan­faldr­ar hans séu al­mennt ekki mót­tæki­leg­ir fyr­ir breytt­um kröf­um og ákalli í kjöl­far met­oo.

„8 af hverj­um 10 jafn­öldr­um mín­um telja þetta vera kjaftæði [...] ég held að þeim sé ekk­ert bjarg­andi. Til þess að breyt­ast þarftu að end­ur­for­rita heil­an þinn, ef þú vilt hætta að stunda slæma siði þá þarftu að ástunda góða siði [...] og til þess þarf vinnu.“

Karl­ar verði að hlusta

Bubbi hvet­ur karl­menn til að slaka á og vera mót­tæki­leg­ir fyr­ir ákalli kvenna og þeirri gagn­rýni sem jaðar­sett­ir ein­stak­ling­ar eru að miðla til okk­ar.

„Ég segi bara við alla karl­menn sem hafa eyru, veriði bara mót­tæki­leg­ir, slakiði á og at­hugiði hvort að það sé ekki ein­hver mögu­leiki fyr­ir ykk­ur að end­ur­for­rita heil­an þó það væri ekki nema tvisvar sinn­um í viku. Ástunda ein­hvers­kon­ar sjálfs­skoðun hvernig hegðun ykk­ar hef­ur verið og hvernig þið viljið að hún sé.“

Þátt­inn í heild sinni er hægt að hlusta á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda